Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1987, Blaðsíða 2
20 MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1987. KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ VALUR Afmæliskaffi 11 . maí Opið hús verður að Hlíðarenda í tilefni afmælis Vals mánudaginn 11. maí kl. 16.00-18.30. Stjórn Vals býður öllum Valsmönnum og velunnurum félagsins upp á kaffisopa og meðlæti með aðstoð Valskvenna. Mikið er um að vera á Hlíðarenda. Fulltrúar úr bygg- ingarnefnd verða í íþrótta- og vallarhúsi, fulltrúar vallarnefndar við nýja vallarsvæðið og nýleg skrifstofa félagsins verður opin. m LAUSAR STÖÐUR HJÁ T REYKJAVÍKURBORG Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar að ráða eftirtalið starfsfólk: Við Heilsugæsluna Álftamýri 5: Hjúkrunarfræðing. Og jafnframt til sumarafleysinga: Hjúkrunarfræðing og sjúkraliða. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 688550. Við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur: Hjúkrunarfræðinga, Ijósmæður, sjúkraliða og starfs- menn við móttöku og sima. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 22400. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. GRUNNSKÓLI ESKIFJARÐAR ENNARA VANTAR Þrjá kennara vantar að skólanum næsta skólaár. Um er að ræða eftirtalda kennslu: ★ íslensku og dönsku í eldri bekkjum. ★ Almenna kennslu í 4.-6. bekk og yngri bekkjum. ★ íþróttir og líffræði. Skólinn starfar í nýju húsnæði og er vinnuaðstaða kennara mjög góð. íbúðarhúsnæði er útvegað á góð- um kjörum og einnig kemur greiðsla flutningsstyrks til greina. Nánari upplýsingar gefa skólastjóri í síma 97-6472, heimasími 97-6182, og formaður skóla- nefndar í síma 97-6422. Skólanefnd. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Staða forstöðumanns við leikskólann Fellaborg, Völvufelli 9. Fóstrumenntun áskilin. Fóstrustöður við leikskólana Barónsborg, Njálsgötu 70, Brákarborg v/Brákarsund, Árborg, Hlaðbæ 17, Hlíðaborg v/Eskihlíð, Holtaborg, Sólheimum 21, Fellaborg, Völvufelli. Fóstrustöður á leiksk/dagheimili, Grandaborg v/ Boðagranda, Hálsaborg, Hálsaseli 27, Hraunborg, Hraunbergi 10, Ægisborg, Ægissíðu 104. Fóstrustöður á dagheimilin Dyngjuborg, Dyngjuvegi 18, Hamraborg v/Grænuhlíð, Laufásborg, Laufásvegi 53-55, Suðurborg v/Suðurhóla, Bakkaborg v/ Blöndubakka, Völvuborg v/Völvufell. Upplýsingar veita forstöðumenn viðkomandi heimila og umsjónarfóstrur í síma 27277. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. íþróttir r~--------------------- Agreiningur í 0L-nefnd íslenska ólympiunefndin kom saman til fundar á dögunum til að ræða um hverja ætti að senda á ólympíuleika smáþjóða í einstakl- ingsgreinum sem haldnir verða í Mónakó 14. til 17 maí. Ágreiningur kom upp í nefnd- inni, sumir töldu að senda bæri okkar sterkasta íþróttafólk á þessa ieika. Aðrir voru á þeirri skoðun að nú væri komið tilvalið tækifæri til að gefa því íþróttafólki sem ekki fengi mikla möguleika á að keppa fyrir hönd íslands á erlendri grund en margir í þeim hópi eiga ekki langt í land með að ná ólymp- íulágmarki sem krafist er í Seoul á næsta ári. Eftir miklar umræður komst nefndin að þeim niðurstöðu að senda ætti okkar sterkasta íþrótta- fólk enda mikið í húfi að sem flestir verðlaunapeningar náist á þessum leikum en það er ekki á hverjum degi sem slík tækifæri gefast. Valsmenn á öllum miðum eftir þjálfara Fon-áðmenn handknattleiks- deildar Vals liggja sveittir þessa dagana í leit að þjálfara fyrir meistaraflokk karla. Þeir hafa ver- ið í sambandi við pólskan þjálfara og hafa þegar orðið sér úti um landvistarleyfi fyrir hann. Fyrir um þremur vikum sendu Valsmenn honum hréf til Póllands en hafa enn sem komið er ekkert heyrt frá honum. Valsmenn er orðnh nokkuð þreyttir á biðinni og hafa þegar sett sig í samband við fleiri þjálf- ara erlendis. Tveh af þeim hafa áður þjálfað hér á landi en þeir eru Júgóslavar. Annar þeirra þjálfaði KA frá Akureyri en hinn lið KR- inga. mestu leyti verið i simanum síd- ustu dagana. Síminn stoppar ekki hjá Steinari Steinar Birgisson, landsliðsmað- ur í handknattleik, sem leikið hefur með norska liðinu Kristian- sand í vetur, hefur ákveðið að pakka saman og halda heim til Islands þrátt fyrh nokkur tilboð frá norskum liðum. Eftir að Steinar ákvað að koma heim hefur síminn hjá honum ekki þagnað. Mörg lið hérlendis hafa sett sig í samband við hann og boðið honum gull og græna skóga. Steinar íhugar þessi tillwð og er að vænta ákvörðunar hans mjög fjótlega um með hvaða liði hann ætlar að leika á næsta keppnis- tímabili. • Einar Bollason landsliðsþjáKari í körfuknattleik. Einar Bolla kallar á nýja menn íslenska landsliðið í körfuknatt- leik hafnaði eins og kunnugt er í neðsta sæti á Norðurlandamótinu í Danmörku. Olli írammistaða liðs- ins raiklum vonbrigðum enda var talið að þaö hefði líklega aldrei átt eins mikla möguleika og einmitt nú á að komast í verðlaunasæti en liðið er komið í hóp B-þjóða í körfuknattleik. Einar Bollason landsiiðsþjálfari var að vonum mjög svekktur yfir frammistöðu sinna manna og hefur því ákveðið að gera breytingar á liðinu. Hann heftir kallað á Torfa Magnússon, sem á síðasta ári á- kvað að hætta að leika með ís- lenska landsliðinu. Torfi virðist hafa látið undan þiýstingi frá Ein- ari. Annar leikmaður er kallaður á nýjan leik í liðið en það er Magn- ús Matthíasson sem leikur körfti- knattleik í Bandaríkjunum. Vekur hans val töluverða athygli því hann lék síðast með íslenska liðinu í B-keppninni hér á landi í fyrra og var frammistaða hans þá slök 3vo ekki sé meira sagt. • Pétur Ormslev kom heim með telagaskipti Ragnars Margeirs- sonar eftlr landsleikinn gegn Frökkum í Paris. Pétur kom heim með félagaskiptin Ragnar Margeirsson er á ieiðinni heim til að spila með Fram í 1. deildinni í sumar. Ragnar hefur ekki í hyggju að hafa langan stans hér á landi, hann hefur fullan hug á að snúa aftur í atvinnumennsk- una þegar keppnistímabilinu lýkur í haust Um tíma ætluðu Framarar að fara þá leið að borga umboðsmanni þeim sem hugðist selja Ragnar Margeirsson frá Waterschei núna eftir keppnistímabilið dágóðan skilding fyrir að geyma það að selja hann, þannig að Ragnar gæti leikið með Fram í sumar. Mjög lík- legt er að Framarar hafi farið þessa leið og Ragnar hefur sjálfur lýst því yfir að hann muni reyna að komast aftur í atvinnumennsku í haust þannig að þá mun koma til kasta umboðsmannsins. • „Er ekki ráðið fyrir Einar Bolla- son og hans menn að fá sér menn með stiga til að skora körfur í landsleikjum? Kannski slökkvi- liðsmenn séu á lausu.“ MUGGUR A MANUDEGI:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.