Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1987, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987. 5 Stjómmál „Þú ert ódrepandi, Egiil minn.“ Þorvaldur Garðar Kristjánsson heilsar Agli Jónssyni í þingflokki sjálfstæöismanna. Þar mætti Egill heill úr þriðju helförinni í þingkosningum á Austurlandi. Núna voru ekki nema 50 atkvæði eftir þegar Sverrir Hermannsson var kominn inn og samt slapp Egill á þing. „Það dugir líklega ekkert annað en að meina þér þingmennsku i stjórnar- skránni,“ sögðu þeir á þingflokksfundinum. Birgir ísleifur Gunnarsson og Friðrik Sophusson voru jafnsposkir og aðrir yfir þessu öllu saman. DV-mynd GVA Sjálfstæðisflokkurinn með miðstjómarfund í dag: Ekki tekið undir afsögn Þorsteins Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins tók ekki undir bollaleggingar Þor- steins Pálssonar í gær um að hann hyrfi úr foiystu flokksins eftir úrslit þingkosninganna. Honum var þvert á móti falið áð hefja viðræður við aðra flokka um myndun nýrrar ríkisstjóm- ar eftir því sem tilefai kynnu að gefast til. Miðstjóm flokksins kemur saman til fundar í dag. Þingflokkurinn, sem nú telur 18 manns í stað 23 fyrir kosningar, endur- kaus forystu sína. Ólafur G. Einarsson er formaður, Halldór Blöndal vara- formaður og Birgir Isleifur Gunnars- son ritari. Þá vom þrír endurkosnir í miðstjóm, þeir Matthías A. Mathies- en, Matthías Bjamason og Salóme Þorkelsdóttir. Tveir nýir vom kosnir í miðstjómina, þeir Birgir ísleifur Gunnarsson og Pálmi Jónsson. Þeir koma í stað Péturs Sigurðssonar og Alberts Guðmundssonar sem horfnir em úr þingflokknum. Flokksráð, sem skipað er íjölda full- trúa af öllu landinu, kemur saman þegar líður að stjómarmyndun, hvort sem Sjálfstæðisflokkurinn verður í stjóm eða ekki. „Við tökum þetta rólega," sagði Ól- afur G. Einarsson í morgun, „þetta verður svona kunningjaspjall næstu dagana. Ég geri ekki ráð fyrir að það verði mynduð nein ríkisstjóm án erf- iðra fæðingarhríða og það er ekkert komið að þeim.“ -HERB Skoðanakannanir stóðust mjög vel - munurinn aðeins rúmt prósentustig á flokk Skoðanakannanirnar fyrir kosn- ingarnar stóðust mjög vel. Þetta sést þegar niðurstöður þeirra eru bornar saman við úrslit kosning- anna.Munurinn á könnununum og úrslitunum var aðeins frá einu pró- sentustigi upp i 1,8 prósentustig að meðaltali á flokk. Þetta mundi hvarvetna þykja gott. Skekkju- mörk í skoðanakönnunum sem þessum em á bilinu 2,5-3,5 pró- sentustig á flokk samkvæmt reikningsformúlum. Enginn getur ætlast til þess, að skoðanakannanir gefi fullkomna mynd af úrslitum. Hlutirnir eru að breytast til síðustu stundar. Margir hafa verið óá- kveðnir í skoðanakönnunum nokkra daga fyrir kosningar. Hlut- föllin breytast eitthvað, þegar þeir koma að kjörborðinu. Flokksfor- ingjar halda áfram fundum. Hringborðsumræður í sjónvarpi hafa mikil áhrif síðasta daginn. Einhver smölun er eftir. Því verður að segja, að það þyki gott hvar sem er, þegar einungis munar rúmu prósentustigi að meðaltali á flokk milli könnunar og kosninga. Niðurstöður urðu þær, að hjá DV munaði um 1,2 prósentustigi á flokk að meðaltali milli könnunar og kosninga. Hjá Félagsvísinda- stofnun Háskólans munaði um einu prósentustigi. Hjá Helgar- póstinum munaði um 1,2 prósentu- stigum og hjá Hagvangi munaði um 1,8 prósentustigum. Allt eru þetta viðunandi niðurstöður fyrir þá, sem að standa. Félagsvisinda- stofnun reyndi að skipta hinum óákveðnu og lækkaði með því hlut- fallslegt fylgi Sjálfstæðisflokksins nokkuð, þar sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur reynst eiga minna meðal hinna óákveðnu en þeirra, sem ákveðnir hafa verið í könnun- um. En munurinn á mismun hjá stofnuninni og mismun hjá DV er aðeins 0,2 prósentustig á flokk. Þetta eru vissulega marktækar skoðanakannanir. Skoðanakannanirnar sögðu í stórum dráttum, hvað gerast mundi í kosningunum. Þær sögðu nokk- urn veginn nákvæmlega, hversu mikið fylgi Borgaraflokkurinn fengi, svo og smáflokkarnir. Þær sögðu, að Sjálfstæðisflokkurinn mundi tapa miklu og Alþýðu- bandalagið tapa miklu. Þær sögðu, að Alþýðuflokkurinn mundi vinna mikið á, svo og Kvennalistinn. Skoðanakananimar sögðu, að Framsókn væri að ná sér á strik síðustu vikurnar eftir mikla lægð. -HH Byggingavindur Eigum nú fyrirliggjandi GEDA STAR 150 byggingavindur. Lyftigeta 150 kg. Margs konar aukabúnaður er einnig fyrirliggjandi. Fallar hf. Vesturvör 7 200 Kópavogi. Símar 42322 - 641020. Sfjómannyndun: Ekki enn verið rætt við okkur - segir Albert Guðmundsson „Ég er alls ekki viss um að það henti Borgaraflokknum að fara í ríkisstjóm nú,“ sagði Albert Guðmundsson þegar DV spurði um afstöðu hans til hugsan- legra stjómarmyndunarviðræðna. „Mér skilst að einhverjar þreifingar séu hafnar milli formanna flokkanna þrátt fyrir að forseti sé ekki búinn að fela neinum stjómarmyndun. Við okk- ur hefur ekki verið rætt enn og við munum örugglega fara rólega í slíkar viðræður," sagði Albert. „í ríkissjóði er falið sprengiefni. Sprengiefiii í formi halla sem gæti far- ið í 5 milljarða kr. Það er ekki víst að það sé einhver hagur fyrir okkur að taka þátt í ríkisstjóm sem þarf að glíma við þennan gamla halla. Hugs- anlega er það okkar hlutverk að vera í stjómarandstöðu. Við þurfum að skipuleggja flokkinn. Hann varð til á skömmum tíma svo við verðum nú að reyna að treysta undirstöðumar. Því held ég að það sé ekki tímabært á þessu augnabliki að tala um stjóm- armyndun,“ sagði Albert að lokum. -ES ri Jeep n Jeep EGILL VILHJÁLMSSON h/f VINSAMLEGAST ATHUGIÐ Vegna mikilla anna hjá AMC verksmiðjunum hafa þær tilkynnt okkur að staðfesta þurfi pantanir á hinum vinsælu Cherokee og Wagoneer bifreiðum fyrir 1. maí nk. Afgreiðslufresturinn lengist verulega eftir 1. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 95. tölublað (28.04.1987)
https://timarit.is/issue/191110

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

95. tölublað (28.04.1987)

Aðgerðir: