Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1987, Blaðsíða 8
26 MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1987. Tilkynning til íbúa Háaleitis- og Laugarneshverfis Heilsuverndarstöð Reykjavíkur hefur falið Heimilis- læknastöðinni hf., Álftamýri 5, að annast alla heima- hjúkrun, mæðra- og barnavernd í Háaleitis- og Laugarneshverfi. Heimilislæknastöðin mun ennfremur veita þeim hverf- isbúum, sem þess óska, almenna læknisþjónustu. Nánari upplýsingar, ásamt uppdrætti af mörkum hverf- isins, verða sendar í dreifibréfi á næstu dögum. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Heimilislæknastöðin hf., Álftamýri 5. SAMKEPPNI UM ÚTILISTAVERK Á TORGI VIÐ BORGARLEIKHÚS Menningarmálanefnd Reykjavíkur hefur ákveðið að efna til samkeppni um útilistaverk á fyrirhuguðu torgi við Borgarleikhús. Hugmyndin er að þátttakendur geti hugleitt sírennandi vatnslistaverk með heitu og/ eða köldu vatni, einnig kemur til greina að staðsetja listaverkið utan við tjarnirnar og þá án vatns. Öllum íslenskum myndlistarmönnum er heimil þátttaka í keppni þessari. 1. verðlaun eru kr. 200.000. Einnig er gert ráð fyrir innkaupum af tillögum fyrir kr. 100.000. Dómnefnd skipa: Einar Hákonarson listmálari, formaður. Þorvaldur S. Þorvaldsson. forstöðum. Borgar- skipulags. Steinunn Þórarinsdóttir myndhöggvari. Trúnaðarmaður dómnefndar er Ólafur Jens- son framkvæmdastjóri. Samkeppnisgögn fást afhent hjá Byggingarþjón- ustunni, Hallveigarstíg 1, Reykjavík. Tillögur skulu afhentar trúnaðarmanni, Byggingar- þjónustunni, Hallveigarstíg 1 Reykjavík, eigi síðar en 16. nóvember 1987 kl. 18.00 að íslenskum tíma. RÍKIS SPÍTALAR LAUSARSTÖÐUR Félagsráögjafi óskast til afleysinga við öldrunarlækningadeild Landspítalans frá 1. júlí nk. til 31. janúar 1988. Hlutastarf kemur til greina. Upplýsingar veitir yfirfélagsráðgjafi öldrunarlækninga- deildar í síma 29000-313. Deildarfélagsráðgjafi óskast í hálft starf við kvennadeild Landspítal- ans. Upplýsingar veitir yfirfélagsráðgjafi kvennadeildar í síma 29000-521. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast til sumarafleysinga á allar vaktir á öldrunarlækningadeild. Einnig óskast sjúkraliðar til sumar- afleysinga á dagspítala öldrunarlækningadeildar. Dagvinna frá 8-16 virka daga. Sjúkraþjálfarar og deildarsjúkraþjálfarar óskast við öldrunarlækn- ingadeild Landspitalans. Einnig óskast aðstoðarmaður sjúkraþjálf- ara til sumarafleysinga. Upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari öldrunarlækningadeildar I síma 29000. Meinatæknar óskast til sumarafleysinga við blóðmeinafræðideild og meinefnafræðideild Landspítalans. Upplýsingar veitir yfirmeina- tæknir blóðmeinafræðideildar og yfirmeinatæknir meinefnafræði- deildar í sima 29000. Fóstra óskast í fullt starf við skóladagheimili ríkisspítala, Litluhlíð. Upplýsingarveitirforstöðumaðurdagheimilisins I síma 29000-667. Svæfingahjúkrunarfræðingar óskast nú þegar við svæfingadeild Landspítala. Einnig óskast aðstoðarmenn til sumarafleysinga á svæfingadeild frá 15. maí nk. Upplýsingar veitir skrifstofa hjúkrunar- forstjóra Landspítala I síma 29000. Læknaritari óskast til sumarafleysinga á taugarannsóknastofu 31 C. Upplýsingar veitir Iæknafulltrúi taugalækningadeildar í síma 29000-659. Aðstoöarmaður sjúkraþjálfara óskast við endurhæfingardeild Landspítalans. Upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari endurhæfingar- deildar í síma 29000. Aðstoðarmaður óskast til vinnu við frágang og hirðingu lóða Landspítalans. Um fullt starf er að ræða til frambúðar. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri I síma 29000. Starfsfólk óskast til vinnu I þvottahús ríkisspítalanna að Tunguhálsi 2. Óskað er eftir fólki I hálfs- og heilsdagsvinnu. Góð vinnuað- staða, ódýrt fæði og akstur til og frá vinnustað. Upplýsingar veitir forstöðumaður þvottahússins I síma 671677. Reykjavík, 11. april 1987. Iþróttir ”1 • Þrír rallicrossbilar á fullu i keppni og eins og sést á myndinni er ekki mikið í bilana borið og ekki erfitt að koma sér upp bíl I rallícross. Ræktum rallícross - vantar titfinnanlega æfingabraut Skeifurall, 19. mars 1978, síðasta sérleið: Rallicrossbraut BÍKR. Fyrstu 3 bílamir klóra sig gegnum brautina, Qórði bíllinn situr fastur í drullu, síðan er leiðin felld niður vegna ófærðar. Þannig var ástandið á nýtilkominni crossbraut Bifreiða- íþróttaklúbbs Reykjavíkur sem nokkrir vaskir sveinar lögðu í mal- amámu á Kjalarnesi. Af hverju rallícross? Þessi ófærð er þó ekki það sem crossarar sækjast eftir, óskabrautin er rúmur kílómetri að lengd, hvergi mjórri en tiu metrar, malbikaður start-kafli, hundrað metra langur, mishæðir, beygjur, helst malbikaðar og lítill skammtur af því sem kalla má mdda. Fjórir til sex bílar starta samtímis, síðan gildir frumskógar- lögmálið um stund og menn njóta þess að reyna á hæfni sína og mótor- fákanna. Crossarinn spyr rall-öku- manninn: „af hveiju þetta flandur um allt land til að keyra hratt og hægt til skiptis? draslið þarf að hanga saman hundruð kílómetra, aðrir þurfa að elta þig með vara- hluti og hvemig fer ef bíllinn stór- skemmist hinum megin á landinu?" Crossbíllinn er ekki skráð ökutæki, mjög rúmar reglur gilda um breyt- ingar frá standardbúnaði og keppnin fer fram á hálfum ferkílómetra. Rallícross er því tilvalinn vettvang- ur fyrir ökuglaðan bílameiker eða tvo sem fá útrás hvor á sínu sviði, jafnvel áhugasama fjölskyldu. Ræktum rallícross Ótrúlega fáir hafa tekið rallícross á íslandi alvarlega. Rallícrossbraut BÍKR á Kjóavöllum við Vatnsenda er í dag öllu skárri en á Kjalarnesi fyrir níu árum en draumabrautin er ódagsett enn. Fjármagn hefur vant- að og í framhaldi af því keppendur og það svo að sum árin hefur keppni legið niðri. íslensku þjóðina skortir tilfinnanlega æfingabraut fyrir ungl- inga sem eru að læra að aka bíl og aðra sem vilja skerpa viðbrögðin, ekki veitir af, við með okkar þrjátíu árekstra á dag allan ársins hiing. Aðeins í aksturskeppni er stundaður sá æfingaakstur sem allir akandi hafa þörf fyrir, í vemduðu umhverfi lokaðra sérleiða eða crossbrauta með tilskilinn öryggisbúnað. Finnar frændur vorir em öllum fremri í rallakstri, sagt er að þeir setji börnin sín í aksturskeppni strax á fermingaraldri á ísilögðum vötn- um. Það er þetta með æfinguna og meistarann. Ökukennslan sem slík er nauðsynleg og sú innræting sem henni fylgir um að aka varlega, haga akstrinum eftir aðstæðum og sýna náunganum tillitssemi. En eigum við að bjóða nemendum ökukennara svona 3x1 tíma á rallícrossbraut í þar til gerðum bíl og lofa þeim að fara út fyrir takmörk sín? Hvaða íþrótt er mikilvægari en sú sem stuðlar að björgun lífs og lima með réttum viðbrögðum á óvæntu augna- bliki í þeirri rússnesku rúllettu sem umferðin er? En ökum samt varlega með bros á vör og beltin spennt. Okkarmenn í bílasportinu: .Bragi Guðmundsson og Asgeir Sigurðsson skrifa um rall og fleira. • Bragi Guðmundsson. ^íék' Á, • Ásgeir Sigurðsson. Arabi í Ljómaralli? Fyrirspumir eru þegar famar að berast frá öllum heimshomum um Ljómarallið í ágúst. Nú þegar hafa nokkrar erlendar áhafnir boðað komu sína, en Ljómarallið er óðum að öðlast ákveðinn sess í rallheimin- um. Þykir keppnin bæði óvenjuleg og erfið. Getum við þakkað það lé- legu vegakerfi, fallegu landslagi og síðast en ekki síst einstakri gestrisni landans. Upplýsingar um íslenskt rall virðast hafa borist víða því með- al annarra er von á arabískum prinsi að nafni Mohammed bin Sulayen en prins þessi hefur það sér m.a. til ágætis að vera mið-austurlenskur meistari í rallakstri. Ökutæki prins- ins er ekki af verri endanum, Toyota Celica turbo. 370 arabískir hestar em í vélasalnum og allur annar bún- aður eftir því. Prinsinum fylgir venjulega mikill fjöldi aðstoðar- manna og blaðamenn fylgja honum hvert fótmál. Ekki er vitað hvort kvennabúr mun fylgja með í fslands- förinni en við vonum hið besta. Það yrði stórkostleg landkynning ef slík- ur höfðingi kæmi til keppni hér. Á sínum tíma vom stofnaðir klúbbar víðs vegar um landið sem höfðu og hafa það að markmiði að sameina alla þá er áhuga hafa á bif- reiðaíþróttum. Á skömmum tíma tókst að mestu að losna við kapp- akstur og kvartmílukeppni af götunum. Þess í stað komu skipu- lögð mót í samráði við yfirvöld þar sem fyllsta öryggis var gætt. Nú virðist vera að verða breyting þar á þar sem kappakstur á götunum virð- ist vera að færast í vöxt að nýju. Það er synd og skömm ef satt er því aldrei hefúr verið meiri gróska í bif- reiðaíþróttum en einmitt nú. Við viljum því skora á alla þá er stunda þennan ljóta leik að snúa sér frekar til þeirra klúbba er hafa aksturs- íþróttir á sinni stefiiuskrá og fá útrás á bíladellunni í skipulagðri keppni fremur en að stofna lífi og limum samborgara sinna í hættu með glannaakstri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.