Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1987, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1987, Blaðsíða 1
Bjami varði tvö vrti! Gauti Giétaissan, DV, Noiegl; íslendingaliðin í Noregi halda sigur- göngu sinni áfram í 1. deildinni. Um helgina sigraði Brann lið Bjama Sig- urðssonar, Start, eftir vitaspymu- keppni og gerði Bjami sér lítið fyrir og varði tvær vítaspymur og tryggði liði sínu glæsilegan sigur á útivelli. Gunnar Gíslason og félagar hans hjá Moss unnu Lilleström eftir víta- spymukeppni á útivelli en jafrit var eftir venjulegan leiktíma, 2-2. Gunnar átti góðan leik með Moss-liðinu. Sem kunnugt er em jafiitefli ekki tekin gild úrslit í norsku knattspymunni. -JKS Allt óbreytt í Þýskalandi Bayem Múnchen heldur ennþá þriggja stiga forskoti sínu í 1. deild vestur-þýsku knattspymunnar. Um helgina vann liðið Blau Weiss Berlin, 2-0. Hamburger SV vann einnig um helg- ina, lið Schalke, 4-1. Kaiserslautem vann ömggan sigur á Stuttgart, 3-0. Atli Eðvaldsson og Láms Guðmunds- son léku báðir með Bayer Uerdingen á heimavelli Gladbach. Uerdingen tapaði, 2-0. Af öðrum úrslitum má nefria stórsigur . Werder Bremen á heimavelli gegn FC_ Homburg, 6-0, og stórsigur Bochum á heimavelli sínum gegn Mannheim, 6-1. Öll toppliðin unnu sigra og staða efstu liða breytt- ist ekki. -SK bikarkeppninni í knattspyrnu. Liöið vann ÍBK í úrslitaleik á laugardag, 3-0. Sveinbjörn Hákonarson (2) og Aöalsteinn Víglundsson skoruðu mörk ÍA. Siguröur Lárusson sést hér hampa bikarnum í leikslok. DV-mynd Brynjar Gauti ÞjáHari Kickers OfFenbach rekinn „Ég missteig mig á æfingu á dögun- um og hef þar af leiðandi ekkert getað æft með liðinu upp á síðkastið. Ég lék því ekki með um helgina þegar við unnum FSW Frankfurt, 1-2, á úti- velli,“ sagði Guðmundur Steinsson sem leikur með Kickers Offenbach í vestur-þýsku Oberligunni í samtali DV í gærkvöldi. „Það gerðust stórir hlutir hjá félaginu um helgina þegar þjálfari liðsins var rek- inn vegna ágreinings við stjóm félagsins. Þetta er hálfskrítið þegar liðið er komið í úrslitakeppnina og með átta stiga forystu í deildinni en svona er heimur knattspym- unnar. Framtíð mín hjá félaginu er alveg óráðin en hún kemur til með að ráðast af því hvemig okkur gengur í úrslita- keppninni," sagði Guðmundur að lokum. -JKS Ahangendurítalska liðsins Napolí höfðu ástæðu til að fagna um helgina en þá varð liðið italskur meistari i knattspyrnu i fyrsta sinn í 61 árs sögu félagsins. Á myndinni sjást stuðningsmenn félagsins eftir að meistaratit- illinn var í höfn. Sjá nánar á bls. 27 • Ljubomir, sem þjálfaði KA um árið, sést hér leika lisUr sínar með handboltann. Allar líkur eru taldar á því að hann verði naesti þjálfari Vals í handknattleik og taki við af Jóni Pétri Jónssyni. Liubomir til Vals? - Kemur hingað 22. maí til viðræðna „Við sendum Júgóslavanum Ljubomir bréf og buðum honum að koma til íslands til skrafs og ráðagerða. Hann kemur hingað 22. maí og ég á fastlega von á því að hann skrifi þá undir samning," sagði Pétur Guðmundsson hjá handknattleiksdeild Vals í samtali við DV í gærkvöldi. Valsmenn hafa undanfarna daga verið í sambandi við júgóslavneska þjálfarann Ljubomir sem þjálfaði KA hér um árið og nú eru taldar mjög miklar líkur á því að hann þjálfí 1. deildar lið Vals í hand- knattleik næsta vetur. „Ég er mjög bjartsýnn á að hann skrifi undir samning. Það eru nán- ast formsatriði sem eftir er að ganga fiá. Við erum mjög bjartsýn- ir og höfum ekki heyrt annað en að Ljubomir sé mjög snjall þjálf- ari,“ sagði Pétur Guðmundsson. Valsmenn hafa boðið pólskum þjálfara til landsins en sá hefur ekki enn fengið boðsbréfið frá Valsmönnum en þrjár vikur eru liðnar síðan að bréfið var sett í póst. Eru Valsmenn orðnir mjög vondaufir varðandi Pólverjann en hyggjast þó reyna betur ef Ljubom- ir verður ekki ráðinn. • Samkvæmt heimildum DV er það talið öruggt að Jón Kristjáns- son, sem lék með KA í vetur, gangi til liðs við Val ef Ljubomir þjálfar liðið næsta vetur. -SK Viðtal vlð Lolla í Val bls.22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.