Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Side 20
Holmes hefur enn áhrif Sherlock Holmes er aldargamall á þessu ári. Hann fór á kreik í London árið 1887 og hafði von hráðar haft ótrúlega mikil áhrif á þann hluta bókmenntasögunnar sem kenndur er við reyfara eða glæpasögur. Glæpasagan, gátureyfarinn eða lögreglusagan, hefur sprottið upp og blómstrað á einni öld, svo mjög reyndar að núorðið verja ýms stór- blöð, útvarpsstöðvar og sjónvarps- stöðvar sífellt meira rými og tíma í að fja'la um þessa bókmenntagrein. í ölium stærri borgum Evrópu og Ameríku eru margar bókaverslanir sem einvörðungu versla með glæpa- bókmenntir og stærri bókasöfn hafa mörg hver sérstakar deildir fyrir þessa- tegund bóka. Á íslandi hefur reyfararitun farið hægt af stað og bókaforlög hafa ekki enn haft rænu á að efla þessa bókmennta- grein eða ýta undir hana með öðru móti en því að gefa út þýddar met- sölubækur. Menn hafa stundum velt því fvrir sér hverju vinsældir glæpasagna sæti. Svarið við þeirri spurningu er trúlega það eitt að frásagnarmáti **~'glæpasögunnar er jafnan á raunsæis- legum nótum. Agatha Christie sló í gegn á sínum tíma vegna þess að hún lýsti á raunsæjan máta lífi breskrar yfír- og millistéttar. Kannski má segja að hún og sporgöngumenn hennar í bókmenntunum hafi löng- um verið einu raunsæishöfundarnir Simenon - var fljótur að skrifa hverja bók. Sherlock Holmes orðinn 100 ára. á markaðnum: höfundur glæpasög- unnar segir sögu sem fjallar um fólk sem við þykjumst þekkja deili á, fólk sem hugsar eins og fólk almennt ger- ir og umhverfi þessara persóna í reyfurunum er ævinlega gamalkunn- ugt. Simenon var mikill meistari í að lýsa með örfáum orðum umhverfi sem lesandinn þekkti strax og gat þannig upplifað stemninguna í frá- sögninni. Ætli þessi galdur sé ekki það sem góðir glæpasagnahöfundar eiga sam- eiginlegt. Flestir lesendur lesa góðan reyfara í einum rykk, lesa bókina spjaldanna á milli á einu kvöldi eða nóttu. Þannig las ég sjálf- ur hér áður. Og ég greip til reyfarans þegar mér fannst ég þurfa að hvíla hugann, þegar mig langaði til að sökkva niður í uppdiktaðan heim Simenons eða einhvers annars snill- ings og dvelja þar um stund, gleyma mér á valdi söguþráðar. Nú hefur þessi venja breyst. Ég gríp fremur til fagurbókmennta, jafnvel erfiðs texta, sem svo er stund- um kallaður, til þess að hvíla mig. En góðan reyfara les ég hægt, ákaf- lega hægt. Stundum les ég ekki nema tvær til fjórar síður í senn, legg þá bókina frá mér og velti vöngum yfir umhverfi sögunnar eða persónum. Og tek síðan til við eitthvert óskylt efni eða vinnu og kem jafnvel ekki aftur að glæpasögunni fyrr en eftir nokkra daga. Þá les ég aftur síðurn- ar frá því fyrir nokkrum dögum og bæti fáeinum við. Þannig vex heimur hinnar einföldu, spennandi frásögu hægt og hægt í kringum mig. Ef sag- an er verulega góð finnst mér kannski þegar nær miðju dregur að ég sjálfur sé ein persónan, kominn á kaf í að leysa morðgátu á götum Gunnar Gunnarsson Parísar ellegar austur á Volgubökk- um. Söguþráður og umhverfi skipta mestu máli í reyfara. Og það er fróðlegt að kanna hvernig meist- ari Simenon hefur þróast gegnum árin. í fyrstu bókum hans er eins og hann ráði ekki við annað en að lýsa umhverfi. Söguþráðurinn er nánast vonlaus! En smám saman styrkist. Simenon og æfist, sögur hans verða trúverðugri og flóknari um leið. Og hann nær lengst þegar honum tekst að lýsa venjulegri manneskju sem hefur lent í ákaflega erfiðum aðstæð- um. Það er líka fróðlegt að fylgjast með því hvemig Simenon þróast póli- tískt. í fyrstu bókunum er hann dökkblár, hefur raunar fasísk viðhorf gagnvart lágstéttum, innflytjendum, gyðingum og fleiru. Smám saman dregur úr þessari andúð hans á slík- um þjóðfélagshópum - enda mun hann m.a. hafa lært sína lexíu á tím- um þýsku nasistanna; hann bjó í París hemámsárin. Margir höfundar hafa reynt að nota frásagnarmáta glæpasögunnar til að koma boðskap á framfæri. í þeim tilvikum þar sem höfundar hafa beinlínis ætlað sér að semja spennandi sögu í þeim tilgangi að sýna þjóðfélagsmyndina i ein- hverju tilteknu ljósi hefur sú aðferð mistekist; finnst undirrituðum. Sjö- vall og Wahlöö í Svíþjóð (níu af tíu sögum þeirra um Stokkhólmslögg- una hafa komið út á íslensku) settust meðvitað niður og ætluðu að skrifa tíu glæpaskáldsögur eða lögreglu- sögur i beit. Og meiningin var að nota þetta form til að koma að sósial- ískum boðskap. Tilraunin mistókst hrapallega. Fyrstu bækurnar vom reyndar ákaflega vel skrifaðar og spennandi. En hægt og hægt þyngdu þau sitt pólitíska erindi - og seinni helming- ur bókanna, frá og með sögu númer sex, er ekki annað en pólitískur áróð- ur af ómerkilegustu gerð. Og sögu- þráður þeirra, umhverfislýsingar og persónusköpun varð að líða fyrir vik- ið. Margar sögur hafa verið sagðar af því hversu hratt hinir og þessir reyfarahöfundar hafa skrifað. Simenon átti að geta skrifað bók á tveimur vikum. Og Edgar Wallace var víst stundum ekki nema eina helgi með doðrant og lét sig í leiðinni ekki muna um að halda vinum sínum veislu. Reyndar má þá láta fylgja með um kappann þann að hann las sínar bækur inn á þráð, lét svo einkaritarann um að vélrita og koma samhengi í kássuna, sjá til þess að söguhetjurnar fengju að heita sama nafni bókina í gegnum og fleira í þeim dúr. En Wallace var duglegur og frjór þótt hann muni seint verða talinn í hópi skárri höf- unda. En Sherlock Holmes er orðinn hundrað ára. Þess af- mælis verður minnst víða um lönd. Forlög, aðdáendafélög og bókasöfn munu verða með sýningar víða í borgum og gefnar verða út viðhafn- arútgáfur af verkum hans. Reyndar geta menn fengið upplýsingar um þessi hátíðahöld með því að skrifa á gamla heimilisfangið hans í Baker Street. Þangað streyma bréfin enn þann dag í dag! Þessa dagana er verið að sýna rúss- neska sjónvarpsmynd í Sovétríkjun- um sem byggir á „A Study in Scarlet". í myndinni gerist það að dr. Watson kemur heim til Holmes og Holmes segir: „Þér hafið verið í Afghanistan, sé ég.“ Ritskoðunin hefur krafist þess að þessi setning verði klippt út áður en að sendingu kemur. Astæðan er kannski sú að sovésk yfirvöld vilja ekki minna sov- étborgara á að stórveldi hafa áður flækst til Afghanistan - og hrakist þaðan á endanum með skottið á milli afturfótanna. Við sjáum að Sherlock Holmes er enn á lífi og lætur ekki að sér hæða. -GG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.