Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1987, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1987. Utlönd Enn barist við skógarelda í Kína Þrjátíu og fjögur þúsund manns reyna nú að halda aðskildum tveim verstu skógareldum í manna minnum í Kína. Að minnsta kosti hundrað níu- tíu og einn maður hefur faiist í eldunum og rúmlega tvö hundruð særst alvarlega. Skógareldamir hafa nú geisað í tvær vikur í norðausturhluta Kína þar sem fimmtíu þúsund manns hafa flúið heimili sín sem em á hættusvæði. Aðeins em tveir til þrír kílómetrar á milli eldanna sem í austri ógna mikil- vægum þjóðvegi. í vestri em þeir að nálgast skógarsvæði sem hingað til hefur sloppið. Samtals hafa um fimm hundruð hektarar lands orðið eldun- um að bráð. Á svæðinu var mesta timburfram- leiðsla Kínverja og þar höfðust einnig sjaldgæfar dýrategundir við. Miklir skógareldar hafa geisað í Kína i tvær vikur og hafa fimmtíu þúsund manns ordið að flýja heimkynni sin. Simamynd Reuter Italir sakaðir um njósnir Baldur Bóbertssan, DV, Genúa; Tveir Italir vom handteknir í Iran í síðasta mánuði og sakaðir um njósn- ir í Persaflóastríðinu. Vom þeir að vinna fyrir ítalskt fyrirtæki sem smíð- ar rafstöðvar í íran. Þegar þeir vom handteknir vom þeir að taka myndir af flutningum fyrirtækisins. Fullyrða ítalamir að þessar mynda- tökur séu venjulegt eftirlit fyrirtækis- ins með flutningum sínimi til þess að auðvelda því að finna þá gáma sem týnast eða er stolið. Aida sýnd aftur í Egyptalandi Baldur Robeilssan, DV, Genúa: Eftir að Arena-leikhúsið setti Aidu upp í Egyptalandi hafa mörg leikhús hér á Ítalíu fengið áhuga á að gera slíkt hið sama. Petruzzelli-leikhúsið ætlar að sýna Aidu seinni hlutann i september rétt fyrir utan Kairó. Rúmlega fjögur þúsund og tvö hundmð áhorfendur getá séð hverja sýningu. Miði án gistingar kostar frá sjö þúsund íslenskum krónimr upp í fjórtán þúsund. Búist er við að upp- selt verði á allar sýningar snenmia simiars. Afskiptum kirkjunnar af stjórnmálum mótmælt Baldur Róbertssan, DV, Genúa; Stór útifundur var í síðustu viku haldinn á Péturstorginu í Róm til að mótmæla afskiptum kirkjunnar af stjórnmálum. Kirkjunnar menn hafa síðustu vikur verið með mikinn áróður fyrir kristilega demókrata. Flokkur þeirra segir það ekki satt og vara fólk við slíkum umræðum því þær gætu spillt fyrir góðum samskipt- um stjómvalda og kirkju. Biskup nokkur á Suður-Ítalíu hvatti presta nýlega til þess að mæla með kosningu kristilegra demókrata þó svo að þeir ynnu ekki oft samkvæmt kristilegri hugsun. Athyglisvert er að kristilegir demókratar, sem ekki eru þekktir fyrir að vinna fyrir þá sem erfiðast eiga með að draga fram lífið, sækja stærsta hluta atkvæða sinna til fátæklinga á Suður-ítaliu. Ástæðan fyrir þessu er dyggur stuðningur mafíunnar við kristilega demókrata, að því er vinstri flokkam- ir fullyrða. Ef fólkið kýs ekki eins og mafían vill má það búast við hefhdar- aðgerðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.