Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1987, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987. Fréttir Bjarni Júliusson og Friðrik Sigurðsson í TölvuMyndum. 1 ÁJ Kosningasjónvarp Stöðvar 2: Öll tiltæk gögn notuð í grunnspá Þeir sem gátu fylgst með kosninga- sjónvarpinu í stöðvunum báðum, ríkissjónvarpinu og Stöð 2, tóku fljót- lega eftir því að tölvuvinnslan á Stöð 2 var mun líflegri og hraðvirkari, og spár þeirra framan af þar að auki ná- kvæmari. Það voru TölvuMyndir hf. sem önnuðust tölvuvinnsluna fyrir Stöð 2 og notuðu m.a. tæki sem gerði þeim kleift að setja tölvu sína beint í útsendingu í stað þess að vera með myndavél við tölvuskjáinn eins og í ríkissjónvarpinu. „Við keyptum þetta tæki sérstaklega fyrir kosningasjónvarpið og er það hið eina sinnar tegundar á landinu,“ sögðu þeir Friðrik Sigurðsson og Bjami Júlíusson, eigendur Tölvu- Mynda hf., í samtali við DV er við ræddum við þá um kosningasjónvarp- ið og undirbúningsvinnuna fyrir það. í máli þeirra félaga kom fram að undirbúningur að kosningasjónvarp- inu hefði hafist strax í nóvember en aðaltömin byrjað um mánaðamótin febrúar/mars og fjárfestu þeir í IBM-Rt tölvu fyrir verkefhið. Aðspurðir af hveiju þeir hefðu verið með nákvæmari spá framan af sögðu Friðrik og Bjami að þeir hefðu notað öll tiltæk gögn í gmnnspá sína, þar á meðal skoðanakannanir DV sem reynst hefðu mjög nákvæmar hvað varðaði Reykjavík og Reykjanes. Þessi gmnnspá var síðan notuð til gmndvallar þeim tölum sem bámst úr hinum mismunandi kjördæmum eftir því sem leið á nóttina. TölvuMyndir em ungt fyrirtæki, aðeins um hálfs árs gamalt. Aður en þeir stofnuðu það vann Friðrik sem fræðslustjóri hjá Stjórnunarfélaginu og Bjami í Fjárlaga- og hagsýslustofn- un en hann er orðinn nokkuð sjóaður í kosningasjónvarpi, þetta vom flórðu kosningarnar sem hann vinnur við tölvuvinnslu í. Fyrirtækið er „ ... almennt hugbúnaðarhús með sér- hæfingu í myndrænni íramsetningu á efhi frá viðskiptavinum..svo notuð séu orð þeirra sjálfra og ætti tækið, sem að framan greinir, að koma í góð- ar þarfir. Alls vinna fimm manns í fyrirtækinu nú, allir háskólamenntað- ir. Auk þeirra tveggja em það Skúli Jóhannesson, Sveinn Baldursson og Gunnar Hall. -FRI Nýja flugstöðin: Úigangi úr farþeg- um ekið út í móa? „Þetta er forkastanlegt ef satt er. Við erum að vinna í málinu og hafi þetta gerst gerist það ekki aftur,“ sagði Jóhann Sveinsson, heilbrigðis- fulltrúi á Suðurnesjum, um rann- sókn er hann og félagar hans vinna nú að í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Gmnur leikur á að flugvallar- starfsmenn hafi ekið úrgangi úr flugfarþegum út i móa á Miðnes- heiði. Aðstaða til losunar úrgangs úr flugvélasalemum er enn ekki til staðar í nýju flugstöðinni og verður því að aka honum sex kílómetra leið í gömlu flugstöðina og losa þar í sérstaka þró. Er það hald manna að miklar anpir við afgreiðslu flugvéla undanfarna daga hafi valdið því að úrgangnum var ekið skemmri leið út í heiðina. Starfsmenn nýju flugstöðvarinnar hafa ekki viljað kannast við að sal- emistankar flugvéla hafi verið tæmdir með þeim hætti er hér hefur verið lýst en rannsókn heilbrigðis- fulltrúanna heldur áfram. -EIR Ur nýju flugstöðinni á Keflavikurflugvelli. Hæstiréttur. Dóms að vænta í útvaipsmálum Málflutningi i svokölluðum „út- varpsmálum" er nú lokið fyrir Hæstarétti og er dóms að vænta á næstunni. Sem kunnugt er af fréttum vom þrír aðilir dæmdir til mismun- andi hárra sekta fyrir héraðsdómi vegna ólöglegs útvarpsrekstrar í BSRB-verkfallinu árið 1984. Málin, sem flutt vom fyrir Hæsta- rétti, em ákæmvaldið gegn forsvars- mönnum Fréttaútvarpsins, Fijálsa útvarpsins og útvarps þess á ísafirði sem Vestfirska fréttablaðið og Póllinn stóðu saman að. Ákæmvaldið krefst þyngri refsinga en forsvarsmenn út- varpsstöðvanna krefjast sýknu fyrir Hæstarétti. Eins og áður segir voru þessir aðilar dæmdir í misháar sektir á sínum tíma, hæstu' sektimar fengu forsvarsmenn Fréttaútvarpsins, eða 25.000 krónur hver, forsvarsmenn Fijálsa útvarpsins fengu 20.000 króna sekt hver og þeir sem stóðu að útvarpinu á ísafirði fengu 5000 króna sekt en það starfaði í stystan tíma, aðeins tvo daga. -FRI í dag mælir Dagfari Alþingiskosningamar á laugar- daginn em um margt athyglisverðar. Af þeim má draga margvíslegan lær- dóm fyrir þá sem vilja stúdera pólitík og koma sér áfram í henni. Það er nefnilega ekki allt rétt sem stendur í bókunum um það hvemig eigi að ná árangri í stjómmálum. Fræðin em eitt en fylgið annað. Það hefur rækilega sannast í þessum tíma- mótakosningum. Tökum til að mynda Sjálfstæðis- flokkinn, stóran og sterkan fyrir þessar kosningar. Hann hefur gert skurk í efnahagsmálunum og kveðið verðbólguna í kút. Hann hefur skipt um formann og forystu. Hann hefur framkvæmt hreingemingu í nafni siðbótarinnar í eigin röðum. Þetta er slæmt í pólitík. Þetta er bókstaf- lega heimskulegt í pólitík ef menn ætla að ná árangri í kosningum enda hefur íhaldið aldrei fengið lélegri kosningu en einmitt eftir að hann fór í siðvæðingarherferðina. Alþýðubandalagið datt í þá gryfju að segjast vera það sem það er. Alla- ballar auglýstu ákaft undir lokin að þeir væm vinstri flokkur. Eini vinstri flokkurinn, sögðu þeir. Þetta vom mikil mistök. Flokkar eiga aldrei að segjast vera það sem þeir em. Alþýðubandalagið féll á eigin Kosnmgasigrar bragði. Kjósendur hafa auðvitað engan áhuga á vinstri flokki sem segist vera vinstri flokkur. Sérstak- lega þegar ljóst er að kjósendur eru ekki lengur til hægri eða vinstri. Þeir em þverpólitískir og ef unnt er að skilgreina þá með einhverjum hætti þá er það samkvæmt þeim aðferðum sem Dagfari hefur áður bent á. Það er að segja að f pólitík gildir að vera ekki pólitískur. Helst að hafa enga skoðun. Eða þá að átta sig á því hvort maður pissar stand- andi eða sitjandi. Sjáið þið konurnar. Þær vinna stórkostlegan kosningasigur af því einu að þær pissa sitjandi. Atkvæði þeirra og kjósenda þeirra ræðst af þessu einfalda náttúrulögmáli. Og jafhvel þótt þær geri kröfu til þess að fá að pissa eins og karlmenn í anda jafhréttisins þá er það tómt píp. Þetta vita þær ósköp vel. Póli- tískt líf þeirra byggist að sjálfsögðu á því gmndvallarlögmáli að þær pissa með öðrum hætti heldur en karlar. í því felst þeirra kosningasig- ur. Sjáið Borgaraflokkinn. Hann teflir fram frambjóðendum sem aldrei hafa nálægt pólitík komið. Guðmundur Ágústsson, sem nú er orðinn tólfti þingmaður Reykvíkinga, veit alls ekki hvort hann er til hægri eða vinstri. jHann þurfti aldrei að halda ræðu í kosningabaráttunni. Hann heldur skoðunum sínum fullkomlega leyndum. Þannig nær hann árangri. Hann spilar bridge við ættingja Al- berts og hefur lært að halda tromp- unum á hendinni eins og lengi og mögulegt er. Það er hans galdur. Það er hans töfralykill að framanum í pólitíkinni. Jón Baldvin er búinn að þeysa um allt landið mörgum sinnum og boða breytingar í pólitíkinni. Hann hefur skoðanir á hveijum fingri. Hann er uppfullur af pólitík. Jón Baldvin má líka þakka fyrir að hafa náð kosn- ingu. Rétt drattaðist inn sem uppbótarþingmaður af því að hann er svo vitlaus að vera að skipta sér af pólitík áður en hann fer á þing. Það ætti ekki nokkur maður að gera. Albert Guðmundsson hefur ekki haldið margar ræður um dagana. Það eina sem hann segir er að póli- tíkin eigi að vera mild. Hann segist að vísu vera sjálfstæðismaður en býður sig alls ekki fram í nafni Sjálf- stæðisflokksins sem sannar að það borgar sig ekki að vera í framboði fyrir þann flokk sem hefur sömu stefnu og maður sjálfur. Albert lamdi ljósmyndarann. Hann neitar að mæta í sjónvarpssal hjá Stöð tvö sem vill ekki auglýsa fyrir hann. Hann hefur að vísu verið að skipta sér af pólitík, sem er vafa- samt fyrir pólitíkusa, en honum varð það hins vegar til happs að gleyma að telja fram til skatts. Það bjargaði Albert og skilaði honum og sex öðr- um mönnum inn á þing. I lærðum stjómmálafræðum er þess hvergi getið að meint skattsvik séu aðferð til að fella ríkisstjóm og stofha stjómmálaflokk. En þetta sannaðist í kosningunum á laugardaginn vegna þess að pólitík er ekki pólitík heldur hitt að stunda ekki pólitík. Sérstaklega ef maður ætlar að ná árangri. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.