Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1987, Qupperneq 10
28
MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1987.
Afleysing
í mötuneyti
Starfskraftur óskast til aðstoðar í mötuneyti í 3 mán-
uði, hálft starf.
Vita- og hafnamálaskrifstofan,
Seljavegi 32, sími 27733.
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
RE YKJAVÍKURBORG
Mæðraheimili Reykjavíkurborgar óskar eftir að ráða
starfsfólk í sumarafleysingar og einnig í fullt starf.
Upplýsingar gefur forstöðumaður alla virka daga frá
kl. 8.00 til 16.00 í síma 25881.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, sem fyrst á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Staða forstöðumanns við leikskólann Árborg, Hlaðbæ
17.
Fóstrumenntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 24. maí
1987. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri og um-
sjónarfóstrur á Dagvist barna í síma 27277.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum
eyðublöðum sem þar fást.
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Matreiðslumaður óskast til sumarafleysinga á dvalar-
heimili aldraðra, Dalbraut 27.
Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar.
Upplýsingar gefur forstöðumaður mötuneytis í síma
685377.
Umsóknum ber að skila til stadsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, sem fyrst á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
GARÐABÆR
V bæjarstjóri
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir laust til umsóknar
starf bæjarstjóra.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til 21. maí nk.
Umsóknum skal skilað til forseta bæjarstjórnar,
Sveinatungu v/Vífilsstaðaveg, Garðabæ.
Allar nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri, Jón Gauti
Jónsson, í síma 42311 eða forseti bæjarstjórnar, Lilja
Hallgrímsdóttir, í síma 42634.
Bæjarstjóri.
SVÆÐISSTJÖRN MÁLEFNA
FATLAÐRA, AUSTURLANDI,
KAUPVANGI 6,
700 EGILSSTAÐIR
ÞROSKAÞJÁLFAR -
KENNARAR - FÓSTRUR
Staða forstöðumanns á sambýli, Stekkjartröð 1, Egils-
stöðum, er laus til umsóknar frá og með 1. ágúst nk.
Æskilegast væri að viðkomandi væri með ofangreinda
menntun en önnur fagmenntun á þessu sviði kemur
til greina. Laun samkvæmt kjarasamningum BSRB
og ríkisins.
Umsóknarfrestur er tii 25. maí nk.
Nánari upplýsingar gefur Sigríður í síma 97-1833 eða
Agnes í síma 1877.
Iþróttir dv
• Verðlaunaafhending fór fram er keppni var lokið og hér sjást keppendur i unglingaflokki biða eftir verðlaunum sínum.
DV mynd E.J.
Unglingamir
nýttu tækifærið vel
íþróttamót Fáks hafa sífellt orðið stærri
og viðameiri með hveiju árinu sem líður.
Unglingar hafa oft fengið litla athygli en
nú var ákveðið í vor að böm og unglingar
fengju heila helgi til umráða. Unglingam-
ir voru auðvitað ósköp fegnir því að fá að
sýna hvað í þeim býr. En því miður hittist
svo á að kynbótadómar fóru fram um sömu
helgi í Víðidalnum þannig að knapamir
fengu ekki þá athygli sem þeim bar.
En keppnin fór vel fram. Veðrið var
gott, sól hiti og logn á Hvammsvelli. Knap-
ar voru snyrtilega klæddir og reiðmennska
hæg og hljóð en þó ákveðin. Það er áber-
andt hve krakkamir eru vel ríðandi og
hve vel þau umgangast hestana sína. Reið-
skólar hafa séð til þess. Það voru því
táknræn högg smiðanna sem negldu þak-
saum í reiðhöllina sem gnæfði fyrir ofan
Hvammsvöllinn.
Erfitt reyndist að fá dómara þvi mörg
mót voru haldin um þessa helgi á Reykja-
víkursvæðinu. Því urðu dómarar frá Fáki
að hlaupa í skarðið. Slíkt er ávallt slæmt.
En dómaramir stóðu fyllilega fyrir sínu.
Þeir voru: Ragnar Tómasson, Tómas
Ragnarsson, Hinnk Bragason, Hulda Sig-
- á íþróttamóti Fáks
urðardóttir, Orri Snorrason og Þorvaldur
Kristinsson.
Ein breyting hefur verið gerð á tölt-
keppni bama. Áður riðu börn einn hring
á hægu tölti en tvo með hraðabreytingum
en nú sýna bömin sömu atriði og þeir full-
orðnu. Úrslit urðu þessi: í tölti bama
sigraði Sigurður Matthíasson á Gassa,
Þorvaldur Á. Þorvaldsson varð annar á
Tvífara og Róbert Petersen þriðji á Þorra.
I fjórum gangtegundum bama sigraði Sig-
urður Matthíasson á Gassa, Hjörný
Snorradóttir varð önnur á Stirni og Jón
Steindórsson þriðji á Sörla. í töltkeppni
unglinga sigraði Ragnhildur Matthlas-
dóttir á Bróður, Jón Ól. Guðmundsson
varð annar á No Name og Ingibjörg Guð-
mundsdóttir þriðja á Þyrli.
í fjórum gangtegundum unglinga sigraði
Eyjólfur Pálmason á Hörða, Jón Ól. Guð-
mundsson varð annar á No Name og
Reynir Þrastarson þriðji á Tenór. Friðrik
Hermannsson sigraði í fimm gangtegund-
um á Þresti, Hjömý Snorradóttir varð
önnur á Heródesi og Edda Rún Ragnars-
dóttir þriðja á Emi. Róbert Petersen
sigraði í hlýðniæfingum á Þorra, Hjömý
Snorradóttir varð önnur á Stimi og Gísli
Geir Gylfason þriðji á Flugari. Sigurður
Matthíasson sigraði í hindrunarstökki á
Gassa, Hjömý Snorradóttir varð önnur á
Stimi og Auðunn Kristjánsson þriðji á
Snúð.
Hjömý Snorradóttir sigraði í ólympískri
tvíkeppni, Sigurður Matthíasson, sem
keppti í fjórum greinum og vann þær all-
ar, vann íslenska tvíkeppni og varð stiga-
hæstur knapa í barnaflokki en í flokki
unglinga varð stigahæstur knapa Auðunn
Kristjánsson. Jón Ólafur Guðmundsson
vSnn íslenska tvíkeppni unglinga. Sér-
staka viðurkenningu fengu þær Ragn-
hildur Matthíasdóttir og Elín Rós
Sveinsdóttir frá Kolbrúnu Kristjánsdóttur,
æskulýðsfulltrúa Landssambands hesta-
manna, fyrir góða umhirðu hesta sinna.
Það var áberandi hve knapar í bama-
flokki vom sigursælir þegar þeir kepptu
við knapa í unglingaflokki. Til dæmis má
nefna þær Hjömýju og Eddu Rún, sem
gerðu það gott í fimm gangtegundum í
bamaflokki, svo og Sigurð Matthíasson,
Róbert Petersen og Gísla Geir Gylfason
sem unnu til verðlauna í hindrunarstökki
og hlýðniæfingum.
-EJ
Gott mót hjá Gusti
Gustarar í Kópavogi héldu íþróttamót
sitt um síðustu helgi í góða veðrinu. Þátt-
taka var ágæt. Erfiðlega gekk þeim að fá
dómara en það hafðist þó að lokum. Þó
dæmdu einungis þrír dómarar nokkur sýn-
ingaratriði. Helstu úrslit urðu þessi: 1
hfýðnikeppni sigraði Jón Gísli Þorkelsson
á Stíganda, Bjami Sigurðsson var annar
á Fáfni_ og Siguijón Gylfason þriðji á
Hörpu. í hindrunarstökki sigraði Hjördís
Einarsdóttir á Punkti, Bryndís Einars-
dóttir, systir hennar, var önnur á Funa
og Jóhannes Öm Erlingsson þriðji á
Hnokka. I töltkeppni unglinga sigraði
Sigrún Erlingsdóttir á Hregg, Hjördís Ein-
arsdóttir var önnur á Punkti og Magnús
R. Magnússon þriðji á Þyt. í töltkeppni
bama sigraði Jóhannes Öm Erlingsson á
Hrafnfaxa, Bryndís Einarsdóttir var önnur
á Funa og Sigrún Þosteinsdóttir þriðja á
Hrönn. í fjórum gangtegundum unglinga
sigraði Haraldur Ö. Gunnarsson á Loga,
Sigrún Erlingsdóttir var önnur á Hregg
og Hjördís Einarsdóttir þriðja á Punkti. I
fjórum gangtegundum bama sigraði
Gríma Sóley Grímsdóttir á Sikli, Sigrún
Þorsteinsdóttir var önnur á Hrönn og
Erla Hrönn Geirsdóttir þriðja á Buslu. I
fjórum gangtegundum fullorðinna sigraði
Jón Gísli Þorkelsson á Stíganda, Georg
Kristjánsson var annar á Herði og Sigur-
jón Gylfason þriðji á Hörpu. I fimm
gangtegundum ftdlorðinna sigraði Bjami
Sigurðsson á Hæringi, Jón Gísli Þorkels-
son var arrnar á Svip og Baltasar K.
Samper þriðji á Kormáki. f töltkeppni full-
orðinna sigraði Georg Kristjánsson á
Herði, Jón Gísli Þorkelsson var annar á
Stíganda og Siguijón Gylfason þriðji á
Hörpu. I gæðingaskeiði sigraði Benedikt
Garðarsson á Læsingu 6882, Baltasar K.
Samper var annar á Kormáki og Svanur
Halldórsson þriðji á Griý.
Jón Gísli varð stigahæstur knapa og
hann vann einnig ólympíska tvíkeppni.
Georg Kristjánsson vann íslenska tví-
keppni fullorðinna, Haraldur Öm Gunn-
arsson íslenska tvíkeppni unglinga og
Bryndís Einarsdóttir íslenska tvikeppni
bama. Hún varð einnig stighæst knapa í
bamaflokki en Magnús R. Magnússon
varð stigahæstur í unglingaflokki. Bene-
dikt Garðarsson sigraði í skeiðtvíkeppni.
• Fimm stúlkur komust í úrslit í fjórum gangtegundum i barnaflokki.
DV-mynd E.J.