Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1987, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1987, Side 6
24 MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1987. íþróttir • Sigurjón Gíslason, GK, og Kristín Pétursdóttir, GK, voru mjög sigursæl á Spáni og sjást hér með verðlaun sín eftir Samvinnuferða/Urbis mótið á Mallorca. Sjonni, Stína og Sigurbjörn best á Spáni - Horkukeppni íslenskra kytfinga á stórmóti á Mallorca Kylfingar eru nú sem óðast að taka fi-am kylf- ur sínar og þegar eru þeir byrjaðir að reyna með sér í keppnum. Fyrsta stóra golfinótið meðal ís- lenskra kylfinga á golfárinu 1987 var reyndar haldið á erlendri grundu eða nánar tiltekið á Poniente-golfvellinum á Mallorca á Spáni daginn fyrir alþingiskosningamar á Islandi eða fostu- daginn 24. apríl. í þessu móti tóku þátt yfir 40 kylfingar, víðs vegar af landinu, en þeir voru staddir á Mallorca í sérstakri golfferð á vegum ferðaskrifstofunnar Samvinnuferðir-Landsýn. Þræddu þeir alla fjóra golfvellina á Mallorca í þeirri ferð og tóku um leið þátt í tveimur golfmótum. Annað hélt Helgi Daníelsson yfirlögregluþjónn, sem var í hópnum, og gaf hann verðlaunin í það. Verðlaunin í hitt mótið gáfu Samvinnuferðir og spánska ferða- skrifstofan Urbis. • Sigurvegari með forgjöf í báðum þessum mótum var sami maðurinn, Sigurbjöm Theo- dórsson, NK. Sló hann öllum við þrátt fyrir að hann spilaði golf með annarri hendi því hægri hönd hans er óvirk vegna fotlunar. Það hindrar hann samt ekki í því að leika golf og vinna þar til verðlauna eins og hann sýndi og sannaði í þessari ferð. Sigraði hann í báðum mótunum á 76 höggum nettó. • í Samvinnuferða/Urbis mótinu á Ponienta vann Sigurjón R. Gíslason, GK, í keppninni án forgjafar eftir bráðabana á tveimur brautum, nýja landsliðseinvaldinn Björgvin Þorsteinsson, GR. Léku þeir báðir á 83 höggum. Þriðji varð svo Óskar Friðþjófsson, NK, á 89 höggum. • Kristín Pétursdóttir, GK, handknattleiks- kona úr FH með meiru, sigraði í kvennaflokki í keppninni án forgjafar. Lék hún á 93 höggum. Önnur varð Kristín Pálsdóttir, GK, á 95 höggum og þriðja Erla Adolfsdóttir, GG. • Elísabet Gunnlaugsdóttir, GR, sigraði í kvennaflokki með forgjöf, lék á 81 höggi nettó. Önnur varð Kristín E. Kristjánsson, NK, á 85 höggum og þriðja Steindóra Steinsdóttir, NK, á 86 höggum. • Sigurbjöm Theodórsson, NK, sigraði í keppni karla með forgjöf eins og fyrr sagði. Frí- mann Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Golf- sambandsins, varð í öðm sæti en sex menn urðu jafnir í þriðja sæti. Héldu þeir sérmót um verð- launin sem því sæti fylgdu. Vom það þeir Sveinbjöm Bjömsson, GK, Eyjólfur Bjamason, GR, Björgvin Daníelsson, GR, Bjöm Axelsson, GA, Birgir ísleifsson, GR, og Viðar Þorsteinsson, GR. Sigraði Bjöm Axelsson í þeim slag sem fram fór á hinum nýja Bendinat golfvelli. • Þessi golfferð þótti takast mjög vel enda vellimir góðir og Mallorcaveður allan tímann. Er þegar ákveðin önnur golfferð á sömu slóðir á vegum Samvinnuferða í lok september í haust. -SK • Sigurbjörn Theodórsson slær einungis með ann- arri hendi vegna fötlunar en hefur engu að síður náð frábæmm árangri í golfinu og hann var sigursæll á Spáni. Kristján Bemburg, DV, Belgiu: Enzo Scifo kom t aðeins eina milljó erlecht lofaði að k ekki neitt við La L félag Scifo, en þá lé ar með La Loi; Þórðarson og Þoi Scifo hafði þá leik bil með La Louvi mörk. í einum leit La Louivere unnið skorað níu mörk. En stjaraa hans hélt áfram að skína og er hann var aðeins 17 ára var hann kominn í aðallið Anderlecht 18 ára gerðist hann belgískur ríkisborgari og fékk greiddar margar milljónir fyrir. Hann gekk beint í landslið Belga. 19 ára fékk hann gullskóinn og var kosinn besti leikmaður Belgiu. 20 ára fékk hann viðurkenningu fyrir að hafa leikið 25 leiki í landsliðinu. 21 árs hafði hann leikið um 100 deildarleiki, tvisvar unnið deildakeppnina, leikið til úrshta í Evr- ópukeppni, Evrópukeppni landsliða, og komist alla leið í 4-liða úrslit í heims- meistarakeppninni. Scifo er stórefnaður Scifo er vel efnaður, það sést strax er hann kemur akandi á æfingar. Nú þegar hefur hann átt fjóra bíla. Fyrsti bíllinn var BMW 528i, síðan Golf GTI, Merce- des Benz I90i og svo núna aftur BMW 735i. En allir eru þeir með númerinu Enzo o4. Þegar hann var 13 ára fékk hann skó og fjögur þúsund franka í mánaðarlaun frá La Louviere. Er hann var 14 ára hækkaði upphæðin í fimm þúsund franka. „Mitt fyrsta ár hjá Anderlecht „Unguro - segir Amó „Hann er geysilega tekniskur með boltann en ákvarðanir hans með knött- inn em hins vegar ekki alltaf réttar. Hann ætlar sér stundum að gera of mik- ið og þá vill allt renna út í sandinn hjá honum. Mér finnst þetta vera einfaldir hlutir sem á að vera hægt að laga en hann virðist ekki gera sér grein fyrir þessu vandamáli ennþá.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.