Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Side 24
V élabrögð auglýsinganna
í auglýsingaflæði ókkar tíðar fer
mér eins og fleirum að ég loka fyr-
ir, legg á flótta, reyni að taka ekki
eftir, reyni að muna ekki ellegar
vita hvað það er sem verið er að
halda að mér. Og reyndar gerist ég
stundum svo forstokkaður, þegar
auglýsendur hafa gerst um of há-
værir, að ég kappkosta að kaupa
ekki varning sem er auglýstur um
of.
Kannski gildir í þessum efnum
það sama og þegar menn gerast of
háværir og belgingsmiklir í sam-
kvæmi, að maður hættir að hlusta,
vonar að þeir fari, eða reyni að
eygja undankomuleið fyrir sjálfan
sig.
Auglýsingar hafa tekið breyting-
um gegnum tíðina og aldrei verið
eins fyrirferðarmiklar og kostnað-
arsamar og nú. Áður þurfti ekki
að kosta eins miklu til þegar þurfti
að ná til fólks eða vekja á sér at-
hygli. í árdaga nútíma auglýsinga-
mennsku var eins og auglýsendur
NB,
J^twfoí ^íucfa @í
unDcrfaareSlLíumog
(SfóeamiKftt fya ofeí
öjfíaníf/ ma (taff j
9U\a ^ifmcnu / \
XIX. fíapttufa.
Fyrsta islenska auglysingin.
nálguðust væntanlega viðskipta-
vini (sem nú á dögum kallast í einu
orði markaður) af meiri hæversku
enda hefur trúlega ekki verið
þörf fyrir alla þá útsjónarsemi og
sniðugheit sem menn leitast nú við
að tileinka sér.
Auglýsingabókin
eftir dr. Símon Jóh. Ágústsson
fæst um þessar mundir á forlags-
markaði hjá Vöku-Helgafelli. Og
raunar er það sérkennileg reynsla
að rölta þar um milli borða og fletta
gömlum bókum, bæklingum og pés-
um, útgefnum snemma á öldinni,
hverfa aftur í tíðina, þegar fnaður
hélt að umræðuefni manna hefði
verið fyrra stríðið og gullgröftur-
inn í Öskuhlíðinni, og finna þá
vandað fræðirit um auglýsingar
eftir virtan prófessor. Mér vitan-
lega reyna auglýsingamenn okkar
daga ekki að skilgreina fræði sín
hver fyrir öðrum fræðilega - og
flestar nýjungar innfluttar.
Auglýsingabókin kom út árið
1947 en efnisatriði hennar byggjast
á minnispunktum höfundar úr fyr-
irlestraröð í sálarfræði sem hann
flutti veturinn 1941.
Fyrsta prentaða
auglýsingin á íslensku mun lik-
lega hafa komið út.árið 1694, segir
í riti dr. Símonar Jóhanns. Það ár
gaf Þórður Þorláksson, biskup í
Skálholti, út „Það andlega sigur-
verk“ og prentaði aftan á sigur-
verkið auglýsingu þar sem getið er
rímkveðskapar eftir hann.
Nú orðið dugir víst skammt að
laumast til að prenta upplýsingar
innan á titilblað bóka í von um
aukin viðskipti. Þess í stað gildir
að láta „markaðinn" rekast á aug-
lýsinguna á hverju götuhorni,
daglega, jafnvel vikum saman.
(lmprihiifetdir
ÁriS 1000 siqldi Lellur Eiríksson n-.ið monnum sínum til
Vinlands hins góða. helr voru vikum saman á leiðinni
og komust þangað ellir mikla hrakninga. Þella var í þá
daga. — Nú gelum vér boðið yður að lerðast til sama
lapds, — on með nútima hraða ca þ*,indum — Skip
vor oru óllum þeim kostum búin. sem nútima skip þurlu
að hafa. Skipshölr.in'or cinvabllð. sem ui þaulre/nt
hvað slómennsku, kurleisl og góða umgengni snerlir.
Fcrrýmip «.u rúmgóð. lollgóft og vistleg
SIDLINCIN ADEINS W DACA
EIMSKIPAFEL ÍSLANDS H/r
MILLI LÍNA
Gunnar Gunnarsson
Haraldur hafði sko vit á því að klæða karlmenn.
Kaffibætirinn er víst ekki lengur brúkaður.
Hur> wkkí «5 kViðot
ix<ou\<x þvj hún vetl hvar
1vj;t á cð kaupcf t»JU til rr.cs*ar
ins. Hún h*víur bcr;5 sctman vc-r
.urncrr c-g v-sríiiö i búSur.utr. uc
þess vegna ver/tlar hún í
KIDDABÚÐ
Húsmóðirin ei anægí
þegar hún fær gott í matinn
Enda segir dr. Símon: „Sálfræðing-
urinn Munsterberg rannsakaði
með tilraunum, hve áhrifamáttur
auglýsinga ykist við endurtekning-
una. Komst hann að eftirfarandi
niðurstöðu. Er hér miðað við at-
hyglisgildi heilsíðuauglýsingar,
sem talið er 100:
Athyglisgildi Vs síðu óendurtek-
innar auglýsingar 100.
Athyglisgildi Vi síðu tvítekinnar
auglýsingar 90,9.
Athyglisgildi !4 síðu fjórtekinnar
auglýsingar 148,9.
Athyglisgildi ’/ síðu átttekinnar
auglýsingar 133,3.
Athyglisgildi ’/ síðu tólftekinnar
auglýsingar 142,4.
Eftir þessu að dæma leiðir t.d.
fjórtekin íjórðungssíðuauglýsing
til talsvert betri árangurs en heil-
síðuauglýsing sem kemur aðeins
einu sinni.“
Auglýsingahönnuðir
fá í bók dr. Símonar ýmsar ráð-
leggingar til að hafa í huga við
starf sitt: „Umgerðin eykur athygl-
isgildi auglýsingarinnar. Er um
smáauglýsingar að ræða, er nauð-
synlegt að setja strik milli þeirra
til að greina þær skýrt hverja frá
annarri. Ef auglýsingarnar eru
ekki greindar vel að á einhvern
hátt, verður síðan öll eins konar
hrærigrautur, sem erfitt er að
botna í... Talið er að umgerð um
smáauglýsingu tvöfaldi athyglis-
gildi hennar. Ennfremur eru alls
konar umgerðir, hringar, sporöskj-
ur og örvar, oft höfð í auglýsingum
til að beina athygli manna að mik-
ilvægustu atriðum hennar...
Línur, örvar og myndir eru ekki
einungis notaðar í auglýsingum til
að stöðva augun og athyglina held-
ur og til að leiða augun og athyg-
'lina, benda þeim í ákveðna átt.
Augun fylgja ósjálfrátt hverri línu,
sem gefur hreyfingu í skyn. Við
horfum ósjálfrátt þangað, sem við
sjáum aðra horfa, hvort heldur sem
um lifandi menn er að ræða eða
myndir af þeim. Ef við sjáum ein-
hvern mann á götunni góna upp í
loftið, förum við oft að horfa í sömu
átt til að vita, hvað hann sér. Hið
sama gildir um myndina... “
Dr. Símon Jóhann hefur augljós-
lega gefið auglýsingum og auglýs-
ingafræðum síns tima góðan gaum
- og gerir t.d. skarpan mun á rök-
rænum auglýsingum og sefjandi -
og bendir raunar á hversu þessu
tvennu sé blandað saman og að
Nú er hún Kiddabúð stekkur, eða
hvað?
Óneitanlega er þessi auglýsing frá
Eimskip í þjóðlegum stíl - en
spurning hvort úr þessu hafi orðið
hópferð.
fæstar auglýsingar séu aðeins rök-
rænar.
„Rökræn auglýsing er fræðandi,"
segir hann. „Hún talar til skynsem-
innar: kostir vörunnar eru taldir
upp, henni er lýst ýtarlega, skyn-
samleg rök eru leidd að því, hvers
vegna menn eiga að kaupa hana.
Sefjandi auglýsing er aftur á móti
með stuttum texta, en stórri
mynd...“
Dr. Símon Jóhann hefur svo
skreytt bók sína með nokkrum ís-
lenskum auglýsingum - sem við
leyfum að fljóta hér með og tökum
ekkert gjald fyrir, enda fyrirtækin
víst flest dottin upp fyrir.
GG.