Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987.
63 ■
DV Sérsæð sakamál
að fella sig við þá breytingu sem orð-
ið hafði á manni hennar. Venjan var
nú orðin sú að eftir kvöldmat fór
Keith inn í herbergi, sem hann hafði
fyrir sig, og sat þar framundir hátta-
tíma. Það eina sem Rowena hafði
fyrir stafni var að horfa á sjónvarp
og spjalla við þá vini sem stöku sinn-
um lögðu leið sína til þeirra. Breyt-
ingin, sem varð á lífi hjónakornanna,
varð mikil og brátt fannst Rowenu
■ hún ekki getað þolað nýju lifnaðar-
hættina lengur.
Hún vann sjálf úti og hafði því fé
á milli handa. Henni fannst hún því
geta gert það sem hana langaði til
alveg eins og áður en hún gifti sig.
Hún var þó ekki viss um hvernig
Kei,th myndi taka því ef hún færi að
fara ein út. Sér til mikillar undrunar
komst hún þó að því að hann hafði
ekkert við það að athuga. Ástæðan
kann meðal annars að hafa verið sú
að hún var því vön að hafa hljóm-
flutningstækin í gangi þegar hún var
ekki að horfa á sjónvarp og fannst
manni hennar það trufla sig. Færi
hún út yrði meira næði.
Keith fær grunsemdir
Þannig gekk þetta til um hríð.
Rowena fór út að skemmta sér en
Keith sat heima og las. Ein af vin-
konum Rowenu var Jill Fraser og
hringdi hún alltaf öðru hverju. Þar
kom hins vegar að hún hætti að láta
í sér heyra og það fannst Keith ein-
kennilegt. Hann spurði konu sína
nokkrum sinnum að því hvers vegna
Jill væri hætt að hringja til hennar
en fékk engin þau svör sem hann gat
sætt sig við.
Kvöld eitt eftir að Jill hafði borið
á góma hringdi hún. Þetta fannst
Keith í hæsta máta grunsamlegt því
hann leit svo á að kona sín hefði
fengið hana til að hringja til að
breiða yfir eitthvað og það gæti vart
annað verið en samband við ein-
hvern annan mann. Keith ákvað því
að komast til botns í þessu. Hann
þekkti alla uppáhaldsstaði konu
sinnar og reiknaði því með að það
yrði létt verk að sjá með hverjum
hún væri.
Hugmyndin var þó ekki eins auð-
veld í framkvæmd og hann hafði
haldið. Sjö kvöld fór hann að leita
hennar en árangurslaust. Þetta
leiddi til þess að hann fór aftur að
dragast aftur úr í náminu. Skap hans
versnaði og að kvöldi 20. ágúst 1986
var hann kominn í afar slæmt skap.
Um sexleytið um kvöldið höfðu hjón-
in borðað kvöldverð og þá sagði
Rowena að hún ætlaði út um átta-
leytið til þess að heimsækja Jill
Fraser. Keith lét eins og hann tæki
ekki eftir því sem hún sagði.
Rowena fór nú í bað en nokkrum
mínútum síðar gekk Keith inn í
svefnherbergið og settist á rúmið.
Þar lá taska konu hans og af tilviljun
datt hún á gólfið. Það sem í henni
var féll úr henni. Keith tók veskið
og byrjaði að setja í það munina. Tók
hann þá eftir hvítum pappírspoka
sem vakti forvitni hans. 1 honum var
lítil gullkeðja.
Keith mundi ekki eftir því að hann
átti afmæli eftir hálfan mánuð. Þess
vegna sannfærðist hann þegar í stað
um að keðjan væri gjöf til elskhuga
sem Rowena ætti. Keith missti nú
stjórn á sér og gekk að baðherberg-
inu. Hurðin var læst en hrökk upp
eftir að hann hafði sparkað duglega
í hana. Rowena vissi ekki hvað um
var að vera en sá að maður hennar
var óður af reiði er hann kom að
baðkerinu. Hún fékk þó ekki ráðrúm
til að spyrja neins því nokkrum
augnablikum síðar hafði Keith ýtt
henni niður í vatnið og þar hélt hann
henni þar til hún hafði drukknað.
Er klukkan varð átta og betur án
þess að Rowena sýndi sig fór Jill
Fraser að verða óróleg. Loks ákvað
hún að fara heim til hennar. Keith
var enn jafnmikið úr jafnvægi og
fyrr og leit svo á að Jill væri á ein-
hvern hátt samsek konu sinni og
ætti því að deyja líka. Hann gaf Jill
i fyrstu þá skýringu að gestir væru
hjá þeim og væri það ástæðan til
þess að Rowenu hefði seinkað. Hún
skyldi þó bara koma inn fyrir og bíða.
Jill gekk inn í stofuna en á meðan
sótti Keith hamar. Þannig fannst
honum að auðveldast myndi verða
að ráða hana af dögum. Hann komst
svo aftan að henni. Augnabliki síðar
var Jill Fraser líka dáin.
Keith dró líkið af henni inn í eld-
húsið en fór síðan inn í baðherbergið
til að ná í líkið af konu sinni. Hann
þurrkaði það, klæddi og lagði það
við hlið hins líksins. Næstu stundirn-
ar sat hann hugsi. Hann ákvað þá
hvar hann ætlaði að losa sig við lík-
in en óttaðist mjög að upp kæmist
um hann.
Hann vissi að um þrjúleytið um
nóttina yrðu flestir af diskótekgest-
unum komnir heim. Þá ók hann
bílnum að húsinu og setti bæði líkin
í farangursrýmið. Skömmu síðar var
hann kominn að skipaskurðinum
sem hann ætlaði að kasta þeim í. Það
gerði hann og fór svo heim. Daginn
eftir tilkynnti hann um hvarf konu
sinnar. Hann bjóst við að líkin fynd-
ust og lögreglan myndi líta svo á að
Rowena og Jill hefðu hitt morðingja
sinn kvöldið áður.
Atburðarásin varð þó ekki sú sem
Keith hafði haldið. Um hálfníuleytið
um morguninn hringdi hann til lög-
reglunnar og tilkynnti hvarf konu
sinnar. „Hún fór út í gærkvöldi og
hefur ekki komið til baka,“ sagði
hann.
Um tíuleytið var svo tilkynnt um
hvarf Jill Fraser.
Lögreglunni fannst þettá einkenni-
legt. Það var i sjálfu sér ekki óvenju-
legt að ein kona hyrfi en óvenjulegt
í hæsta máta að tvær konur hyrfu á
þessum slóðum á einu og sama kvöld-
inu. Ákveðið var því að hefja
umfangsmikla rannsókn og hálfum
öðrum sólarhring síðar vissi lögregl-
an mun meira en Keith Cullen hefði
getað grunað.
Jill Fraser hafði í rauninni ætlað
að hitta Rowenu á krá. Þar hafði
einnig verið stúlka að nafni Emma
Paige sem varð síðar eitt helsta vitni
lögreglunnar í málinu. Hún skýrði
svo frá að Jill hefði ákveðið að fara
heim til Rowenu þar eð hún hefði
- ekki komið á stefnumótið. Lögreglan
taldi því líklegt að ráðist hefði verið
á Jill á leiðinni þangað. Nágranni
Rowenu gat hins vegar staðfest að
Jill hefði komist á áfangastað. En
hver gat þá skýringin á hvarfinu
verið? Svarið fékkst ekki fyrr en lík-
in fundust og þau höfðu verið
skoðuð. Þá kom einnig í ljós að Keith
Cullen hafði ekki sagt sannleikann.
Rowena hafði ekki drukknað í skipa-
skurðinum. Vatnið í lungum hennar
var komið annars staðar frá.
Húsrannsókn í íbúð Cullenhjón-
anna sýndi svo ummerki sem urðu
ásamt öðru til þess að Keith var sak-
aður um að hafa myrt konu sína og
vinkonu hennar.
Hann reyndi ekki að mótmæla ej
sönnunargögnin voru lögð fyrii
hann.
HUSEIGANDI GOÐUR!
EOTIMETTTUI
AVMULMNU?
Eru eftirfarandi vandamól
að angra þig?
• Alkalí-skemmdir • Vaneinangrun
• Frost-skemmdir • Sprunguviðgerðir
• Lekirveggir ® Síendurtekin mólningarvinna
Ef svo er, skaltu kynna þér kosti
Sfo-utanhúss-klæðningarinnar:
sto-klæðningin er samskeytalaus.
sto-klæðningin er veðurþolin.
SÍD-klæðningin er litekta og fæst í yfir 300
litum.
StO-klæðningin er teygjanleg og viðnám gegn
sprungumyndun er mjög gott.
Sto-klæðningin leyfir öndun frá vegg.
Sto-klæðningin gefur ótal möguleika í þykkt,
áferð og mynstri.
StO’klæðninguna er unnt að setja beint á veag,
plasteinangrun eða steinull.
Sto-klæðninguna er hægt að setja á nær hvaða
bvggingu sem er, án tillits til
aldurs eða lögunar.
sfo-klæðningin endist - Vestur-þýsk gæðavara
Opið laugardag og sunnudag
RYDIr
Bíldshöfða 18 — 112 Reykjavík
Sími 67332C
Kristján Sigmundsson
landsliðsmarkvörður:
Með þínum stuðningi
náðum við 6. besta
sæti í heimi á
OL ’84 og HM ’86,
Stefnum að
verðlaunasæti
á ólympíuleikunum
í Seoul.
Viö getum það meö
ÞÍNUM STUÐNINGI.
ÁFRAM
ÍSLAND!
Yerðmæti vinninga allt að 28 milljómr!
Óvenjuhátt vinningshlutfall!