Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1987, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1987, Síða 4
22 T" MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1987. Iþrótdr Stríðið skall á og við ff - EHeit Sölvason, „Lolli í Val“, í DV-viðtali Ellert Sölvason, eða Lolli í Val, hefur verið tengdur knattspym- unni og Valsliðinu með einum eða öðrum hætti í tæpa sjö áratugi. Unnendur íslenskrar knattspyrnu hafa því margsinnis barið þessa öldnu kempu augum; Lolli er nefni- lega maðurinn sem í sífellu þeytist meðfram hliðarlínu vallarins og hvetur sína menn ákaft til dáða. „Ég blindast alltaf af keppni og því er ég allur á lofti," segir Lolli og hlær við. „Ég get ekki með nokkru móti setið og fylgst með því sem gerist. Ég er í huganum meðal leikmanna og veit því ekki af mér á hliðarlínunni. Þannig verður þetta þar til ég hverf í gröfina.'1 ÞóttLolli fylgi nú keppnismönnum Vals hvert á land sem er í klæðum stuðningsmannsins var hann á árum áður í fremstu víglínu. Hann spilaði með meistaraflokki félagsins í 20 ár og varð sjö sinnum íslandsmeistari í peysunni rauðu og hvítu. Afrekin með Valsliðinu voru ekki til einskis unnin því þau veittu honum æðsta heiður hvers knattspymumanns - sæti í landsliði. Lolli lék fyrir Islands hönd í tjórum fyrstu viðureignum landsliðsins. Hann var því með i fyrsta sigrinum gegn Finnum, 2. júlí 1948. „Ég hef alltaf verið með tuðruna á tánum og ef ekki þar þá í hausn- um,“ segir kempan. „Þótt ég hafi hætt keppni rúmlega þrítugur hefur bakterían aldrei skolast úr blóðinu. Ég er og verð knattspymumaður og mínir menn verða ávallt á Hlíðar- enda. Tilfinningaleg tengsl mín við Valsliðið verða ekki rofin á meðan ég tóri.“ Lundúnir i sárum og ég hríðlagði af - Nú hefur þú farið í margar keppn- • Hann kann ennþá ýmislegt fyrlr sér í knattspymunni, hann Lolli I Val. DV-mynd Brynjar Gauti isferðir. Hverjar þeirra em þér minnisstæðastar? „Það er ógleymanleg for Reykja- víkurúrvalsins til Lundúna, rétt að stríði loknu, árið 1946. Blessaður vertu, borgin var öll í sárum og við höfðum vart til hnífs og skeiðar. Ég hríðlagði af en mátti þó allra síst við slíku. Ég lék alla tíð á vinstra kanti og var fyrir Lundúnaferðina sem fis í höndum bakvarða. Maður var sí- fellt á lofti og mátti þakka sínum sæla að lenda ekki utan vallar efitir átökin við þessa galvösku pilta - jafnvel í fanginu á áhorfendum. Ég varð án efa gefin veiði eftir þessar matarlitlu vikur þama ytra. En ferð- in til Englands var ágæt að öðm leyti. Við unnum frækilegan sigur á Ilford og héldum síðan jöfnu gegn okki ófrægara liði en Oxford. Við töpuðum hins vegar þremur leikjum í þessari fór, enda eðlilegt þar sem við áttum við mjög erfiða andstæð- inga að etja.“ Stríðið skall á og við með boltann á tánum í sjálfu Þýskalandi - Urðu Valsmenn og Víkingar ekki nærri innlyksa í frægri Þýskalands- för í upphafi stríðs? „Jú, mikil ósköp. Stríðið skall á og við með boltann á tánum í sjálfú Þýskalandi. Við vorum þarna í keppnisför og stríðsvélin var að hiksta í gang. Þýskir gáfu sér þó tíma til líta upp frá heldur tómlegri iðju sinni og mæta okkur á vellinum. Við töpuðum í Essen, 2-4, að mig minnir, og síðan aftur í Bremen, 1-2. Sá leikur er mér greyptur í huga. Ég fékk boltann á marklínu en rak tána í þúfú og tuðran valt fram hjá stönginni. Sjálfúr stóð ég agndofa um stund en hét því síðan að fara ekki af vellinum fyrr en boltinn væri í netinu hjá þeim þýsku. Ég hafði varla sleppt orðinu þegar tuðr- an steinlá í markinu hjá þeim og ég var sá sem olli þeim ósköpum." Valsmenn hafa styrk til að endurheimta Islandsbikarinn - Hvemig leggst komandi keppnis- timabil í þig? „Það er sjálfsagt óskhyggja að Valsmenn hafi sigur á komandi móti en ég veit að þeir hafa styrk til að endurheimta íslandsbikarinn. Pilt- amir mínir hafa sýnt ágætan leik nú í vor. Ef þeir þjarma að andstæð- ingnum með lfkum hætti og þeir gerðu gegn KR-ingum í Reykjavík- urmótinu þá efast ég ekki um að árangurinn skilar sér. Annars ráðast úrslit oft af andanum í liðinu. I knattspymu verða að fléttast saman gaman og alvara. Glensið má aldrei • „Svona ÓH þú að gera þetta, Arnór,“ gæti Lolli getað gefið Arnóri góð ráð. Val verið að segja við Arnór Guðjohnsen. Eflaust hefur Lolli vanta þótt agi verði að standa með spauginu. Það er enginn annars bróðir í leik en það má ekki blása til styijaldar þótt menn glími um bolta.“ Efniviðurinn er nægur og því er framtíðin björt í fótboltanum - Ertu sáttur við afrek íslendinga á erlendiun vettvangi? „Við eigum frábæra knattspymu- menn og þeir hafa gert garðinn frægan nú á síðustu árum. Ég er ákaflega ánægður með afrek lands- liðsins. Það er vitanlega breitt bil milli þeirra manna sem leika hér heima og hinna sem spila erlendis. Engu að síður hef ég ekki séð annað en að áhugamennimir leggi sig alla fram við að ná hagstæðum úrslitum með landsliðinu. Það er nægui- efni- viður hér heima og því er framtíðin • Ellert Sölvason er mikill Valsmaður og segist vonast eftir þvi að af- mælisdagar hans I Valsliðinu veröi öllu fleiri. DV-mynd Brynjar Gauti björt í íslenskum fótbolta. Arflakar landsliðspiltanna eiga eftir að verða þeim fremri, töluvert fi-emri.“ Atvinnumennskan stendur nú í gættinni og biður færis - Er atvinnumennska við lýði í ís- lenskri knattspyrnu? „Það býr eitthvaö að baki þegar afreksmenn færa sig um set. Það er enginn vafi að hér fá leikmenn ýms- ar greiðslur þótt ekki séu þær í beinhörðum peningum. Menn fá eitt og annað fyrir snúð sinn, njóta hlunninda sem aðrir eiga ekki kost á. Það má sjálfcagt segja að hér sé hálfatvinnumennskan að ryðja sér til rúms. Hún stendur í gættinni og bíður færis." Ég mun fylgja piltunum mínum fram i andlátið - Nú hefurðu fylgt Valsliðinu vfða um land og allan heim. Hyggst þú halda uppteknum hætti? „Eftir að ég hætti keppni hef ég fylgt Valsliðinu um allt land og raunar um allan heim. Ég mun halda uppteknum hætti og fylgja piltunum mínum fram í andlátið. Ég lít til með þeim á æfingum og styð við bakið á þeim í keppni. Ef ég lifi það að verða sjötugur á árinu held ég jafnframt upp á afinæli á öðrum vettvangi. Sjötíu ár í Val er skammur tími, varla meira en örskotsstund. Von- andi verða afmælisdagar mínir í Valsliðinu öllu fleiri,“ segir Lolli að lokum og brosir breiðu brosi. -JÖG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.