Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1987, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1987, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987. íþróttir DV Einn nýliði hjá Dönum Haukur Lárus Haukssan, DV, Danmörku: Knattspyrnulið Dana mætir Finnum í Helsinki ó morgun. Leik- urinn er liður í undankeppni Evrópukeppninnar en önnur lið í riðlinum eru Walesmenn og Tékk- ar. 35 þúsund aðgöngumiðar hafa þegar selst á leikinn sem er met í Finnlandi. Sepp Pinotek, þjálfari Dana, til- kynnti landsliðshópinn í síðustu viku. Einn nýliði er í hópnum, það er Jan Heintze frá PSV Eindhoven í Hollandi. Hann vai' besti maður vallarins í æfingarleik gegn Liv- erpool í síðustu viku. Er hann þegar orðinn stórt nafh. Sóknardúettinn, Elkjær og Laudrup, hafa boðað forföll vegna meiðsla og þrátt fyrir marga kandí- datii, virðist Pinotek vera í erfið- leikum. Þó er búist við að John Eriksen frá Servette í Sviss, sem skorað liefur 23 mörk í 22 leikjum í vetur, og Lars Lunde frá Bayem Múnchen, sem sýndi mjög góðan leik gegn Real Madrid, verði vald- ir í liðið. Kynslóðaskipti hjá Dönum Pinotek landsliðsþjálfari verður að horfast í augu við kynslóða- skipti en hið fræga landslið Dana er farið að eldast nokkuð. Mikið er af efnilegum leikmönn- um heima og heiman en hugmynd- ir um að gera markamaskínuna Preben Elkjer Uirsen að leik- stjórnanda þegar Morten Olsen hættir hafa vakið mikla athvgli. -JKS Unglinga- landsliðið valiðaNM • Jay Haas fagnar sigri á golfmótinu Houston open um helgina. Hann púttaði í holuna af 18 metra færi og varð rum- um fjórum milljónum ríkari. Símamynd/Reuter Ævinlýralegt pútt og Haas vann í bráðabana Unghngalandslið íslands í körfú- knattleik tekur þátt í Norður- landamóti sem fram fer í Kongsberg í Noregi dagana 1.-3. maí. Eftirtaldir leikmenn skipa ungl- ingalandsliðið: Falur Harðarson....fyrirliði, ÍBK RúnarÁmason.................UMFG Eyjólfur Sverrisson....Tindastól Bárður Eyþórsson.............Val Friðrik Rúnai-sson.......UMFN Skarphéðinn Eiríksson ....Haukum Ragnar Þór Jónsson...........Val Einar Einarsson..............ÍBK Júlíus Friðriksson...........ÍBK Hannes Haraldsson............Val Þjálfari liðsins erTorfi Magnússon og aðstoðarþjálfari er Sigvaldi Ingimundarson. -JKS Borðtennisúrslit UnglingameisUiramót íslands í borðtennis var haldið í íþróttahúsi Seljaskóla um helgina. Úrslit: • í tvemidarkeppni sigruðu Fjóla M. Lárusdóttir og Gunnar Valsson, UMSB/Víkingi. • f tvíliðaleik stúlkna sigruöu Fjóla M. Lárusdóttir og Lilja Benónýsdóttir, UMSB. • í tvíliðaleik drengja (15-17 ára) sigruðu Kjartan Briem og Valdimar Hannesson, KR. • í tvíliðaleik sveina (yngri en 15 ára) signiðu Haraldur Kristinsson og Páll Kristinsson, Eminum. • Tátur (yngri en 10 ára): sigurveg- ari Sigríður Haraldsdóttir, UMSB. • Hnokkar (vngri en 10 ára): sigur- vegari Ólafur Stephensen, KR. • Telpur (10-13 ára): sigurvegari Berglind Sigurjónsdóttir, Eminum. • Piltar (10-13 ára): sigurvegari Stefán Pálsson, Víkingi. • Meyjar (13 15 ára): sigurvegari Lilja Benónýsdóttir, UMSB. • Sveinar (13-15 ára): sigurvegari Sigurður Bollason, KR. • Stúlkur (15-17 ára): sigurvegari Fjóla M. Lárusdóttir, UMSB. • Drengir (15-17 ára) sigurvegari Kjartan Briem, KR. Ballesteros varð þriðji á Madrid open á Spáni en Woosnam sigraði Bráðabana þurfti til að knýja fram úrsht á miklu atvinnumannamóti í golfi um helgina, Houston open. Bandaríkjamennimir Jay Haas og Buddy Gardner háðu spennandi ein- vigi en Haas tókst að tryggja sér sigurinn með ævintýralegu pútti en báðir höfðu þeir leikið 72 holumar á 276 höggum eða 12 undir pari vallar- ins. I bráðabananum tókst Haas að pútta kúlunni í holuna af um 18 metra færi og varð hann því rúmum fjórum millj- ónum króna ríkari fyrir vikið. Þetta var sjötti sigur Haas á stórmóti síðan hann gerðist atvinnumaður en síðast vann hann mót árið 1982. Þriðji á mótinu varð Payne Stewart á 277 höggum, Nick Price varð fjórði á 279 höggum og Wayne Levi lék á sama höggafjölda. Ballesteros varð aðeins þriðji Bretinn Ian Woosnam varð sigur- vegari á golfmótinu Madrid open sem lauk nýverið á Spáni. Woosnam lék holumar 72 á 269 höggum en Wayne Grady, Ástralíu, varð annar á 272 höggum. Spánveijinn heimsfrægi, Se- veriano Ballesteros, varð að gera sér þriðja sætið að góðu en hann lék á 273 höggum. Nick Faldo, Bretlandi, lék á 274 höggum og varð fjórði, Jose Rivero, Spáni, varð fimmti á 277, Bret- inn Howard Clark sjötti á 279 og Svíinn Ove Sellberg varð sjöundi á 281 höggi. -SK Áýmsu gengur í fyrstu úrslitaleikjunum í NBA Úrslitakeppnin í bandaríska körfu- knattleiknum, NBA-deildinni, er nú hafin en sextán lið hefja keppnina. Þegar er tveimur umferðum lokið í fyrstu lotunni en svona er staðan í dag: • Los Angeles Lakers leikur gegn Denver Nuggets og hefúr Lakers unn- ið tvo fyrstu leikina en það lið kemst áfram sem fyrr vinnur 5 leiki. Úrslit í síðari leiknum urðu 139-127. • Seattle Supersonics og Dallas Mavericks eru jöfn, hvort lið hefur unnið einn leik. Síðari leiknum lauk með sigri Seattle, 112-110. • Utah Jazz hefur unnið tvo fyrstu leikina gegn Golden State Warriors. Síðari leikurinn endaði 102-100 fyrir Utah Jazz. • Larry Bird og félagar í Boston Celtics leika gegn Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls. Boston hefur unnið báða leikina, þann síðari um helgina með 105 stigum gegn 96. • Mikið hefur gengið á í viðureign- um Fhiladelfia 76ers og Milwaukee Bucks. Hvort lið hefur unnið einn leik og síðari leikinn, sem 76ers vann 125-122, þurfti að framlengja. • Sömuleiðis er jafrit hjá Portland Trailblazers og Houston Rockets. Eins og við skýrðum frá í blaðinu í gær geta Patric Battiston og Jean Tig- ana ekki leikið með franska landslið- inu gegn íslendingum í Evrópuleikn- um í París á morgun vegna meiðsla. Nú hefur þriðji leikmaðurinn bæst í hópinn en það er Jean Marc Ferr- Portland vann síðari leikinn, 111-98. • Atlanta Hawks, sem margir spá miklum frama í úrslitunum, hefur yfir 2-0 gegn Indiana Pacers. Síðari leikur- inn fór 94-93 fyrir Atlanta. • Og loks leika Detroit Pistons og Washington Bullets. Staðan þar er 2-0 fyrir Detroit og vann liðið síðari leik- inn með 123 stigum gegn aðeins 85. eri. Hann á einnig við meiðsl að stríða. Allir þessir leikmenn eru frá Bord- eaux. Henri Michel landsliðsþjálfari hefur því þurft að velja nýja leikmenn í staðinn. Þeir eru, Domergue, Mar- seille, Poullain, Paris Saint Germain og Bijotat, Monaco. -JKS Þriðji Frakkinn úr leik r Stuttar fréttir: • Nú er ljóst að landslið Englands og Tyrklands verða án margra af sínum bestu mönnum er liðin leika á morgun í Evrópukeppni landsliða. í enska liðið mun vanta þá Peter Reid, Terry Butcher og mai'kvörðinn Peter Shilton en þessir kappar eru allir meiddir. Líklegt er að einir sex leikmenn verði fjarverandi úr venjubundnu byijunarliði Tyrkja á morg- un. • Ron Atkinson, burtrekinn fram- kvæmdastjóri Manchester United, hcfur nú fengið tilboð um að þjálfa tyrkneska liðið Fenerbache. Atkinson er væntanleg- ur til Tyrklands til að ræða málin. • Þýska knattspymusambandið hefur nú ákveðið að efna til meistarakeppni og í vor munu nýkrýndir meistarar og bikar- meistarar leiða saman hesta sfna í fyrsta skipti. • Ásgeir Sigurvinsson er ekki lengur hæstur í einkunnagjöfinni i þýsku knatt- spymunni. Wuttke frá Kaiserslautem er efstur með 3,04 að meðaltali, þá kemur Uwe Rahn hjá Gladbach með 3,05, Ásgeir er þriðji með 3,05 og sama meðaltal hefur Klaus Augenthalerhjá Bayem Múnchen. • Forseti ítalska knattspyrnuliðsins AC Roma hefur sagt að félagið vilji fá Rudi Völler sem leikur með Werder Brem- en í Vestur-Þýskalandi og það skipti ekki máli hvað hann eigi að kosta. Sjálfur seg- ir Völler að hann hafi áhuga á að skipta um félag. • Hannes Eyvindsson, kylfingur úr GR, keppti á alþjóðlegu golfinóti í golf- hermi í Finnlandi um síðustu helgi og hafnaði hann í 9. sæti en keppendur vom 20 talsins. Annars mun mót þetta fyrst og fremst hafa einkennst af skipulagsleysi Finna og hreinlega verið þeim til hábor- innar skammar. • Vestur-þýski landsliðsmarkvörður- inn í handknattleik, Andreas 'fhiel, er í sérflokki í heimalandi sínu í að veija víta- köst. Þegar tvær umferðir em eftir í deildarkeppninni hefur þessi félagi Kristj- áns Arasonar hjá Gummersbach varið 30 vítaköst í 24 leikjum. • Schutterwald, sem er að líkindum nýja félagið hans Siguijóns Sigurðssonar, er fallið í 2. deild í Þýskalandi. Hameln og Weiche Handewitt eru einnig fallin í 2. deild. • Bókin fræga, sem Toni Schumaeher skrifaði um lyfjaneyslu knattspymu- manna í Vestur-Þýskalandi og fleira, selst betur en heitar lummur. Hún hefúr nú selst í yfir 200 þúsund eintökum og þegar verið þýdd á tiu tungumál, þar á meðal em japanska, hebreska, flæmska og tyrk- neska. • Belgíska knattspymufélagið KV Mechelen er á mikilli uppleið utan knatt- spymuvallaríns. Félagið er nú að byggja nýjan knattspymuvöll fyrir utan borgina en völlurinn, sem notast er við, rúmar aðeins 18 þúsund manns. • Gary Bailey, markvörður Manchest- er United, hefur orðið að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla og mun ekki leika knattspymu framar. • Knattspyrnumaðurinn Aðalsteinn Aðalsteinsson, sem lék í Noregi á síðasta ári og þar áður með Víkingum, hefur ákveðið að leika með Völsungum í 1. deildinni í sumar. Aðalsteinn mun missa af fjórum fyrstu leikjum Völsungs vegna þess hve seint hann skipti um félag. Þess má geta að Aðalsteinn er bróðir Þorbergs Aðalsteinssonar handknattleiksmanns. • Kylfingar á Akureyri eru á góðri leið með að setja met í byggingarhraða. Eins og skýrt var frá í DV nýverið er búið að rífa gamla íbúðarhúsið að Jaðri og nýtt 250 fermetra hús hefúr sprottið upp á gmnni þess g’amla eins og gorkúla. Lands- mótið í golfi fer fram á Akureyri í sumar og er greinilegt að gestum þeim, sem leggja leið sína norður í sumar á athafna- svæði Golfklúbbs AkurejTar, verður ekki í kot vísað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.