Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 10
60 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987. Eurovision — segir Valgeir Guðjónsson, fyrrum hippi og Stuðmaður, höfundur lagsins Valgeir Guðjónsson, fyrrum hippi og Stuðmaður. Valgeir Guðjónsson fulltrúi ís- lands í Eurovision! Það hefði ekki þótt líklegt fyrir 12-15 árum þegar Valgeir var á kafi í Spilverki þjóð- anna og Stuðmönnum. Á þeim tímum þótti Sönglagakeppni sjónvarps- stöðva Evrópu ekki líklegur vett- vangur fyrir hippa og alvarlega þenkjandi unga menn sem báru ein- hverja virðingu fyrir sjálfum sér. Svona er þetta nú samt. Eurovision- keppnin er enn í fullum gangi og fulltrúi íslands að þessu sinni er gamli hippinn og háðfuglinn Valgeir Guðjónsson. ,.I mínum huga var þessi söngva- keppni náttúrlega síðasta sort. ef ég man rétt. Maður hefur fylgst með keppninni í gegnum tíðina og það er einhverra hluta vegna viss keimur sem fylgir þessum lögum. Og ég held að flestu smekkfólki í tónlist leiðist þessi keimur. Maður hevrir þennan keim ennþá í flestum laganna. svona óþarfa glennugang. bæði í lagasmíð- um og flutningi. Það er verið að láta hressileikann og rómantíkina, sem reyndar einkenna mörg dægurlög. ráða ferðinni. Ástæðan er sú að þarna er verið að keppa um eitt verð- launasæti en í rauninni tapa allir hinir. Allir eru náttúrlega að revna að vinna og því er spilað upp á þessa Eurovision formúlu, sem svo er köll- uð, og því koma þessi keimlíku lög ár eftir ár. Það er eins og menn trúi því, og kannski ekki að ástæðulausu, að aðeins ein formúla dugi fyrir þes,sa keppni. Þess vegna eru fjöldamargir ágætir lagahöfundar um alla Evrópu ár eftir ár að senda í keppnina súrt vín, lögin í keppninni eru meira og minna handónýt. Svo kemur eitt og eitt lag sem ekki er með einkennum Eurovisionlaga og þá er það ekki nógu gott heldur fyrir þessa keppni. Það er einhver ákveðinn staðall sem þátttökulögin þurfa að hafa. Þetta finnst mér vera það nei- kvæða við keppnina.“ Eurovisionlögin slá sjaldnast í gegn - En koma ekki alltaf annað slagið inn í keppnina lög sem ekki eru með þessum svokallaða Eurovisionblæ, samanber þegar Abba-flokkurinn sló í gegn? „Jú, en satt best að ségja slá Euro- visionlög sjaldnast i gegn. Það er sjaldgæft að þau nái á toppinn. Abba var undantekning og síðan þá hafa fáir flytjendur slegið virkilega í gegn. Englendingar til dæmis krossa sig tónlistarlega þegar þeir heyra minnst á Eurovision, en litlu þjóðirn- ar líta öðrum augum á keppnina. Þeim finnst þarna vera vettvangur til að kynna sína tónlist. Eg lít nú þannig á það, og það er kannski ástæðan fyrir minni veru í keppn- inni, að þetta sé í fyrsta lagi höfunda- vettvangur. Ég er virkur í höfundamálum og íslenskir laga- smiðir hafa satt að segja ekki verið of sælir af síhu hlutskipti á þessum litla markaði sem við höfum innan- lands. Þetta er jú leið til að láta aðrar þjóðir vita af okkur. Hitt er einnig mjög mikilvægt að þarna er verið að setja Island í stærra samhengi, verið að mæla Island.við aðrar þjóðir. Þó ég sé nú ekki með- mæltur því að vera að senda konur í fegurðarsamkeppni þá er þetta að vissu leyti hliðstætt. Þú dæmir ekki læri á konu eða millikafla í lagi og segir: Þetta læri er fallegra! Þetta gerist ekki svona, allavega ekki í mínum huga. Þegar búið er að safna saman nokkrum konum er voðalega erfitt að segja við eina konu: „Þú ert aðeins ljótari en næsta kona og þess vegna verður þú númer fjögur! En um leið og verið er að dæma konumar eða lögin er athygli vakin á íslandi og i sambandi við lögin er sú athygli jákvæð ef lögin eru góð, burtséð frá því hversu mörg stig þau hljóta. Þetta atriði finnst mér skipta máli fyrir íslendinga og íslenska tónlist- armenn. Hins vegar er mikið mál fyrir þjóðina að vera með f sam- keppni, líkt og að vera með í Norðurlandamótinu í hlaki. Þetta er ósköp hliðstætt því og þegar blak-. DV-mynd GVA landsliðið fer utan þótt það hljóti ekki sömu athygli. Menn eru að reyna með sér. Fólk er ekkert að hía á blaklandsliðið þótt það tapi en í Eurovision fáum við óhemju athygli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.