Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1987, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1987, Qupperneq 15
ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1987. 15 Lesendur „Af hverju sér borgarstjóri ekki sóma sinn í því aö kaupa sér ódýrari bil en þennan Cadillac sinn svo hann geti gert meira fyrir þá er minna mega sín?“ „Óforsvaranleg bílakaup" Ellilífeyrisþegi hringdi: Ég er alveg ævareið og í senn stór- hneyksluð yfir bílakaupum borgar- stjórans, Davíðs Oddssonar, að borgin skuli greiða tæpar 3 milljónir fyrir bíl honum til handa. Það hljóta nú að vera til ódýrari bílar sem þjóna alveg sama tilgangi og þessi Cadillac Fleetwood 60 Special - ekki vantar nafnið. Af hveiju sér borgarstjóri ekki sóma sinn í því að kaupa sér ódýrari bíl svo hann geti gert meira fyrir þá er minna mega sín? Alltaf er það svo að þegar kemur að okkur, litilmögnunum í þjóðfélag- inu, er sagt: því miður, það eru bara ekki til peningar í ríkiskassanum. En þegar ráðamennimir þurfa að kaupa sér fínan bíl til að vera nú „fínir“ karl- ar er allt í einu af nógu að taka. Ég vil mótmæla þessum bílakaupum og vona að lesendur taki í sama streng og tjái sig um þessi óforsvaranlegu bílakaup. Hringið í síma 27022 milli kl 13 og 15, eða skrifið. BLAÐAUKI ALLA LAUGARDAGA BÍLAMARKAÐUR DV er nú á fullrí ferð Nú getur þú spáð í spilin og valið þér bíl í ró og næði. Blaðauki með fjölda auglýsinga frá bílasölum og bílaum- boðum ásamt bílasmáauglýsingum D V býður þér ótrúlegt úrval bíla. Auglýsendur athugið! Auglýsingar í bílakálf þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00 fimmtudaga. Smáauglýsingar í helgarblað þurfa að berast fyrir kl. 17 föstudaga. Síminn er 27022. BLAÐBERAR ÓSKAST Á NESKAUPSTAÐ Uppl. hjá umboðsmanni í síma 7229. KENNARAR - NÝR SKÓLI Kennara vantar að Fellaskóla á Fljótsdalshéraði næsta skólaár. Kennsla í 1.-6. bekk og í forskóladeild. Fella- hreppur er á Fljótsdalshéraði miðju. Skólinn er í Fellabæ við Lagarfljótsbrú. Skólahúsið er nýtt og er vinnuaðstaða mjög góð. Við bjóðum lifandi starf við mótun kennslu og starfs- hátta í nýjum skóla. Húsnæði er í boði á góðum kjörum. Flutningsstyrkur er hugsanlegur. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-1015, heimasími 97-1326, og formaður skólanefndar í síma 97-1582. Skólanefnd. Bóklegt atvinnuflugnám Skipulag atvinnuflugnáms er nú í gagngerri endur- skoðun og þess vegna var um sinn frestað fyrri önn hinnar bóklegu kennslu í fjölbrautaskólakerfinu. Fyrirhugað er að kenna enn einum árgangi eftir gamla kerfinu áður en hið endurskoðaða kerfi tekur við. Þá er miðað við að fyrri önnin hefjist í haust og hin síð- ari verði eftir áramótin. Inntökuskilyrðin verða óbreytt, en þau eru að viðkom- andi skuli hafa lokið a.m.k.: • bóklegu prófi einkaflugmanns, • tveggja ára almennu námi að loknum grunn- skóla og • þremur einingum í hverri eftirtaldra greina: ensku, stærðfræði og eðlisfræði. Þeir sem hafa áhuga á að stunda þetta nám og munu uppfylla áðurnefnd inntökuskilyrði hinn 1. september nk. geta sent skriflegar umsóknir sínar, ásamt staðfestum gögnum, til skírteinadeildar loft- ferðaeftirlits Flugmálastjórnar eða Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir 1. júlí nk. Flugmálastjórn. Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Nauðungaruppboð annað og síðara á eigninni Bugðutanga 38, Mosfellshreppi, þingl. eign Ást- mars Arnar Arnarsonar o.fl., fer fram á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, föstudaginn 22. maí 1987 kl. 16.00. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara á eigninni Byggðarholti 1 C, Mosfellshreppi, þingl. eign Sigurðar Péturssonar, fer fram á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, föstudaginn 22. maí 1987 kl. 17.00. ________________________Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.