Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987. 59 i í tilefni af yfirlitssýningu á verkum Sigurðar Sigurðssonar, sem nú stendur yfir í Listasafni Islands, bað DV Jóhannes Geir, sveitunga Sig- urðar, frænda og kollega, að segja frá kynnum þeirra. Jóhannes Geir brást vel við og fer frásögn hans hér á eftir. ,,Það mun hafa verið upp úr 1950 að ég kynntist Sigurði frænda mínum fyrst að ráði. Þá var ég sjálfur ný- kominn heim frá Kaupmannahöfn að loknu myndlistarnámi, en Sigurð- ur var þá fyrir nokkru fluttur heim eftir margra ára dvöl í Danmörku. Þar hafði hann eiginlega lokast inni á stríðsárunum eftir nám sitt á Aka- demíunni, ásamt konu sinni, Onnu Jónsdóttur, en þau höfðu kynnst í Kaupmannahöfn. í Rpykjavík bjuggu þau hjón í Her- skálakampi, sem kallaður var, ofanvert við Suðurlandsbraut, móts við Tungu, sem nú er komið inn í miðjaReykjavík. Höfðu þau keypt þar stóran hragga og endurbyggt með vinnustofu og og öðrum umbótum. Var þar vistlegt mjög. Þarna málaði Sigurður af kappi í dansk-akademískum anda fyrst í stað, en málverk hans hafa tekið mörgum breytingum á þeim áratug- um sem liðnir eru síðan. Ég var nokkuð stefnulaus og ruglaður um þessar mundir því þá gat verið erfitt að vera ungur byrj- andi á listabrautinni eftir hefðbund- ið nám í listskólum, a.m.k. fyrir þá sem ekki gleyptu umhugsunarlaust við nýjum straumum. Laus við æsing Allt varð að melta og finna sam- hengi þess við hefðina. Ekki vantaði hrifninguna og hugarrótið og mikið var hugsað og spjallað um eðli og gildi þessara hluta og voru þá ekki allir sammála. Þróaðist þá hin svo- kallaða listpólitík, sem margoft hefur verið fjallað um af málurum og list- fræðingum síðan, og drógust menn í dilka þar eftir. Sigurður var alltaf blessunarlega laus við allan æsing og upprót út af þessu, sat brosandi og tróð í pípuna þegar hitnaði í kolunum hjá okkur hinum, en kom þó oftast með lausn- arorðið þegar hann loksins komst að. Þarna fann ég sálufélaga eða fyrir- mynd sem ég hlaut að laðast að. Sigurður var opinn fyrir öllu og lét sig allt varða en gerði sér far um að kryfja málin til mergjar og fara gæti- lega í sakirnar. Hann hafði til að bera bæði orku og skaphita og um- fram allt skýra hugsun, enda átti hann vini og kunningja meðal koll- ega sinna með gjörólík sjónarmið. Sigurður var eins og óþægur hrút- ur í réttinni sem stökk yfir garða og þvældist inn í aðrar stiur, neitaði öllum dilkadrætti en var alls staðar vel tekið vegna persónutöfra sinna, vitsmuna, hreinskilni og kímnigáfu og ekki síst listrænna verðleika sem erfitt var að horfa framhjá. Jóhannesargleði Fór svo að ég varð nánast húskött- ur númer 2 í bragganum hjá þeim Sigurði og Önnu því hin tegundin, þessi eina sanna af Felixaættinni, var þar fyrir og hefur oftast verið í þeirra híbýlum. Undrast ég það æ síðan hvað þau tóku mér ávallt vel, því eflaust var ég ekki alltaf uppörv- andi. Til marks um móttökurnar má nefna brúntertu eina ágæta sem Anna bakaði og var kölluð Jóhann- esargleði og heitir æ síðan, hvort sem ég er viðstaddur eða ekki. Margs er að minnast Eitt sinn kom ég í braggann stuttu fyrir jól. Var þá stóð af smástelpum hlæjandi og skríkjandi við útidyrnar og Sigurður að afhenda þeim dúkk- ur, sumar gamlar og þvældar en allar með nýmáluð andlit og báru svipmót ýmissa kynflokka, svo að mæðurnar eignuðust ný börn, japönsk, kín- versk, afríkönsk, o.s.frv. og var þetta mikið gaman. Ef einhver mamman slæddist inn i braggann gat hún komið út með svip- að andliti sjálf og fór vel á því. Þetta sýnir hvað Sigurður var barngóður og vinsæll meðal ná- granna sinna, enda var oft gest- kvæmt í bragganum og glatt á hjalla og ýmsir aðrir en kollegar hans sem tóku þátt í því. Börn hændust auðvit- að að honum og kölluðu á eftir honum: Siggi málari, Siggi málari. „Farið i rútuna norður á Krók.“ Skopmynd af Sigurði eftir Jóhannes Geir, en baksvipur listamannsins þótti mikil- fenglegur. „Hana. Nú er það Jói.“ Jóhannes Geir heimsækir Sigurð i Herskálakampinn. hann sofa og fór aftur á minn stað, eftir að hafa skoðað gaumgæfilega uppkast Sigurðar á léreftinu. Skömmu seinna sprettur Sigurður á fætur og tekur til við málverkið, hress og kátur. Ég sagði Hrólfi, list- málara og bróður Sigurðar, frá þessu atviki. Hrólfur hló mikinn og spurði hvort ég vissi þetta ekki. Sigurður gæti sofnað svona hvenær og hvar sem væri, eins og hundur á hlað- varpa. Fannst mér þetta afar merkilegt og bera vott um að taugakerfið væri í góðu lagi hjá frænda mínum. Grónir ásar og hamraborgir Mikil vinátta var einnig milli okk- ar Hrólfs og fjölskyldu hans. Bröll- uðum við frændur margt og urðu þá meðal annars til á góðum stundum þær skopmyndir sem hér eru birtar. Tókum við allir þátt í búa til slíkar revíuteikningar um okkur sjálfa og kunningjana, menn og málefni úr bæjarlífmu. Minnisstæð er mér sýning Sigurð- ar. líklega kringum 1955-57, í gamla Listamannaskálanum. Höfðu þau hjón þá verið um sumarið austur í Síðusveit, á heimaslóðum Önnu. Þessi sýning markaði þáttaskil á ferli Sigurðar. Ahrif frá kúbismanum og abstraktstefnunni komin í lands- lagið í mörgum mvndanna. Yndisleg- ir grænir litir réðu þar ríkjum. litbrigði engja. valllendis og túna. Grónir ásar og hamraborgir í sæ- grænum tón eins og gerist á Suður- landi. Ég varð afar hrifinn af þessari sýn- ingu og lærði mikið af henni. A henni sást varla lengur hið dansk-akadem- íska-grátónamálverk. Hin harða. tæra íslenska birta var kominn í staðinn og hefur haldist æ síðan. Besti kennarinn Já. þetta með að læra af Sigurði var auðsótt mál og kom að mestu af sjálfu sér. því ávallt hlaut ég góðar viðtökur þar á bæ og óftast frjáls að sniglast um á vinnustofunni og sjá það sem þar var að gerast. Stundum einn með mínum hugsunum. Stund- um meö Sigurði og gat þá spurt hann og rætt um myndirnar. Undrast ég oft þolinmæði hans því sjálfur hef ég oft á mínum ferli síðar orðið afar skapstyggur ef ég lendi mikið í slík- um kringumstæðum. í skólum eru manni kennd undir- stöðuatriði og lokið upp dyrum inn á sviðið. svo tekur starfið og lífs- reynslan við. sem eitt gerir mann að fagmanni og þroskuðum listamanni. Það get ég fullyrt að Sigurður hef- ur verið einn minn besti kennari. sérstaklega á þessum mótunarárum. ekki síst þar sem siónarmiðin gagn- vart málverki eru svipuð og við- fangsefnin einnig. þótt vissulega verði maður fyrir margvíslegum áhrifum víða að og velji oft aðrar tjáningarleiðir. Sammála höfum við oftast verið um grundvallargildi góðs málverks. af hvaða tegund sem er. Á yfirlitssýningu Sigurðar í Lista- safni íslands grípur það mann fyrst og fremst hvað þar er allt tekið list- rænum tökum. vandað og mennt- andi. Yfirborðsleg vinnubrögð finnast hvergi. gildir einu hvaða stíll er notaður. Innsæi og fagmannlegt vald geislar af hverri mynd. burtséð frá inntakinu. því hvers virði eru ágengar. jafnvel sjokkerandi hug- myndir illa matreiddar? Síðast kom ég i braggann við bú- ferlaflutning þeirra hjóna er þau fluttu í nýbyggt hús í Kópavogi, hvar þau hafa búið síðan. Ég gerðist hjálp- armaður við flutningana og bar þá meðal annars sláturtunnu mikla út í bíl, en Sigurður hafði þá lengi horft á tunnuna í öngum sínum. Hafði ég þá áður hjálpað þeim við húsbvgg- inguna í Kópavogi sem þau unnu sleitulaust að bæði sem ekki er ný saga í íslenskri lífsbaráttu. Grafir og grónar rústir Lenti ég þá eitt sinn í að grafa skurð þvert yfir götu, fyrir skólp- leiðslum. Gatan var nýlögð og ofaníburður laus í sér. Hrundu þá gjarnan bakkarnir saman fyrir aftan mig eða á mig sjálfan, svo ég átti fótum íjör að launa. Endaði með því að Sigurður lagði rörin jafnótt og ég gróf og blessaðist þá verkið. Rétt fyrir jól fékk ég svo böggul í pósti frá „Konu útí bæ“. Varð ég hálfundrandi því ég átti einskis slíks von. í bögglinum var mikil bók sem bar titilinn „Grafir og grónar rústir" eftir C.W. Ceram, árit- uð af þeim hjónum með jólakveðju og þökkurn fyrir skurðgröftinn. Eg kynntist Jóni Stefánssvni dálít- ið á þessum árum. V ar hann alltaf vinsamlegur í ntinn garð. skoðaði hjá mér myndir og sagði mér á þeim kost og löst. Jón spurði oft um Sig- urð, vissi að við vorum frændur. Hann benti mér á að ég gæti lært margt af Sigurði og skvldi nota mér það með því að fylgjast með málverk- um hans í vinnustofu og ræða við hann um þessi mál. Við þetta varð húskötturinn enn heimakærari hjá Sigurði og kom fvr- ir að ég fékk að fylgjast með honum í málaratúra út á land, austur i Grafning, Þingvelli og víðar. Sofnað á hlaðvarpanum Eitt sinn fórum við með rútunni austui- á Selfoss og þaðan á vörubíls- palli í Grafningssveit. Tjölduðum við í námunda við Nesjavelli. pumpuð- um prímusinn og hituðum kakó. fórum svo út að mála. Sigurður setti upp þrífót og stórt léreft neðanvert við kjarri vaxið rofabarð. Ég var ofar í brekkunni og sá Sigurð hálfan bera við barðið og blikaði á léreftið meðan hann málaði í gríð og erg. Ég var eitthvað að krota og leit til skiptis á mótífið og möppuna. Eitt sinn, er ég leit upp, sá ég að eitthvað vantaði. Léreft Sigurðar blasti við á trönunum en sjálfur var málarinn horfinn. Ég kallaði, en enginn svaraði. Loks varð ég hræddur, hljóp niðureftir og gáði í kringum mig. Sá ég þá hvar málarinn lá steinsofandi undir barð- inu, með húfuna yfir andlitinu og hraut hátt. V eður var gott, sólfar í skýjum og hægur andvari, svo ég lét Af raunverulegri snilld Af slíku hefur maður fengið nóg og gert sjálfan sig sekan um að auki. Hins vegar er það oft mikill ávinn- ingur fyrir listina ef slíku er fvlgt eftir af raunverulegri snilld. en það er ekki á allra færi. Sigurður hefur ekki valið þá leið. Hins vegar getur hann af hógværu innsæi valið sér verkefni sem margir mundu kalla hversdagsleg, eyði- sanda, hrjóstrugar víðáttur, grjót á heiðarási o.s.frv. og hafið upp í æðra veldi, þannig að úr verður sterk myndlist sem engan lætur ósnortinn. Á yfirlitssýningu hansj getur einnig að líta einhver bestu portrett sem gerð hafa verið hér á landi og allt þar á milli. Skyldi Sigurður frændi minn ekki vera skeleggasti arftaki okkar gömlu meistara í sígildu landslagsmálverki og sá sem helst heldur uppi merki þess nú? Jóhannes Geir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.