Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987.
53
Það er sem sagt búið að skipa
nefnd til að ráðleggja bændum að
fara út í hrossabrestaframleiðslu í
stað hefðbundinna búgreina og er
ekkert nema gott um það að segja
ekki síst þar sem nú er komið vor,
meira að segja kosningavor, og
vorboðarnir ljúfu eru farnir að gera
heiðarlega tilraun til að skak-
klappast um heimili fólks með æði
misjöfnum árangri.
Um daginn var einn af þeim að
suða í eldhúsglugganum hjá okkur
og einhverra hluta vegna þáði kon-
an mín það ekki þegar sá sjö ára
bauðst til að slíta af honum lapp-
irnar og vængina og ekki heldur
kostaboð táningsins um að kremja
hann með þumalfmgrinum á sér
heldur nauðaði hún í mér að bleyta
eldhúsrúllublað og veiða vorboð-
ann með því.
- Leyfum greyinu að lifa, sagði
ég og hélt áfram að borða bláberja-
skyrið mitt og fannst ákaflega gott
að geta sýnt veglyndi mitt og gott
hjartalag í verki þótt konan mín
kallaði þetta veglyndi mitt og
hjartalag einfaldlega leti.
Nú er það svo að það getur stund-
um komið sér illa að vera mjög
góðhjartaður og sannaðist það í
þessu tilviki því að ég var ekki fyrr
búinn að gefa vorboðanum líf en
hann hóf sig til flugs, hnitaði
nokkra hringi í kringum ljósið í
loftinu og stakk sér að því búnu
til sunds í bláberjaskyrið mitt eins
og hann ætlaði að synda þar tvö
yi\d ifíSGAZ rií rtÐ spyejA
þ,Cr Þú ÆT//f ÞÐ
'Dí íifí&fOKGV
STd&SU-
73>Ö;a'/V fl-D FÁ
S/W/J irT
ili
hundruð metrana eða að minnsta
kosti að æfa sig dálítið fyrir næstu
keppni.
En vegna þess hvað þessi vesal-
ingur var slappur þrátt fyrir
sólskin og bliðu sökk hann um-
svifalaust til botns á diskinum og
sást ekki meir.
- A, ha, hann ætlar að synda
þetta lítilræði í kafi, hugsaði ég og
reyndi að veiða vesalinginn úr kaf-
inu með skeiðinni en þegar það
tókst ekki sá ég þann kost vænstan
að hella skyrinu, mjólkinni og
sundkappanum máttlausa í va-
skinn.
Auðvitað erþetta ein afleiðunum
til að minnka í fljótheitum mjólk-
urbirgðirnar í landinu þótt ég
mæli ekki með henni og einnig ein
af aðferðunum við að drepa flugur
og mæli ég ekki með henni heldur
og svo er þetta að sjálfsögðu afar
gott fyrir þá sem eru í megrun því
að þótt vorboðarnir ljúfu eigi allt
gott skilið og maður fvllist bjart-
sýni og gleði um leið og maður sér
þá eru þeir satt að segja þannig í
útliti að það hafa fáir lyst á þeim.
Það er helst að börn éti þessi
grey og ég hef víst sagt frá því
áður að einn af frændum mínum
var á sínum tíma afskaplega iðinn
við að éta flugur af öllum stærðum
og gerðum og þótt fólk trúi því
kannski ekki varð honum alltaf
miklu minna meint af því en flug-
unum.
Úrslit
Og nú er heil vika síðan fjöl-
miðlabyltingin kunngjörði okkur
úrslit kosninganna sem kom
ónefndum kandídat á þingi hlægi-
Háaloft
Benedikt Axelsson
lega á óvart eins og hann orðaði
það sjálfur í hita leiksins.
Reyndar sagði konan mín mér að
áðurnefndur nýliði hefði sagt að
þingmennskan tilvonandi hefði
komið honum þægilega á óvart en
því neitaði ég að trúa að minnsta
kosti að svo stöddu.
Kosningum fvfgir alltaf viss eftir-
sjá, maður sér eftir atkvæðinu sínu
sem er þó svo sem ekkert annað
en eitt X fyrir framan bókstaf en
getur þó orðið að þingmanni, jafn-
vel ráðherra ef exin eru nógu mörg.
og allt í einu er kannski minn
maður farinn að slá niður verð-
bólgu og auka skuldirnar við
útlönd og telja sjálfum sér og öðr-
um trú um að við lifum aðallega á
fiski sem við höfum raunar gert hér
um bil frá því að Ingólfur Arnarson
kom til landsins og settist að á
Arnarhóli þar sem hann stendur
enn og virðir fvrir sér mannlifið á
Lækjartorgi og fvlgist með strætis-
vagnaferðum.
Svo setjast sigurvegarar kosning-
anna niður og ræða um stjórnar-
mvndanir og utanrikismál og
kauphækkanir til þeirra lægst
launuðu.
Við hinir biðum hins vegar
átekta og vonum það besta.
Kveðja
Ben. Ax.
41
Finnurðu
átta breytingar?
Þessar tvær myndir sýnast í fljótu bragði eins. En á neðri
myndinni hafa fallið burt hlutar af myndinni eða þeir breyst,
alls á átta stöðum. Það er misjafhlega erfitt að finna þessar
breytingar en ef fjölskyldan sameinast um að leysa þetta trúum
við því að allt komi það að lokum.
Merkið með hring eða krossi þar sem breytingamar eru og
sendið okkur neðri myndina. Skilafrestur er tíu dagar. Að
þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum og veitum
þrenn verðlaun öll frá Sjónvarpsbúðinni Höfðatúni 2: Vasaút-
varpstæki með segulbandi (verðmæti 3.000.- kr.), Vasadiskó
(verðmæti 2.300.- kr.) og Plötustatíf (verðmæti 900.- kr.).
I þriðja helgarblaði héðan í frá birtast nöfri hinna heppnu
en ný þraut kemur í næsta helgarblaði.
Góða skemmtun!
Merkið umslagið:
Átta breytingar - 41, c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík.
Verðlaunahafar reyndust vera Isleifur Gissurarson, Fellsm-
úla 16, 108 Reykjavík (ferðaútvarpstæki, kr. 2.860); Svava
Markúsdóttir, Fomastekk 6, 109 Reykjavík (ferðaútvarp, kr.
1.595); Brynjar Magnússon, Espilundi 7,210 Garðabæ (heymar-
tól, kr. 1.295).
Vinningamir verða sendir heim.