Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1987, Side 5
MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1987.
23
Iþróttir
HÖLW'M
immm
.iAísMÍfÍl’®
• Grikkir voru fyrstir til að hefja maraþonhlaup og hér kemur Yiannis
Kouros frá Grikklandi i mark í maraþonhlaupi.
Vítiájörðu
- maraþonhlaup
Maraþonhlaup eru án efa meðal erf-
iðustu keppnisgreina sem fyrirfinnast
í heimi íþróttanna. Þessir 42,195 km
hafa reynst mörgum manninum sann-
kallað víti en eigi að síður reyna
menn aftur og aftur við þessa vega-
lengd.
Mikill fjöldi maráþonhlaupa hefur
þegar farið fram á árinu en árangurinn
til þessa er hins vegar ekki neitt til
að hrópa húrra fyrir. Líkleg skýring á
því er þó að helstu maraþonhlauparar
heims eru varla komnir í fullkomna
æfingu enn enda stærstu maraþon-
hlaupin eftir. Þar á ipeðal er Reykja-
víkurmaraþonið sem er nú orðið að
föstum viðburði á landakorti mara-
þonhlaupara.
Sigurður Pétur Sigmundsson úr FH
á Islandsmetið í greininni, 2:19.46, sett
í Berlín í september 1985. Ekki er um
að ræða opinbert heimsmet í maraþon-
hlaupi því að hlaupið er við svo
mismunandi aðstæður að varla er
marktækt að gera alvarlegan saman-
burð. Annars lítur listi yfir bestu afrek
í maraþonhlaupi þannig út:
Karlar:
2:07.12, Carlos Lopes, Portúgal..........85
2:07.13, Steve Jones, UK.................85
2:07.35, Taisuke Kodama, Japan...........86
2:07.51, R. de Castella, Austurríki......86
2:07.57, Kunimitsu Itoh, Japan...........86
2:08.04, Zithulele Sinqe, S-Airíku.......86
2:08.08, Robleh Djama, Djibouti..........85
2:08.09, Ahmed Salah, Djibouti...........85
2:08.10, Juma Ikangaa, Tanzaníu..........86
2:08.15, T. Nakayama, Japan..............85
Konur:
2:21.06, Ingrid Kristiansen, Noregi......85
2:21.21, Joan Benoit, USA................85
2:23.29, Rosa Mota, Portúgal.............85
2:24.54, Grete Waitz, Noregi.............86
2:26.07, Lisa Martin, Ástralíu...........86
2:26.26, Julie Brown, USA................83
2:26.52, Katrin Döbrre, A-Þýskal.........84
2:27.35, Carla Beurskens, Hollandi.......86
-SMJ
Eru hástökkvarar
komnir á toppinn?
Heimsmetið í hástökki hefur verið
bætt nokkuð jafnt og stöðugt á síðustu
árum. Vanalega hefur það verið bætt
um einn til tvo cm á ári en núverandi
met, 241 cm, hefur staðið síðan 1985.
Eru hástökkvarar komnir á toppinn?
Verður metið ekki bætt úr þessu?
Auðvitað er of snemmt að fullyrða
neitt um það en líklegt verður að telja
að fremstu hástökkvurum heims takist
að bæta nokkrum cm við metið.
Það var 1912 sem fyrst var stokkið
yfir tvo metra og var þar bandarískur
hástökkvari, Horine, á ferð, hann
stökk 201 cm. Steers frá Bandaríkjun-
um komst fyrstur yfir 210 cm þegar
hann stökk 211 cm 1941. Landi hans,
Thomas, stökk 222 cm 1961 og varð
þar með fyrstur til að fara yfir 220 cm.
Það var síðan Bandaríkjamaðurinn
Dwight Stones sem fyrstur náði 230
cm þegar hann stökk 230 cm 1973.
Yfirburðir Bandaríkjamanna voru
miklir framan af í hástökki og það var
ekki fyrr en Sovétmaðurinn Jasch-
tschenko stökk 233 cm 1977 að veldi
þeirra var brotið á bak aftur. Síðan
heíur Bandaríkjamaður ekki átt met-
ið. Methafar síðan stokkið var yfir 230
cm eru eftirfarandi - hér er átt við
met sett utanhúss:
230, Stones (USA)...............73
231, Stones (USA)...............76
232,Stones (USA)................76
233, Jaschtschenko (USSR)..,....77
234, Jaschtschenko (USSR).......78
235, Wszola (Póllandi)............80
235, Mögenburg (A-Þýskal.)........80
236, Wessing (A-Þýskal.)..........80
237, Zhu (Kína)...................83
238, Zhu (Kína)...................83
239, Zhu (Kína)...................84
240, Powamizin (USSR).............85
241, Paklin (USSR)................85
-SMJ
• Dwight Stones fyrstur yfir 2,30 m.
Lewis sterkur í 200 m
Carl Lewis hefur sagt að hann
bindi mestar vonir við 200 m hlaup
í sumar. Hann hefur að vísu á
undanfömum vikum sýnt að hann
er í frábæru formi í langstökkinu
og bjartsýnustu aðdáendur þessa
frábæra íþróttamanns vonast til
þess að í sumar takist honum að
slá hið 19 ára gamla heimsmet
Bobs Beamon.
í síðustu viku varð Lewis fyrir
miklu áfalli þegar faðir hans lést
eftir langvarandi veikindi, aðeins
I
sextugur að aldri. Fjöskyldubönd honum líklega framar. -SMJ
Lewis em sterk og faðir hans
studdi einmitt hvað mest við bakið
á honum og systur hans, Carol,
þegarþau vom aðhefjaferil sinn.
Lewis hefur náð langbesta
timanum sem náðst hefur á lág-
landsbraut í 200 m hlaupi þegar
hann hljóp á 19,75 sek. það er
næstbesti tími sem náðst hefur í
hlaupinu. Að sögn fróðra manna á
Lewis að hafa alla burði til að setja
met í greininni, frekar en í 100 m
hlaupi en þar stendur Ben Johnson
RAÐSTEFNA
UM ÞRÓUN FISKMJÖLSIÐNAÐAR
Á ÍSLANDI
ávegum
Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins og
Félags íslenskra f iskmjölsframleiðenda
haldin á Hótel Sögu 21.-22. maí 1987.
DAGSKRA:
FIMMTUDAGUR 21. MAÍ.
14:00-14:30 Afhending ráöstefnugagna
14:30 Setning, Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra.
________________________Fjár- og fjárfestingarmál.
Fundarstjóri: Bjarni Bragi Jónsson.
14:45-15:30 BenediktValsson: Rekstrarstaða fiskmjölsiönaöar í nútíö og framtíö.
15:30-16:15 Jón R. Magnússon: Efnahagslegurgrundvöllurfiskmjölsframleiðslu.
16:15-16:30 Kaffi.
16:30-17:15 Sveinn Hjartarson: Efnahagslegur grundvöllur veiða á bræðslufiski.
17:15-18:15 Umræður.
19:30 Sameiginlegur kvöldverður.
_______________________________FÖSTUDAGUR 22. MAÍ.__________________
Tæknimál.
Fundarstjóri: Bjöm Dagbjartsson.
9:00- 9:30 Sigurjón Arason: Ástand fiskmjölsverksmiðja á Islandi m.t.t. þurrkunarbúnaðar.
9:30-10:00 Hannes Ámason/Guðmundur Þóroddsson: Orkumál fiskmjölsiðnaðar.
10:00-10:30 Kaffi.
10:30-11:00 Andrés Þórarinsson: Rekstrar- og fjárhagslegarforsendurtæknivæðingar.
11:00-11:30 Geir Zoega og Sveinn Frímannsson: Stýritækni við fiskmjölsframleiðslu.
11:30-12:30 Umræður.
12:30-14:00 Matur._______________________________________________________________________
_____________________________Markaðs-oggæðamál.___________________________________________
Fundarstjóri: Már Elísson.
14:00-14:45 lan Pike: Future aspects of marketing of fishmeal.
14:45-15:30 Nils Urdahl: Þróun fiskmjölsiðnaðar í Noregi.
15:30-16:00 Kaffi.
16:00-16:30 Jónas Bjarnason: Efnasamsetning og gæði íslensks fiskmjöls.
16:30-17:00 Grímur Valdimarsson: Rotvörn bræðsluhráefnis og þýðing hennar.
17:00-18:00 Umræður.
18:00 Ráðstefnuslit.
ÞÁTTTAKENDUR:
Ráðstefnan er ætluð framleiðendum og seljendum fiskmjöls, innflytjendum tækja, verkfræðistofum,
bönkum, opinberum aðilum og öðrum er áhuga hafa á framtíð fiskmjölsiðnaðarins.
ÞÁTTTÖKUGJALD:
Krónur 6.000.-. Hádegisverður, kaffi, kvöldverðurog ráðstefnugögn innifalin.
SKRÁNING:
Á skrifstofu Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, sími 20240 fyrir miðvikudaginn 20. maí.
TAKMARKAÐUR FJÖLDIÞÁTTTAKENDA.
Félag íslenskra
fiskmjölsframleiðenda
Rannsóknastofnun 5
fiskiðnaðarins l
i