Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1987, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1987, Side 7
MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1987. 25 Iþróttir il Anderlecht fyrir n franka og And- :oma og leika fyrir ouviere, þáverandi ku tveir Islending- iviere, þeir Karl ’steinn Bjamason. ið íjögur leiktíma- ere og skorað 432 : hafði unglingalið > með 14-0 og Scifo fékk ég tíu til tólf þúsund franka á mánuði,“ sagði Scifo. „ Anderlecht borgaði skólagöngu mína“ „Mitt fyrsta tímabil hjá Anderlecht fékk ég, þá aðeins 16 ára, tíu til tólf þúsund franka og fría skólagöngu. En ári seinna, þegar ég komst í aðalliðið, fór ég að þéna vel. Faðir minn var námu- verkamaður sem fluttist frá Ítalíu í leit að atvinnu. Hann var aðeins 35 ára er hann var orðinn útslitinn eftir að hafa puðað í námunum á Italíu. En hann gerði allt sem í valdi hans stóð til þess að ég gæti leikið knattspyrnu," sagði Scifo. „Pabbi reiddi mig á hjólinu á æfingar“ „Ég er viss um að ef hann hefði ekki reitt mig á hjólinu sínu á æfingar hefði ég ekki farið þegar ég var yngri. Ég reyndi alltaf að gera mitt besta þegar hann horfði á æfingamar og leikina. Ég vildi að hann léti mig heyra sína meiningu eftir leikina. En hans meining var alltaf á einn veg - hann var yfir sig ánægður.“ „Keypti hús handa pabba og mömmu eins og ég hafði lofað, efégyrðiríkur“ „Ég hafði sagt við pabba og mömmu, þegar ég var tólf ára, að ef ég yrði ríkur mundi ég kaupa hús handa þeim. Það að eignast þak yfir höfuðið var alltaf stóri draumurinn hennar mömmu. En það gátu þau aldrei leyft sér. Fyrir þrem- ur árum gat ég uppfyllt ósk þeirra. Ég keypti hús og gaf pabba Golf turbo dísil og bróðir minn fékk Golf GTI. Jú, hvers vegna ekki? Bróðir minn hefði getað orðið betri knattspymumaður en ég en hann vantaði áhuga. Hans áhugi var allur í stelpum og bjór.“ „Drekk aldrei sterka drykki“ „Ég aftur á móti lifi og geri allt fyrir knattspymuna. Ég drekk t.d. aldrei sterka drykki. Einu sinni hef ég fundið á mér, það var eftir leik Anderlecht og KV Mechlem þegar ég vann minn fyrsta titil. Eftir að hafa drukkið mikið kampa- vín kom ég fram í sjónvarpinu en ég skildi ekki orð af því sem ég sagði er ég sá þáttinn daginn eftir í sjónvarpinu." „Fæ þrisvar sinnum hærri laun hjá Inter Milan“ „Nokkrir ítalskir klúbbar hafa haft samband við mig síðustu tvö árin, þar á meðal Juventus, AC Milan og svo Inter Milan. Inter Milan var með besta boðið en framkvæmdastjóri minn sagði mér bara að vera rólegur og klára tíma- bilið, sem ég hef gert. Ég fæ hjá Inter Milan þrisvar sinnum hærri laun en ég hef hjá Anderlecht og em það engir smáaurar.“ Það verður spennandi að fylgjast með Scifo á Italíu Scifo, sem nú er rétt að verða 22 ára, mun trúlega fa að kynnast hinum harða skóla á Ítalíu. Fyrir ungan leikmann getur það orðið erfitt en það verður alla- vega spennandi að fylgjast með þessum leikmanni í framtíðinni og sjá hvort honum tekst að uppfylla vonir Inter Milan eða hvort hann kemur til baka eftir þrjú ár og þá fyrir lítinn pening og fer aftur að leika fyrir Anderlecht. -JKS ggætilært margt“ r Guðjohnsen um félaga sinn, Enzo Scifo „Hann er að vísu ungur og ætti að an leikmann vera 130 milljóna króna geta lært margt. Hann er ekki svo fljót- virði.“ ur og ef ég ætti að segja eitthvað þá „Eitt er víst að forráðamenn And- verður framtíð hans á ftalíu spumingar- erlecht verða að setjast niður og taka merki. Ég efast um að það komi út úr ákvörðun um að kaupa góðan leikmann honum sem ætlast verður til af honum í staðinn fyrir Enzo Scifo, það er öruggt hjá Inter Milan, allavega strax í byijun. mál,“ sagði Arnór Guðjohnsen en hann En hann á eflaust eftir að þróast upp í hefúr undanfarin ár leikið með Scifo í góðan leikmann, ekki það að ég tel eng- liði Anderlecht. -JKS • Enzo Scifo sést hér á fullri ferð í búningi Anderlecht en hann er nú á förum til ttalíu. Hann I gerðist belgískur ríkisborgari og varð milli fyrir vikið. Nú ekur hann um á BMW 735i og hefur I þegar keypt stórt einbýlishús handa foreldrum sínum. ----------------------------------------------------------------------------------------------------------1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.