Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Side 23
LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987.
69
Kvikmyndir
Höfuðpaurinn í hljómsveitinni
Talking Heads, David Byrne, hefur
nú leikstýrt kvikmynd sem ber
heitið True Stories eða Sannar sög-
ur.
Á undanfömum árum hefur verið
að þróast ný listgrein sem er gerð
tónlistarmyndbanda. Hún byggist
auðvitað á gömlum merg því hér
er verið að blanda saman tónlist
og kvikmyndagerð. Hins vegar hef-
ur tónlistin þróast í ýmsar áttir og
hafa kvikmyndagerðarmenn áttað
sig á þeim gífurlega skemmtilegu
möguleikum sem myndbandatækn-
in býður upp á.
Auðvitað hefur kvikmyndagerð
alltaf verið nátengd tónlist og fjöldi
tónlistar-, söngva- og dansmynda
verið gerður. Einnig hafa tónlistar-
menn áttað sig á því að góðar
tónleikamyndir geta aukið plötu-
sölu og þeir þannig náð til mun
stærri hóps í stað þess að ferðast
vítt og breitt til tónleikahalds. Lík-
legt væri að færri myndu eftir The
Band ef ekki hefði komið til frábær
mynd um lokatónleika hljómsveit-
arinnar þegar hún ákvað að hætta.
Á ég þar við myndina The Last
Waltz. Hins vegar hafa margar tón-
listarmyndir gleymst fljótt vegna
þess hve erfitt er að gera þannig
myndir sem standast vel tímans
tönn.
Ný viðhorf
Það sérstæða við tónlistarmynd-
Það er fjöllista- og hljómlistarmaðurinn David Byrne sem er á bak við Sannar sögur.
Sannar sögur
böndin er að þau byggjast á dálítið
öðrum grunni. Hér á ég við mynd-
bönd sem gerð eru til að kynna
ákveðin lög eða plötur og náð hafa
gífurlegum vinsældum eins og sést
best á því hve mikinn tíma þessir
dagskrárliðir taka hjá ríkissjón-
varpinu og ekki síst Stöð 2. Gott
myndband getur haldið uppi og
jafnvel gert vinsælt ekkert sérstakt
lag, þótt lagið eigi auðvitað að vera
undirstaðan. En myndbandatækn-
in gefur svo mikla möguleika að
sum myndböndin eru listaverk frá
kvikmyndafræðilegu sjónarmiði
þannig að tilgangurinn fyrir gerð
myndbandsins, þ.e. tónlistin, virð-
ist stundum gleymast.
Ákveðnar hljómsveitir hafa getið
sér gott orð fyrir skemmtileg og
frumleg tónlistarmyndbönd. Uppá-
hald margra eru myndbönd hljóm-
sveitarinnar Talking Heads sem
hafa unnið til margra verðlauna.
Höfuðpaurinn bak við þau er einn
hljómsveitarmeðlimurinn, David
Byrne. Hver man ekki eftir tónlist-
arbandinu um Roads To Nowhere
þar sem hinn hugmyndaauðugi
Byrne fór á kostum þegar hann dró
myndbandaformið út í ystu mörk
þess sem hægt var?
Sannar sögur
Miðað við þessar forsendur var
ekki ólíklegt að Byrne reyndi fyrir
sér sem kvikmyndagerðarmaður.
Hann fann að vísu smjörþefinn
1984 þegar hann ásamt Talking
Heads fékk bandaríska leikstjór-
ann Jonathan Demme til að hjálpa
sér við að gera kvikmyndina Stop
Making Sense sem var mynd um
tónleika hljómsveitarinnar. Teknir
voru upp þrennir tónleikar í des-
ember 1983. Voru þeir haldnir í
Hollywood með pomp og prakt og
síðan voru þeir klipptir saman í
eina mynd. Myndin hlaut mikið lof
en því miður hefur hún enn sem
komið er ekki fengið mikla dreif-
ingu enda ekki dreift gegnum neina
af þessum stóru dreifingaraðilum.
íslenskir kvikmyndahúsaeigendur
ættu nú að drífa í því að fá þessa
mynd til sýningar áður en lengra
líður frá frumsýningardegi hennar.
Það var svo í fyrra að Byme leik-
stýrði sinni fyrstu mynd í fullri
lengd. Það er myndin True Stories
en auk þess fór Byme með aðal-
hlutverkið og svo sá Talking Heads
um tónlistina. Myndinni hefur
hvarvetna verið vel tekið og telja
gagnrýnendur að, eins og í mynd-
böndunum, fari Byme hér á
kostum samtímis því að fylgja
ótroðnum slóðum í uppbyggingu
myndarinnar.
Sögumaður
Tme Stories er að flestu leyti
óvanaleg mynd. Myndin fjallar um
lítið þorp í Texas í Bandaríkjunum,
Virgil að nafni, og segir frá bygg-
ingarlist og fólkinu sem býr þar.
Aðspurður hefur Byrne gefið í skyn
að hann hafi verið mikið undir
áhrifum af tveim myndum og þar
með einnig stíl leikstjóra þeirra.
Fyrri myndin er Amarcord sem
sjálfur Fellini leikstýrði. Líkt og í
True Stories fjallaði Fellini í mynd
sinni um lítið, lokað samfélag sem
samanstóð af sérstæðu fólki og lífi
þess. Amarcord gerðist í strand-
borginni Rimini á Ítalíu meðan
Byrne lætur sína mynd gerast í
Virgil í Texasfylki. True Stories á
ef til vill meira sameiginlegt með
Nashville og leikstjóra hennar,
Robert Altman. Þeir Byme og Alt-
man byggja báðir myndir sinar upp
á sama máta, þ.e. mjög lauslegum
efnisþræði og óformlegri kvik-
myndatöku. Þetta gefur myndum
þeirra meiri raunsæisblæ, eins og
flestir samþykkja sem séð háfa
myndir Altmans, þótt allir hafi
ekki gaman af þeim.
í True Stories er David Byme,
íklæddur í kúrekastígvél að hætti
Texasbúa, sögumaður. Myndin
hefst á stuttu sögulegu ágripi frá
Texas og er það skreytt ljósmynd-
um og fréttamyndum frá fyrri
tímum. Spannar þessi söguskoðun
allt frá forsögulegum tímum til
1986 þegar Texasfylki átti 150 ára
afmæli.
Sérstæðar persónur
Gegnum sögumanninn em sögu-
persónur kynntar áhorfendum. Við
ferðumst fótgangandi eða akandi
milli staða þar sem við kynnumst
„tölvumanninum" Louis Fyne sem
er piparsveinn sem er að leita að
kvonfangi, „lygakvendinu", „fal-
legu konunni", rokksöngvaranum
Ramon og svo „letihaugnum“ sem
er kona sem liggur allan daginn
fyrir í rúminu sínu og horfir á sjón-
varp.
Sögumaðurinn gefur okkur
háðskar athugasemdir um flest
þetta fólk auk almennra athuga-
semda. Hann er þráðurinn sem
heldur öllum þessum einingum
saman svo þær myndi eina heild.
Sú þjóðfélagsmynd sem hann dreg-
ur upp er af fólki sem talar lítið
eða ekki saman, þar sem ekkert
gerist nema peningar séu í spilinu
og síðast en ekki síst að hamingjan
í lífinu sé að fá útrás í vöruhúsum
og vörumörkuðum með því að
kaupa alls kyns glingur sem enginn
þarfnast. Sem sagt hálfinnantómt
líf, a.m.k. séð frá menningarlegu
sjónarmiði.
Margir telja sig geta séð endur-
speglun á nútíma bandarísku
þjóðfélagi gegnum myndina. Það
er ekki vafi á að sum brotin í þess-
ari mynd eiga vel við lífið í mörgum
smáum bæjum í Bandaríkjunum,
ekki síst í Suðurríkjunum. Sérstak-
lega eiga vel við þau atriði sem
snúa að mikilvægi peninganna í
öllu sem gerist í Bandaríkjunum.
Hins vegar verður hver og einn að
skynja myndina eins og hann sér
hana og ekki síst eins og hann vill
sjá hana.
í eiginkonuleit
Eins og áður kom fram ganga
flestar söguhetjurnar í myndinni
undir gælunöfnum. Fáar persónur
fá éinhverja dýpt í umfjöllun
Byrne. Það er þá helst hinn góð-
hjartaði piparsveinn Louis Fyne
sem er í eiginkonuleit. I leit sinni
að hinni fullkomnu eiginkonu leit-
ar hann uppi flestar ógiftar konur
í Virgil. Það sem hann finnur eru
konur sem hafa engan tilgang í líf-
inu annan en að versla í vöruhús-
um og eru í stöðugri leit- að
eiginmanni sem er ríkur en gerir
jafnframt engar kröfur til þeirra.
I sinni örvæntingarfullu leit að
ástúð og umhyggju ásamt félags-
skap leitar Louis á náðir galdra-
læknis frá Afríku. Gegnum hans
vísindi kemst Louis í samband við
taugaveiklaða konu sem fer aldrei
fram úr rúminu sínu og lætur þjóna
sér annaðhvort með þjónum eða
Áhorfendur fylgjast með Byrne sem sögumannl sem labbar eða ekur um smábæinn Virgil i Texas.
vélum. Hún gengur undir gælu-
nafninu „letihaugurinn" en það
verður einmitt sú sem Louis giftist
í lokin.
Einnig er athyglisvert hvernig
Byrne dregur upp hinar neikvæðu
myndir af bandarísku þjóðfélagi.
Það endurspeglast töluvert í hlut-
verki Larry Culver sem er nokkurs
konar sjálfskipaður leiðtogi Virgil.
Hann hefur ekki talað beint við
konu sína í 35 ár en á sama tíma
er hann tilbúinn að tala við ein-
hvern ókunnugan mann, sem hann
þekkir ekki neitt, um fjárfestingar,
uppbyggingu byggðarlagsins o.s.
frv.
Nýttform
Sumir gagnrýnendur hafa tekið
svo sterkt til orða að Byme hafi
með True Stories tekist að skapa
nýtt kvikmyndaform. Hér hafi
hann með hugmyndafræði sinni,
sem endurspeglast í tónlistarmynd-
böndunum, náð einu skrefi lengra.
í raun hefur Byrne tekist að
skekkja dálítið þann frásagnar-
máta sem almenn kvikmyndagerð
byggist á og þannig bryddað upp á
nýju eða aðlöguðu myndformi.
Byrne byggir einnig gífurlega mik-
ið á myndrænni útfærslu þar sem
hann blandar, ekki ólíkt og Godd-
ard, saman ímynd, náttúrlegum
hljóðum, samtölum og tónlist. Eða
eins og Byrne hefur sagt: „Sögu-
þráðurinn er ekki annað en bragð
til að halda athygli þinni vakandi.
Hann opnar dyr og hleypir þér
þannig að sjálfri myndinni.“
Miðað við alla þá grósku, sem er
í tónlistarmyndbandagerð, verður
gaman að sjá hve mikil áhrif þessi
gerð kvikmynda mun hafa á al-
menna kvikmyndagerð í náinni
framtíð. Segja má að leikstjórar
eins og David Lynch og Adrian
Lyne hafi hlotið ákveðna þjálfun í
myndrænni uppbyggingu og túlk-
un við gerð þess konar mynda sem
endurspeglast f myndum þeirra
eins og Blue Velvet svo og 914
Weeks. Einnig hefur kvikmynda-
gerðarmaðurinn Sigurjón Sig-
hvatsson unnið að gerð tónlistar-
myndbanda erlendis og verður því
gaman að fylgjast með myndum
hans í framtíðinni. Hann hefur að
vísu eingöngu framleitt myndina
Einkarannsóknin, sem nú er sýnd
í Laugarásbíói, en ætla má að hann
haldi einnig áfram að leikstýra
myndum.
B.H.