Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Síða 11
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987. 61 — síðasta sort Hægt og hljótt sem verður framlag Islands í Eurovisionkeppninni 9. maí og um fimm hundruð milljónir fylgj- ast með keppninni. Fimm hundruð milljónir fylgjast með íslandi Bara það að fimm hundruð milljón- ir fylgjast með íslandi í þrjár mínútur, við fáum þarna sama tím- ann og milljónaþjóðirnar, það finnst mér bara helvíti merkilegt. Það er nægileg ástæða til að þjóðin eigi að vera með í Eurovision. Ég held að sem skemmtiatriði í sjónvarpi sé horft mikið á þetta, ekki bara á aðalkeppnina, sem allir horfa á, heldur einnig á undankeppnina og kynningar á erlendu lögunum. Fólk hefur gaman af þessu þótt ekki séu allir sammála um gæði laganna. Fólk fylgist með keppninni, bæði til að hrífast af lögunum og hneykslast á þeim. Ég hef til dæmis aldrei verið..sam- mála músíkinni en ævinlega horft á keppnina. Mér hefur fundist þetta stórskemmtilegt fyrirbæri og þá bæði verið að rýna í það sem hefur þótt jákvætt, neikvætt og hlálegt. Við kunnum kannski að hlæja að einhverju sem kemur frá Tyrklandi eða Portúgal eða öðrum löndum og okkur fmnst. þetta bráðfyndið og hallærislegt, en við megum ekki gleyma að þetta er fólk sem hefur verið að skemmta milljónum eða tug- milljónum. Það er engin tilviljun að þetta fólk er komið í keppnina, þetta eru stórstjörnur á sínu menningar- svæði. Svo má náttúrlega segja að þessir skemmtikraftar komi með súrt vín í flösku á okkar mælikvarða og sjálfsagt einnig á eigin mælikvarða vegna þeirra staðla sem Eurovision- keppnin hefur sett sjálfri sér. Einmitt það má segja keppninni til lasts að þar er ekki verið að kalla fram það besta í þátttakendum. í keppninni verða menn að setja sig í stellingar sem allir eru sammála um að séu óæskilegar.“ Ýmsir Stuðmanna á móti Eurovision - Nú eru ýmsir sem telja að rétt hefði verið af íslendingum að senda Stuðmenn í keppnina með Stuð- mannalag. „Hjá Stuðmönnum eru ýmsir sem hreinlega eru á móti því að vera með í þessu, finnst þetta bara vera hallær- islegt. Vilja ekki leggja nafn sitt við keppnina. En sjálfur lít ég allt öðrum augum á hana. Ég álít að almenningur hafi áhuga á þessari keppni. Ég bendi bara á þá hlálegu staðreynd að á sama tíma og Albert Guðmundsson var að kljúfa stærsta stjórnmálaflokk landsins í herðar niður og undir- byggja einhverja mestu byltingu í kosningaúrslitum í íslenskri stjórn- málasögu var ég kosinn maður mánaðarins á Rás 2. Það segir sína sögu um vinsældir þessarar keppni þó ég vilji ekki útfæra þetta mál nánar.“ Veglegt afmæli hjá syninum - Nú farið þið út 3. maí og keppnin fer fram 9. maí. Er þessi vika fram að keppni ekki vel skipulögð hjá ykkur? „Jú, hún er þrælskipulögð. Við þurfum ekki að kvíða skorti á félags- lífi þennan tima. Annars teljum við stærstu veisluna verða 9. maí þegar lokakeppnin fer fram. Þann dag verður sonur minn, Árni Tómas, tíu ára og hefur hann boðið fimm hundr- uð milljónum til afmælisveislu sinnar sem verður sýnd í beinni út- sendingu, en það vill svo til að í leiðinni verður send út ú'rslitakeppni Eurovision. Fram að þessum tíma verða allar þjóðirnar með blaðamannafundi, okkur verður boðið til borgarstjór- ans, í veislu í konungshöllina, á kappreiðar, þar sem einn hestur keppir fyrir hvert land, og svo fram- vegis. Við þessar athafnir allar verðum við að vera vel og tilheyri- lega klædd og hefur konan mín, Ásta Ragnarsdóttir, séð um að dressa okk- ur Höllu Margréti upp. Ásta hefur auk þess séð um að skipuleggja og ganga frá þúsund öðrum timafrekum málum sem ég hefði hvorki haft vit né tíma til að framkvæma. Alþingismaður í eina viku Belgar taka þessa keppni mjög al- varlega og hafa undirbúið hana vandlega. Þarna hafa þeir tækifæri til að kynna land og þjóð rækilega svo og sömuleiðis þjóðirnar sem þarna taka þátt. Menn verða að muna að þetta er ekki eingöngu söngvakeppni og það' er ekkert einkamál þeirra sem þarna eru full- trúar síns lands að haga sér að eigin geðþótta. Mér finnst mjög mikilvægt að fulltrúar íslands í framtíðinni geri sér það ljóst að þarna er ísland með sömu möguleika og milljóna- þjóðirnar til að kynna sitt land - í þrjár mínútur er Island_ miðdepill allrar Evrópu. Fulltrúar Islands eru eins konar alþingismenn í eina viku, kjörnir af þjóðinni til að inna af hendi ákveðið verk sem bæði getur virkað sem góð landkynning og slæm, eftir því hvernig á er haldið. Belgarnir gera sér þessa land- kynningarmöguleika vel ljósa, ekki síður en aðrir, og að þarna verða 5-6 hundruð blaðamenn frá allri Evrópu á ferð, blaðamenn frá Le Monde til Harðangurstíðinda, og því leggja þeir áherslu á að hafa eitthvað at- hyglisvert að sýna gestunum.'1 Ekki orðinn leiður á laginu - Ertu ánægður með lagið í þeim búningi sem það verður sent út í lokakeppninni? „Já, ég er nokkuð ánægður með útkomuna. Ég er búinn að vinna þetta lag tvisvar sinnum, fvrst fyrir keppnina hér heima og siðan fyrir lokakeppnina í Brussel og ég er enn ekki búinn að fá leið á því. Lagið verður allt flutt á bandi fyrir utan strengina og ég hef bætt inn bak- röddum, þeim Agli Ólafssvni. Sverri Guðjónssyni og Sigrúnu Hjálmtýs- dóttur (Diddú). Til að þessi upptaka verði leyfileg í úrslitakeppninni verða þau að halda á einhverjum hljóðfærum þó svo allir Islendingar viti að þau spili ekki á þau." - Hefurðu skipt um skoðun á Euro- vision frá hippaárum þínum? „Nei, í sjálfu sér ekki. Þessi keppni hefur margt bæði með sér og á móti. Ég var ekkert meðvitaður um að komast til Brussel þegar ég samdi þetta lag. Fyrir mér er þetta mikið mál fyrir íslenska höfunda, því fvrir íslenskan lagasmið er það stórmál að koma lagi á framfæri í Evrópu og getur komið öðrum íslenskum höfundum á blað og gert þeim auð- veldara fyrir.“ íslenskan háir dægurlagahöfundum - Hvað með íslenskuna? Er hún ís- lenskum dægurlögum fjötur um fót? „Já, hún háir okkur til dæmis í þessari keppni. Hún er bæði hörð og óskiljanleg öllum öðrum en íslend- ingum. Forskot enskumælandi þjóða í slíkri keppni er geysilega stórt. Ég veit það bara fyrir sjálfan mig að ef ég get valið milli útsetninga lags með enskum og hollenskum texta þá vel ég ósjálfrátt ensku útgáfuna þvi texti lags skiptir miklu máli hjá mér. Þó ég efist um að allir textarnir í keppni eins og Eurovision séu mikil bók- menntaverk er ég viss um að ýmsir góðir textar leynast þarna innan um.“ Ásta uppgötvaði Höllu Margréti - Hvernig uppgötvaðir þú Höllu Margréti? „Það var eiginlega hún Ásta sém uppgötvaði hana. Eftir að lagið varð til urðum við sammála um að til að flytja þetta lag yrði að fá nýtt andlit og nýja rödd. Ásta kannaðist við Höllu Margréti og ég hafði samband við hana og bað hana um að revna við þetta lag. Hún er í söngnámi og ég veit ekki hversu vel þessi uppá- koma kemur sér fyrir hennar fram- tíðarplön. En þegar ég hafði heyrt hana syngja lagið var ég sannfærður um að einmitt hún ætti að flytja það og Halla var tilleiðanleg. Ég er mjög ánægður með hvernig þetta kom út og ég er viss um að hún mun standa sig vel í Brussel, þó ég viti að það er töff dæmi að fara út og syngja fyrir hálfan milljarð áhorfenda." Kjaftasögur slæmar ef þær eru sannar - Hvað segir þú um kjaftasögurnar? Nú eru illar tungur þegar farnar að segja að þú haldir við Höllu Mar- gréti! „Jú, ég hef heyrt þetta og ég tel að sagan sé tilkomin vegna þess að Haila Margrét hallaði sér aðeins að mér i beinni sjónvarpsútsendingu þegar lagið Hægt og hljótt sigraði á sínum tima. Maður leiðir hjá sér slík- ar sögur því ég veit betur. Það væri verra má! ef þetta væri satt." sagði Valgeir og hló. - Dettur þér aldrei í hug innst inni að Hægt og hljótt sigri Eurovision? „Lagið á náttúrlega sína mögu- leika en ég tel alls engar líkur á því að það vinni. Til þess er lagið of ólíkt þessari Eurovision-línu sem tröllrið- ið hefur keppninni. Þetta er lítil og tiltölulega einföld laglína sem ekkert er verið að fela með vfirborðskennd- um útsetningum. Bæði lag og útsetn- ing eru of látlaus til að ég geri mér nokkrar grillur um að það sigri, enda er markmiðið að standa sig vel, gera góða hluti og minna á ísland og ís- lenska tónlist, það er bara einn sem vinnur." Er ekki taugaóstyrkur - Ertu ekkert taugaóstvrkur? „Ég er nú yfirleitt ekki nerfus. Ég hef meiri áhvggjur af því að ná ekki því sem nauðsynlegt er að gera áður en við'förum út. Með brevttum regl- um hjá sjónvarpinu hafa íleiri skvldur verið lagðar á herðar hóf- undar þannig að í mörg horn hefur verið að líta. Hefði konan mín ekki verið mér stoð og stytta og útfært ýmis atriði sem ég er klaufi í að fram- kvæma hefði mér ekki litist á blik- una. En við förum til Brussel til að gera okkar besta og við reynum að gera það skammlaust. Eftir keppnina ætlum við Árni og Ásta svo í frí. sem við teljum okkur eiga vel skilið. og gleyma Eurovision í bili." -ATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.