Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1987, Qupperneq 9
MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1987.
Iþróttir
2
Lewis og Page
í fínu formi
- náðu bestu heimstímunum í ár í 200 og 100 m
„Mér fannst ég einhvem veginn
verða að taka þátt í þessu móti. Ég
er viss um að faðir minn hefði viljað
að ég keppti hér,“ sagði Carl Lewis,
bandaríski frjálsíþróttamaðurinn
heimsfrægi, eftir að hann hafði náð
besta heimstímanum í 200 metra
hlaujpi á móti í Bandaríkjunum um
helgina.
Carl Lewis missti foður sinn í síð-
ustu viku en hann hafði átt við
langvarandi veikindi að stríða. „Ég
var vanur að íjúka í símann eftir
keppni og segja foreldrum mínum
hvemig mér hefði gengið en nú hringi
ég aðeins til mömmu. Pabbi mun alltaf
• Said Aouita, Marokkó, sést hér
fyrstur í 1500 m hlaupinu i Japan en
fyrir aftan hann, numer 16, er Mike
Boit, Kenýa, sem varð annar i hlaup-
inu.
Simamynd/Reuter
verða með mér,“ sagði Carl Lewis
ennfremur.
• Óvæntustu úrslitin á mótinu urðu
í þrístökki karla en þar tapaði heims-
methafinn, Willie Banks frá Banda-
ríkjunum, fyrir minna þekktum
stökkvara, Ray Kimble, USA, sem
stökk 17,36 metra en Willie Banks
stökk 17,06 metra.
• Harvey Glance, USA, sigraði í
æsispennandi 100 metra hlaupi karla.
Glance fékk tímann 10,03 sek. en
Mark Witherspoon, USA, varð annar
á 10,07 sek. Heimsmethafinn, Calvin
Smith frá Bandaríkjunum, varð þriðji
á 10,10 sek.
Besti heimstíminn hjá Merlene
Ottey Page
Merlene Ottey Page frá Jamaica náði
besta heimstímanum á þessu ári' í 100
metra hlaupi og hljóp á 11,11 sek. Einhver
meðvindur var á meðan spretthlaupin fóru
fram. Þess má geta að Evelyn Áshford,
USA, hljóp 100 metrana um helgina á
móti í Japan á 111,68 sek.
• Marokkómaðurinn Said Aouita sigr-
aði í 1500 m hlaupi á móti í Japan um
helgina og fékk tímann 3:38,78 mín. Mike
Boit, Kenýa, varð annar á 3:39,85 mín.
-SK
Guðbergur
vann SÓL-mótið
Guðbergur Sigurbergsson, GK, varð sig-
urvegari í SÓLmótinu í golfi sem fram fór
hjá Golfklúbbi Suðumesja um helgina.
Guðbergur fékk 72 punkta eins og Sigurð-
ur Sigurðsson, GS, sem hafnaði í öðm
sæti. Jón Jóhannsson, GS, varð þriðji með
71 punkt, Karl Hólm, GS, fjórði með 68
punkta, Guðbjörn Ólafsson, GK, fimmti
með 67 punkta og sjötti varð Sigurjón R.
Gíslason, GK. með 66 punkta.
-SK
Knattspyma í Evrópu:
1. titill Napoli í
sögu félagsins
- en það var stofnað fyrir 61 ari
Napoli með Maradona í broddi fylk-
ingar varð í gær ítalskur meistari í
fyrsta skiptið í sögu félagsins eftir að
liðið gerði jafntefli við Fiorentina, 1-1,
á heimavelli að viðstöddum 82 þúsund
áhorfendum. Milan, sem var eina liðið
er gat náð Napoli að stigum, tapaði
gegn Atalanta, 1-0.
• Önnur helstu úrslit urðu þau að
Verona og Juventus gerðu jafntefli,
1-1, Torino sigraði Udinese, 3-1, Roma
tapaði fyrir Sampdoria, 0-3, og Milan
og Como gerðu jafntefli, 0-0.
Þegar einni umferð er ólokið og
Napoli orðið meistari, hefur liðið hlot-
ið 41 stig, Inter og Juventus eru jöfh
í öðru til þriðja sæti með 37 stig og
Verona er í fjórða sæti með 35 stig.
Frakkland
Marseille er í efsta sæti í 1. deild
frönsku knattspymunnar eftir leiki
helgarinnar. Marseillle sigraði-Nancy
á heimavelli, 3-2. Bordeaux, sem fylgir
fast á eftir, sigraði Laval á útivelli, 1-2.
• Helstu úrslit önnur urðu að To-
ulouse og Paris Saint Germain gerðu
jafntefii, 1-1, Monaco sigraði LE
Havre, 2-1, og Racing Club Paris sigr-
aði Lille, 1-0
• Eftir 43 umferðir er Marseille með
49 stig, Bordeaux 48, Toulouse 43 og
Auxerre 42.
Holland
PSV Eindhoven skaust upp í efsta sætið
í hollensku 1. deildinni er liðið sigraði
Groningen, 0-2, á útivelli. Á sama tíma
tapaði Ájax óvænt fyrir Utrecht. 3-2. Ömi-
ur helstu úrslit urðu að Feyenoord gerði
jafntefli við Fortuna, 1 1, og Roda sigraði
Excelsior, 3-0.
• PSV er með 51 stig eftir 30 umferðir.
Ajax er í öðru sæti með 49 stig, Roda og
Feyenoord eru jöfn í þriðja og fjórða sæti
með 37 stig.
Belgía
Cercle Briigge og Anderlecht skildu jöfn.
2-2, í belgísku 1. deildinni í gær. Leikurinn
var frekar daufur framan af og lítið sem
ekkert gerðist í fyrri hálfleik. Strax á 2.
mínútu átti danski landsliðsmaðurinn
Andersen hörkuskot í stöng, þaðan fór
knöttm-inn í varnarmann Briigge og af
honum í netið. Stuttu seinna bætti Jensen
við öðru marki fyrir Anderlecht.
Brúgge breytti vöm í sókn og tókst með
miklu harðfylgi að jafna leikinn með
mörktun frá Kooiman og Kalusha. Lítið
sást til Amórs í leiknum og virkaði hann
fi-ekar þreyttur.
• Mechelen, sem berst um titilinn ásamt
Anderlecht, sigraði Searing, 2-1, og eru
liðin nú efst og jöfn að stigum þegar þrjár
umferðir em eftir með 51 stig og stefnir
allt í úrslitaleik þeirra í milli en ef sú staða
kemur upp keppa liðin tvo leiki heima og
heiman. Club Brúgge er í þriðja sæti með
41 stig og Beveren í fjórða með 40 stig, en
Beveren tapaði í gær fvrir FC Liege, 2-1.
-JKS
NÝBÝLAVEGI 24 - SÍMI 41400
simakerfiö
komið
ihnðt?
Lausnin er auðveldari en þig grunar
Nú býður Póstur og sími takmarkaðan fjölda af hinum viður-
kenndu Fox 16 simakerfum, sem eru sérhönnuð fyrir lítil og
meðalstór fyrirtæki.
Þú færð í einum pakka: Símakerfi
með 6 bæjarlínum, 16 innanhúss-
númerum og 12 skjátækjum á ótrú-
lega lágu verði: Aðeins 230.000. *
* Með söluskatti, takmarkað magn.
POSTUR OG SIMI
Söludeild Rvk, sími 26000
og póst- og símstöðvar um land allt.