Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1987, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1987, Side 11
MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1987. 29 fþróttir • Bogdan Kowalczyk landsliðs- þjálfari mun hafa i nógu að snúast á næstunni. 10 æffngar íviku Ljóst er að íslenska handknatt- leiksliðið mun æfa af miklu kappi fyrir ólympíuleikana i Seoul. Liðið mun koma saman í byrjun júní, nánar tiltekið þann fyréta. Munu kappar okkar síðan æfa átta til tíu sinnum í viku í Seljaskóla - tvíveg- is á hveijum virkum degi en einu sinni á laugardögum að jafhaði. Reykj a víkurborg stendur mjög vel að baki íslenska liðinu með því að veita því aðgang að íþróttahúsi Seljaskóla, handknattleikssam- bandinu nánast að kostnaðar- lausu. En landsliðið mun ekki láta sitja við æfingamar cinac því leikir eru margir framundan. Þeirra á meðal viðureignir við Ðanmörku hér heima, 19., 20. og 21. júní. Stefht er að því að leika ekki færri en 60 landsleiki áður en mætt verður til leiks í Seoul. Islenska liðið verður því eitt það reyndasta þegar á hólminn verður komið. -JÖG Azinger og Mecir þéna mest allra - í golfi og tennis Óvíða er meiri tekjur að hafa en í tennis og golfi þegar atvinnu- menn eiga hlut að máli. Á nýlegum lista yfir tekjuhæstu menn í tennis erTékkinn Miloslav Mecir í efsta sætinu og hefur nú þénað um 18 milljónir það sem af er árinu. Svíinn Stefan Edberg er annar með um 16 milljónir og ann- ar Svíi, Mats Wilander, er þriðji á listanum með um 8 milljónir. Azinger efstur í golfinu Bandaríkjamaðurinn Paul Az- inger er efetur á sams konar lista yfir tekjuhæstu kylfinga heimsins. Hann er kominn með um 18 millj- ónir og landi hans, Payne Stewart, kemur næstur með um 13 milljón- ir. Þess má geta að Bemhard Langer, Vestur-Þýskalandi, er í 9. sæti með um 10 milljónir, Greg Norman, Ástralíu, er í 13. sæti með um 9 milljónir og Spánverjinn, Severino Ballesteros er í 17. sæti á listanum með „aðeins" um 6 milljónir í tekjur á árinu. Hætt er við að þeir þrír síðastnefhdu eigi eftir að hækka á listanum áður en öll mót ársins em á enda. -SK DV Ragnar gerði níu mörk Kristján Bemburg, DV, Belgíu: Belgar og Pólverjar léku drengja- landsleik í síðustu viku í Beveren og var leikurinn liður í Evrópukeppn- inni. Pólverjar komu á óvart og sigruðu með einu marki gegn engu. íslenska drengjalandsliðið leikur í þessum sama riðli en íslensku dreng- imir gerðu jafhtefli, 1-1, við Dani, ytra á dögunum. • Ragnar Margeirsson, sem ákveð- ið hefur að leika með Fram í sumar, skoraði 9 mörk fyrir Waterschei en með því liði hefur hann leikið í vetur. Hann varð í áttunda sæti yfir marka- hæstu leikmenn 2. deildar • Hendrik Andersen, sem leikur með Andrelecht í Belgíu, hefur end- umýjað samning sinn við félagið til tveggja ára. Bodart, varamarkvörður belgíska landsliðsins, sem leikur með Standard Liege, hefur einnig ákveðið að leika áfram með liðinu. -JKS Plastfsribond MINNA VIÐHALD-LENGRIENDING intralox Ef þú þarft að kaupa ný eða endurnýja færibönd fyrir iðnaö eða fisk- vinnslu, skaltu fjárfesta í plastfæriböndum. Það er engin spurning. Ástæðurnar eru einfaldar: 1. Þau eru sterkari en málmfæribönd. 3. Þurfa minna viðhald, 2. Þau eru endingarbetri. /IM4RTMS auðveldari í viðgerð. 4. Þau eru þrifalegri, síðast en ekki síst. Hamraborg 5 - 200 Kópavogi Leitaöu nánari upplýsinga. Sími 91-641550. - Pósthólf 308 ÞARFT ÞU AÐ SELJA BÍLINN ÞINN? ,®IIM , u.sv.»NI i tstandl- „„.-oloW*1" 0„uft*n t> Nú er að hefja göngu sína nýtt vikurit sem auðveldar þér að selja bílinn þinn FUÓTT OG ÓDÝRT. Blaðið Bíiasalinn mun koma út á fimmtudögum og innihalda mikið úrval notaðra bifreiða. Stefnt er að því að myndir séu af sem flestum bílum ásamt stuttri lýsingu í smáauglýsinga- formi. Hverjir eru kostirnir við að selja bíl í BÍLASALANUM? — ENGIN SÖLULAUN Þú greiðir aðeins birtingarverð í blaðinu. — ENGIN ÓÞÆGINDI Bíllinn þarf ekki að standa á bílasölu. Þú þarft bara að hringja til okkar og við komum á staðinn og tökum mynd af bílnum og tök- um við þeim texta sem þú vilt láta fylgja. Einnig getur þú komið með mynd eða látið taka hana fyrir utan skrifstofu okkar. — SKJÓT SALA Eftir skamman tíma mun bíllinn þinn birtast þúsundum kaupenda. Ekki í einn dag eins og væri í dagblaðs auglýsingu heldur í a.m.k. viku. - BLAÐIÐ SEM SELUR BÍLINN ÞINN Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík símar 689990 og 687053

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.