Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Síða 5
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987. 55 ?JVið urðum ofan au - segir Ingvi Hrafn Jónsson „Ég er hamingjusamur með þennan stóra hlut sem við áttum af áhorfendum en ég átti líka von á að við yrðum ofan á. Okkar stofn- un er rótgróin og traust, starfs- fólkið þrautreynt og gott og vel vandað til dagskrár Kosningavö- kunnar, en Stöð 2 er ung stöð sem ekki hefur fest sig í sessi ennþá í huga fólks. Stöð 2 sýndi reyndar feikilega dirfsku og dugnað á kosn- inganótt og gerði marga góða hluti,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson, fréttastjóri ríkissjónvarpsins. Ingvi Hrafn sagði að útvarps- stjóri hefði pantað skoðanakönn- unina hjá Skáís fyrir rúmum mánuði og þá verið beðið um að kanna horfun frá klukkan 23-02. „Okkur þótti ekki kurteisi að vera að hringja heim til fólks fram eftir allri nóttu. Utsendingin hjá okkur gekk snurðulaust og vel og nutum við þar reynslu sem við fengum af leið- togafundinum. Auðvitað kostaði þessi dagskrárgerð peninga en við fengum margar auglýsingar og mér virðist við koma út með svolítinn hagnað af Kosningavökunni. Eg er ánægður og stoltur með frammistöðu okkar fólks. Það stóðu sig allir frábærlega vel í öll- um deildum og beinu útsending- arnar frá sex kjördæmum komu vel út. Fyrir næstu kosningar verðum við ör-ugglega einnig með beinar útsendingar frá Austurlandi og Vestfjörðum," sagði Ingvi Hrafn Jónsson. Eins og fram hefur komið var könnun Skáís gerð fyrir ríkissjón- varpið klukkan 23-02 á kosninga- nótt. Á svæðinu þar sem báðar stöðvar nást var samkvæmt þessari könnun horfun frá fjórðungi til helmingi meiri á ríkissjónvarpið en á Stöð 2. Á þessu tímabili var RUV ávallt með yfirhöndina, en mestur var munurinn á tímabílinu 23-23.30. Þá horfðu 45,9% að- spurðra á ríkissjónvarpið en 22,4% á Stöð 2. Hins vegar voru heldur fleiri að horfa á Stöð 2 á tímabilinu 1.30-02 og munaði þar örfáum prósentu- stigum. Þessi horfun er byggt á svörum 25 áhorfenda og er sá fjöldi ekki marktækur að mati Skáís. Á landsbyggðinni fór horfun rík- issjónvarpsins aldrei niður fyrir 63% meðan örfá prósent horfðu á Stöð 2. Það skal tekið fram að út- sendingar Stöðvar 2 náðust ekki alls staðar þar sem sjónvarpsneysl- an var könnuð. -ATA Fréttastjórarnir Ingvi Hrafn Jónsson og Páll Magnússon eru báðir ánægðir með frammistöðu sinna stöðva. „Við höfðum vinninginn“ - segir Páll Magnússon »Ég er himinlifandi með kosn- ingavökuna okkar og þær viðtökur sem hún fékk. Það er meiriháttar afrek hjá sex mánaða gamalli stöð að hljóta þann dóm hjá áhorfend- um að hennar dagskrá hafi verið betur heppnuð en dagskrá tuttugu ára gamals risa í fyrsta stóra mál- inu þar sem sjónvarpsstöðvarnar tvær keppa beint,“ sagði Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2. „Samkvæmt könnuninni sem SKÁÍS gerði fyrir Stöð 2 kemur fram að stöðvarnar tvær höfðu mjög svipaðan áhorfendafjölda þegar á heildina er litið en við unnum á öllum öðrum sviðum. Greinilegur meirihluti áhorfenda taldi skemmtiatriði Stöðvar 2 betri en Ríkissjónvarpsins og að kosn- ingasjónvarp Stöðvar 2 hefði almennt verið betra en Ríkissjón- varpsins." Páll sagðist ekki gefa mikið fyrir könnunina sem SKÁÍS gerði fyrir Ríkissjónvarpið. RÚV hefði haft forskot fyrst framan af kvöldi en upp úr hálftvö um nóttina var kom- inn jöfnuður á og eftir það seig Stöð 2 fram úr en þá brá svo við að könnuninni var hætt. „Það má líkja þessu við að þarna hafi verið keppt í maraþonhlaupi. í slíku hlaupi hefur lítið að segja að mæla tímana eftir fyrstu hundr- að metrana!" Páll sagði að fjárhagsdæmi kosn- ingasjónvarpsins hefði ekki verið gert upp. Það barst mikið af aug- lýsingum, „en ég efast um að kosningasjónvarpið hafi skilað hagnaði í beinhörðum peningum. Hins vegar er ég sannfærður um að dagskráin eykur trú á okkur og álit og það á eftir að skila sér í fleiri áskrifendum og auknum aug- lýsingum. Þegar upp verður staðið held ég að við græðum heilmikið á kosningasjónvarpinu." sagði Páll Magnússon. I könnuninni. sem SKÁÍS gerði fyrir Stöð 2. kemur fram að afger- andi flestir fylgdust með kosninga- sjónvarpinu á báðum stöðunum en af þeim sem horfðu aðeins á aðra stöðina horfðu heldur fleiri á RÚV. 31,4% áhorfenda þótti skemmt- iatriði RÚV góð, en 73,7% fannst skemmtiatriði Stöðvar 2 góð. Heldur fleiri áhorfendum fannst myndræn framsetning Stöðvar 2 betri en Ríkissjónvarpsins, en aftur á móti fannst heldur fleirum kosn- ingafréttir RÚV betri en Stöðvar 2. Þegar áhorfendur voru spurðir hvor dagskráin væri betri í heild- ina séð vildu 45% telja að Stöð 2 hefði verið með betri dagskrá en 28,8% að RÚV hefði haft vinning- AÐALFUNDUR Málarafélags Reykjavíkur verður haldinn fimmtudag- inn 7. maí 1987 að Lágmúla 5 kl. 20.30. Fundarefni: 1. Almenn aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Mætió vel og stundvíslega. Stjórnin. Opifl 6 laugardögum PANTANIR SÍMI13010 . nncuiurwn i HHjurvuo i« HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29. r ATVINNA Við bætum við fólki í vettlingaframleiðslu okkar í Súðarvogi. Við borgum góð laun fyrir gott fólk. Uppl. gefnar af verkstjóra í síma 82245 í dag og mánudag- inn 4. maí milli kl. 14 og 16. 5*\n oo)tf( SEXTfUœSEXNORÐUR SJlKUEflMSEMIIf Hí. Skúlagata 51 • Reykjavík BRAUTARHOLTI33 - SÍMI695660. MMC Station árg. 1982, ekinn' Honda Accord EX árg. 1983, ekinn 78.000 km, grásans. Verð kr. 74.000 km, blásans. Verö kr. 580.000. 430.000. MMC Galant GLX árg. 1985, Mazda 626 LX árg. 1984, ekinn grænn, ekinn 43.000 km. Verð kr. 46.000 km, steingrár. Verð kr. 480.000. 400.000. VW Golf CL árg. 1985, ekinn Audi 100 CC árg. 1983, brúnsans, 13.000 km, gullsans. Verð kr. ekinn 45.000 km. Verð kr. 640.000. 410.000. GOTT ÚRVAL NÝLEGRA BÍLA Á STAÐNUM, TÖLVUVÆDD ÞJÓNUSTA. OPIÐ: Mánud.-föstud. kl. 9.00-18.30. Laugard. kl. 10.00-17.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.