Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1987, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1987, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987. 29 tgff! . Simamynd Reuter Tíska: Krókó- hattur r a ströndina Tískan fæðist ekki eingöngu á teikniborðum meistaranna heldur einnig manna á meðal - úti um stræti, strendur og torg. David Dai- ley frá Bloomfíeld telur krókódíls- kjaft það eina rétta höfuðfat þegar sólin skín sem skærast og með uppá- haldshattinn á höfðinu mætti karl til leiks á New Orleans Jazz & He- ritage hátiðina í New Orleans. Bæði maður og hattur brostu sínu blíðasta og vöktu einlæga athygli annarra hljómleikagesta á ströndinni. Blíðan í Brussel PasKarmr naia verio meo eindæmum góðir á meginlandinu og hitinn i Brussel dró metfjölda af borgarbúum o ferðamönnum út á stræti og torg. Hin tuttugu og átta ára gamla Anne Van Acker kældi sig í úðanum frá gos brunnunum á Place de L’Albertin og var þá stundina hæstánægð með lifið og tilveruna. Símamynd Reuter. Páskamáltíð hrægammaima á Bahia Hrægammarnir á brasilísku ströndinni Bahia héldu hérlega veislu nú um páskana. Um það bil eitt þúsund hvalir syntu á land og luku ævidögunum sem stórsteik hinna fiðruðu sorphreinsunarmanna strandarinnar. Ekki er getiö um viðbrögð Sea Shepherd við athæfinu. Símamynd Reuter unnar Bomban Dolly Partón er orðin mjó sem þvengur eftir að hafa skafið af eigin skrokki ein tutt- ugu og þrjú kíló á einu bretti. „Það er dásamlegt að fólk skuli núna tala meira um mittismál mitt en brjóstmálið," segir sú hamingjusama Dolly. Á meðfylgj- andi Reutermynd stillir ljóskan sér upp í níðþröngum teygjubux- um með zeromynstri og brosir út í bæði - alsæl með sina nýju skrokkskjóðu. Mittismál Parton- ljósk- Sviðsljós Ólyginn sagði... Kevin McEnroe mun eignast systkini í lok ágúst- mánaðar og þá ætlar hans frægi faðir - John McEnroe - að helga sig heimilishaldi og barnauppeldi. Þetta er víst ráðstöfun sem miðar að því að gera Tatum O'Neal kleift að taka upp aftur leikferilinn og eru ýmsir með efasemdir um ágæti þessara framtíðaráforma. Sá stutti Kevin hefur lítið látið frá sér fara um málið ennþá en þess verður vart langt að biða, hann á eina skapmestu foreldra sem um getur á jarðarkringlunni og hafi eplið fallið í nálægð eikarinnar heyrist eitthvað úr því horninu von bráðar. og Arne Næss verða foreldrar al- veg á þessu ári. Bæði eiga þau þrjú börn fyrir í fyrri hjónaböndum og þvi er þetta sjöunda stykkið sem bætist við núna i október. Það verða varla umtalsverðir fjár- hagserfiðleikar þótt einn munnur bætist í hópinn og engin vand- ræði fyrirsjáanleg með vöggu- vísnasönginn. Diana hefur tekið að sér raulið nokkur fyrstu árin en margmilljónarinn Arne mun sjá um fjárhagshliðina. Það verður allt eins og á jóladaginn í þeim herbúðunum á næstu mánuðum og árum. Margrét Þórhildur Danadrottning er ekki einungis fær þjóðhöfðingi og fimur teiknari. Hún stjórnar heimilisbókhaldinu með harðri hendi og færir inn hvern aur og hverja krónu sem inn og út úr þeim reikningi veltur. Þegar vara- sjóðurinn fer að skreppa saman skrúfar Margrét fyrir allt bruðl í allangan tíma og þora herrarnir þrir, sem hún hefur á heimili, hvorki að æmta né skræmta þegar sparnaðarkast kemur yfir kerlu. Kunnugir segja járnfrúna bresku hreinasta gæludýr miðað við þann danska þjóðhöfðingja sem tekur öllum öðrum fram þegar harðstjórnin á heimavelli er ann- ars vegar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.