Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1987, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1987, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987. I J.lrkJ, Friðrik A. Jónsson h.f. Skipholti 7, Reykjavik, Simar 14135 — 14340. Andlát PORSA álkerfi frá Háborg býður upp á ótrúlega fjöl- breytta notkun. Getum smíðað margs konar innréttingar úr álprófflum, allt frá litlum video- og tölvuborð- um til stærri verslunarinnrétt- inga. Skoðaðu möguleikana og verðið, það kemur á óvart. Heildsala - smásala á álprófíl- um. Háborg: Skútuvogi 4 simi 82140 Guðmundur Magnússon verk- fræðingur lést 14. apríl sl. Hann fæddist í Grindavík 28. september 1927, sonur hjónanna Magnúsar Guðmundssonar og Sigríðar Daní- elsdóttur. Að loknu stúdentsprófi hóf Guðmundur nám í byggingarverk- fræði við Háskóla íslands og síðar við Darunarks Tekniske Högskole, en þaðan tók hann verkfræðipróf 1953. Að námi loknu hóf hann störf hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen og vann þar til 1960. Árið 1962 stofnaði hann eigin verkfræði- stofu sem hann starfrækti til dauða- dags. Eftirlifandi eiginkona hans er Margrét R. Tómasdóttir. Þeim hjón- um varð fimm barna auðið. Útför Guðmundar verður gerð frá Dóm- kirkjunni í dag kl. 15. Sigurður ögmundsson frá Litla- Landi andaðist á heimili sínu, Mið- túni 5, Selfossi, laugardaginn 25. apríl. Böðvar L. Hauksson viðskipta- fræðingur lést 19. apríl sl. Hann fæddist 11. október 1946, sonur hjón- anna Láru Böðvarsdóttur og Hauks Eggertssonar. Böðvar varð við- skiptafræðingur frá Háskóla íslands 1972. Hann vann undanfarin ár hjá Landsbanka Islands, síðast sem framkvæmdastjóri Útflutningslána- sjóðs. Eftirlifandi eiginkona hans er Ása Guðmundsdóttir. Þau eignuðust einn son. Útför Böðvars verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Gunnar Ásgeirsson frá Fögru- brekku, til heimilis á Dvalarheimil- inu Höfða, lést í Fjórðungssjúkra- húsinu Akranesi aðfaranótt 25. apríl. Lovísa Kristín Pálsdóttir, Háholti 17, Akranesi, lést í Borgarspítalan- um 26. apríl. Guðrún Guðmundsdóttir, Dyn- skógum 7, Hveragerði, andaðist á páskadag í Borgarspítalanum. Útför hennar fer fram frá Hveragerðis- kirkju laugardaginn 2. maí kl. 14. Jarðsett verður á Kotströnd. RS 8000 - allar rásir - tvöföld hlustun - 1 og 25 vött hagstætt verð Nauðungaruppboð á fasteigninni Bíldshöfða 16, hluta, þingl. eigandi Steintak hf., fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, fimmtud. 30. apríl '87 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru Baldur Guðlaugsson hrl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Ólafur Garðarsson hdl., Eggert B. Ólafsson hdl., Klemens Eggertsson hdl., Sigurmar Albertsson hrl. og Helgi V. Jónsson hrl. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Urriðakvísl 23, þingl. eigandi Sigurður Guðnason, fer fram í dómsal emþættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, fimmtud. 30. apríl '87 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru Ólafur Axelsson hrl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. __________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik, Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Birtingakvísl 24, tal. eigandi Jóhann Ingimund- arson, fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, fimmtud. 30. apríl '87 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru Sigurður G. Guðjónsson hdl., Gjaldheimtan í Reykjavík, sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og Skarp- héðinn Þórisson hrl. ______________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Laxakvísl 19, 1 .hæð t.v., þingl. eigandi Þjóðólfur Gunnarsson, fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, fimmtud. 30. apríl '87 kl. 15.45. Uppboðsbeiðandi er Guðjón Ármann Jónsson hdl. ____Borgarfógetaembættið í Reykjavík, í gærkvöldi DV Silja Aðalsteinsdóttir ritstjóri: „Tékkneska myndin verulega vímð“ Fjölmiðlarnir gera sér mat úr kosningunum eins og kannski er eðlilegt en ég var samt þreytt á því hvernig útvarp og sjónvarp bjuggu til fréttir um það í gervallan gær- dag hver fengi hugsanlega fyrstur umboð til stjórnarmyndunar. Af hverju bíða menn ekki rólegir þessa fáu daga þangað til Vigdís' kveður upp úr um þetta? Ég hlusta lítið á útvarp fyrr en á kvöldfréttir á rás 1. Sjónvarpsfrétt- ir reyni ég að forðast, þær eru svo stressaðar. Þó horfði ég á drjúgan part af fréttum á báðum sjónvarps- stöðvum í gær fyrir DV. Þær voru stressaðar. Ætli það stafi ekki með- fram af því að textavélin fyrir framan véhna ræni þá eðlilegum höfuðhreyfingum við upplestur, veldur ýmsum óeðlilegum rykkjum og hnykkjum í staðinn? Edda og Ingvi Hrafn rótuðu óstyrk í blöðum sínum í lokin og ég neyddist til að strauja þvott til að slappa af. Já, forsætisráðherra var herlegt grín. Sjónvarpsleikritið var tékkneskt. Ef ég hef einhverja reglu á sjón- varpsglápi mínu (það heitir víst Silja Aðalsteinsdóttir. „áhorf ‘ á nýmáli), þá er hún sú að sjá helst allt efni sem ekki er á ensku. Að vísu fær maður þó að sjá ýmsa verulega víraða hluti, eins og bömin mín segja, en þeir koma manni þó á óvart. Myndin Á refil- stigum var óvænt, mér fannst um hríð að ég væri aftur sextán að horfa á Syndir feðranna. Tékk- neski strákurinn var ekki eins grípandi og James Dean en hann var agalega sætur, stelpan var betri en Nathalie Wood og þau voru svo ung og svo viðkvæm bak við töff- heitin. Þeir trúa ennþá á ástina í Tékkó en dauðinn sigraði samt að lokum. Það seinasta sem drengur- inn sagði var „Kveiktu í fyrir mér“ síðasta bón hinnar sönnu hetju en þá sígarettu gat hann aldrei reykt. Má ég svo enda þetta með frómri bón um meiri Derrick. Arndís Finnbogadóttir, Kvisthaga 10, Reykjavík, andaðist að heimili sínu föstudaginn 2. apríl sl. Elín Sigurjónsdóttir, Garðvangi, Garði, lést í Landakotsspítala 26. apríl. Gunnar Þórir Halldórsson lést aðfaranótt 27. apríl. Edith Thorberg Jónsson, Sólvalla- götu 39, lést á Reykjalundi, Mosfells- sveit, laugardaginn 25. apríl. Sigurður Ármann Magnússon lést þann 24. apríl sl. Dýri Baldursson rennismiður, Brúnastekk 9, Reykjavík, verður jarðsunginn miðvikudaginn 29. apríl fi-á Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 13.30. Valgerður Hallgrímsdóttir Kröy- er, Norðurbrún 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju fimmtudag- inn 30. apríl kl. 13.30. Jarðarför Sesselju Konráðsdóttur frá Stykkishólmi fer fram frá Dóm- kirkjunni fimmtudaginn 30. apríl kl. 13.30. Útför Jennýar Stefánsdóttur, Austurbrún 4, verður gerð frá Ás- kirkju miðvikudaginn 29. apríl kl. 13.30. Þórarinn Gísli Jónsson, Mosa- barði 9, Hafnarfirði, sem lést 24. apríl sl., verður jarðsunginn frá Hafnar- íjarðarkirkju fimmtudaginn 30. apríl kl. 15. Guðrún Oddsdóttir, Bræðraborg- arstíg 53, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju 29. apríl kl. 15. Útför Stefáns Pjeturssonar, fyrr- um þjóðskjalavarðar, sem lést 19. þ.m., hefir farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Tilkyimingar Minningarkort Áskirkju Minningarkort Áskirkju hafa eftirtaldir aðilar til sölu: Þuríður Ágústsdóttir, Aust- urbrún 37, sími 681742. Guðrún Jónsdóttir, Kleifarvegi 5, sími 681984. Ragna Jóns- dóttir, Kambsvegi 17, sími 82775. Holtsapótek, Langholtsvegi 84. Þjónustu- íbúðir aldraðra, Dalbraut 27. Verslunin Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27 og Helena Halldórsdóttir, Norðurbrún 1. Þá gefst þeim sem ekki eiga heimangengt kostur á að hringja í Áskirkju, sími 84035, milli kl. 17 og 19 á daginn og mun kirkjuvörður annast sendingu minningarkorta fyrir þá sem þess óska. Minningartónleikar um Jean- Pierre Jacquillat Á fímmtudagskvöldið 30. apríl kl. 20.30 verða haldnir í Bústaðakirkju tónleikar til minningar um Jean-Pieere Jacquillat, fyrrum hljómsveitarstjóra Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. Á efnisskrá verða verk eftir franska höfunda, Debussy, Franck og Messiaen, auk verka eftir Beethoven og Schumann. Flytjendur verða Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari, Einar Jóhannesson klarínettuleikari, Martin Berkofsky píanóleikari og Anna Málfríður Sigurðar- dóttir píanóleikari. Allur ágóði af tónleik- unum rennur til byggingar Tónlistarhúss á íslandi. Kammermúsíkklúbburinn Sjöttu tónleikar á starfsárinu 1986-1987 verða haldnir miðvikudaginn 29. apríl kl. 20.30 í Bústaðakirkju. Flytjendur verða Márkl-kvartettinn frá Vestur-þýskalandi og Ásdís Þorsteinsdóttr Stross, fiðla. Á efnisskránni verða verk eftir Josef Haydn, Wolfgang Amadeus Mozart og Wilhelm Kempff. Fræðslufundur Fáks Síðasti fræðslufundur Fáks verður haldinn í Fáksheimilinu fimmtudag- inn 30. apríl næstkomandi og hefst klukkan 20.30. Ferðalög og ferðamál verða aðalumræðuefnið og munu annálaðir ferðagarpar og náttúru- unnendur, þeir Kristján Guðmunds- son, bæjarstjóri í Kópavogi, og Gísli B. Björnsson auglýsingateiknari segja frá ferðalögum sínum en þó sérstaklega frá ferð síðastliðið sumar um Fjallabaksleið syðri. Einnig munu þeir sýna litskyggnur úr ferð- inni og svara fyrirspurnum um undirbúning og tilhögun ferðalaga. Afmæli 95 ára afmæli á í dag, 28. apríl, Ein- ar Jónsson, fyrrum símaverkstjóri, Garðaflöt 23. Éinar hefur lengst af búið á Laugavegi 145. Hann tekur á móti gestum í Domus Medica í dag kl. 16-20. Skoðanakönnun: Nær 70 prósent horfðu á báðar stöðvamar í skoðanakönnun, sem Stöð 2 lét SKÁÍS framkvæma, um á hvora sjónvarpsstöðina fólk horfði á kosn- inganóttina, kemur í ljós að 68,5% horfðu á báðar sjónvarpsstöðvamar eða rúmlega tveir þriðju sjónvarpsá- horfenda. 16,1% sögðust hafa horft bara á ríkissjónvarpið, 8,9% sögðust hafa bara horft á Stöð 2 en 6,5% sögðust ekki hafa horft á sjónvarp. Þegar spurt var á hvora stöðina fólk hefði horft meira var næstum um jafntefli að ræða en 16,8% sögð- ust hafa horft á báðar jafnt. Aftur á móti sögðu 73% að skemmtiatriðin á Stöð 2 hefðu verið góð en aðeins 31,4% að þau hefðu verið góð hjá ríkissj ónvarpinu. Nánast enginn munur var á mati manna á myndrænni framsetningu stöðvanna né á mati manna á frétta- flutningi þeirra. -S.dór Bankamenn á samningafundi ffam á nótt Bankamenn og viðsemjendur þeirra sátu á samningafundi til klukkan 3 í nótt og hefur annar fundur verið boðaður klukkan 18 í dag. Að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar sáttasemjara hefur allmikið verið unnið í starfsnefndum og verður svo áfram. Guðlaugur sagði að ef samn- ingar hefðu ekki tekist fyrir laugar- dag yrði hann, samkvæmt lögum, að hera fram sáttatillögu sem greiða verður atkvæði um í Félagi banka- manna þar sem félagið hefur boðað verkfall 8. maí. Nokkrir hópar eiga enn í samning- um, svo sem línumenn og rafvirkjar hjá Rafmagnsveitum ríkisins, raf- eindavirkjar hjá Pósti og síma og Ríkisútvarpinu og nokkur félög op- inberra starfsmanna eru í beinum samningaviðræðum við ríkið ón milligöngu ríkissáttasemjara. Síðan er starfsfólk flugfélaganna allt eftir og er búist við að samninga- viðræður þar fari af stað innan tíðar. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.