Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1987, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987. Sviðsljós Ólyginn sagði... Telly Savalas er ennþá í sjöunda himni yfir nýj- asta afkvæminu. Sú stutta heitir Ariana, fæddist í byrjun ársins og er snöggtum hárprúðari en faðir hennar. Fyrir átti karlinn upp- komna dóttur og tveggja ára son en yngsta barnið stendur hjarta hans næst. Telly er sagður fjöl- skyldufaðir af gamla skólanum en þó sinnir hann börnum sínum af meiri áhuga en gengur og gerist með jafnaldrana. Rock Hudson og Liberace voru elskendur á ár- unum í kringum fimmtíu ef marka má nýútkomið bókarkorn vestra. Síðari elskhugar Rocks hafa reynt að þræta fyrir fréttirnar og segjast þess fullvissir að Rock hefði ein- hvern tímann lekið þessum upplýsingum ef réttar væru. En bókarhöfundur lætur ekki deigan síga þrátt fyrir tortryggni margra lesenda - hann segist hafa þetta beint eftir Rock á síðustu mánuð- unum fyrir andlátið og hafi þessir atburðir átt sér stað þegar Rock var óþekktur í Hollívúdd en Liber- ace hins vegar orðinn stjarna. Þeir hafi gætt þess vandlega þæði þá og síðar að ekkert fréttist - meðal annars með því að heilsast rétt til málamynda á almannafæri og sá siður entist þeim báðum til æviloka. Debra Winger er komin sjö mánuði á leið að sínu fyrsta barni. Hún hefur lítið sést á ferli en fór um daginn í bæjarferð í Los Angeles til þess að kaupa sér loftkælingartæki. Sem kunn- ugt er féll kappinn Robert Redford marflatur fyrir Debru eftir eitt lengsta hjónaband sem vitað er um í Hollívúdd og var karli hent úr heimahúsum fyrir vikið. Nú mun Robert kominn með tærnar rétt inn fyrir dyrakarminn hjá sinni ástkæru eiginkonu og sú hressa Debra komin með nýjan karl og verðandi krakkakríli upp á arminn. -■■■;■.'.■■■■: Fararstjórnin sem sá um framkvæmdahliðina fyrir fjörutíu árum - Vilbergur Júlíusson, Páll Gíslason og Hermann Ragnar Stefánsson. Björn Björnsson ásamt eiginkonu sinni, Jónu Finnbogadóttur. Fyrir skömmu komu saman í Víkingasalnum á Hótel Loftleiðum þrælhressir kappar sem áttu saman góðar stundir fyrir réttum fjörutíu árum. Þessir fyrrum og jafnvel núverandi - skátar fóru til Frakk- lands á skátamót og dvöldu þar í góðu yfirlæti i héraðinu Mondial í Norður-Frakklandi. Um eitt hundr- að manns mættu til leiks núna - margir með makann upp á arminn- og komu þeir hvaðanæva af landinu. Akureyri, Isafjörður, Keflavík og Vestmannaeyjar áttu sína fulltrúa ásamt höfuðborgarsvæðinu og öðr- um smærri stöðum. Sumir höfðu ekki sést aftur öll þessi fjörutíu ár og urðu þar fagnað- arfundir. Skemmtunin þótti takast mjög vel og hefur nú þegar verið ákveðin Frakklandsferð hin síðari. Farið verður í lok ágústmánaðar, dvalið í Parísarborg en gamlar slóðir í Mondial sóttar heim. Að þessu sinni taka makarnir einnig þátt í ævin- týraferðinni. Makarnir María Eyjólfsdóttir, Valgerður Magnúsdóttir og Unnur Arngríms dóttir með Frakklandsfarann Þórarin Guðmundsson á milli sín. Hjónin Guðmundur G. Pétursson og Kristjana Gunnarsdóttir. Reifabörn í Rússíá Það er víst eins gott fyrir sovéska borgara að venjast hömlum frá blautu barnsbeini. Þessi nýfæddu kríli komu í heiminn í Tadzhikistan þar sem enn er til siðs að vefja börn reifum því hald manna er að það dragi úr gráti þeirra eftir mjúku móðurbrjóstinu. Og sem sjá má er mannfjölgunin í aldeilis al- veg ágætu gengi þama austur frá og dúðarnir ekki sparaðir á smá- vaxna kroppana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.