Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1987, Qupperneq 29
ÞRIÐJUDAGUR 19. MAI' 1987.
29
Nancy og Ronald Reagan fóru á tennisleik á laugardaginn. Agóóinn af leiknum rennur til baráttu Nancyar gegn fíkniefnaneyslu i Bandaríkjunum.
Laugardagurinn hlýtur að hafa
haft einhverja sérstaka strauma í
loftinu því engu er líkara en allar
heimsins hátignir hafi brugðið sér á
íþróttarall. Elísabet Englandsdrottn-
ing og hennar íjölskylda brugðu sér
á veðreiðar og póló, Margrét Thatch-
er og Denis ektamaki fóru á fótbolta-
leik, vestra horfðu Nancv og Ronald
á tennis, alla leið austur í Japan
vappaði Hirohito keisari meðal
stæðilegra glímukappa.
Meðfvlgjandi Reutermyndir sýna
þessa laugardagsskemmtan hinna
þekktu veraldartoppa.
'tfí*
Hirohito Japanskeisari fór þann sama dag í Kokugikan sumoglímustöóvarn-
ar og skoðaði þar heiðursvörð japanskra heljarmenna úr sumoíþróttinni.
Kalli prins keppti í póló á Windsor og frænka Fergie - Penelope Ramsey
- óskar honum hérna til hamingju með frábæran árangur i leiknum.
Laugardagurinn dró Margaret Thatcher og Denis á knattleik milli
Tottenham Hotspur og Coventry City á Wembleyleikvanginum i Lundúnum.
Elisabet Englandsdrottning skrapp með Fergie á kappreiðar sem fram fóru
á Windsor og stautar sig hér fram úr dagskránni með aöstoð tengdadóttur-
innar.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Phylicia
Rashad
þurfti ekki að kvarta yfir móttök-
unum þegar hún sneri til baka
eftir fæðingarorlof og tók til við
hlutverkið sem móðirin í Cosby-
framhaldsþáttunum. Pabbinn á
staðnum - Bill Cosby - hafði
keypt allt sem við á að éta við
umönnun brjóstmylkinga og
það beið Phyliciu í forstofunni
fyrsta daginn i vinnunni. Meðal
samstarfsmannanna er sagt að
Bill lifi sig svo gersamlega inn
í imynd hins fullkomna fjölskyl-
duföður utan þáttanna líka að
það gæti orðið honum erfiður
baggi að bera þegar fram liða
stundir.
Robert Wagner
ætti að geta talist sæmilega skó-
aður því hann geymir rúmlega
fjögur hundruð og fimmtíu pör
í fataskápnum. Grannar kapp-
ans í Hollivúdd segja að hann
verði að teljast stærsti skóbónd-
inn á svæðinu og ekkert lát er
á fjárfestingunum á þessu sviði.
Það þarf ekki að koma neinum
á óvart að Robert þekkir þá
margnefndu Imeldu Marcos al-
deilis alveg ágætlega og hafa
þau skötuhjúin hist reglulega á
síðustu árum. Enginn einn fund-
arstaður kemur öðrum framar
en sá grunur læðist að sumum
að skókaupmaðurinn leiði þessa
áhugamenn um skókaup-
mennsku saman oftar en gengur
og gerist með aðrar stéttir.
Don Johnson
varð himinlifandi þegar mótleik-
ari hans í Miami Viceþáttunum
- Philip Michael Thomas - kom
færandi hendi einn daginn.
Risadjúkbox, sem einungis spil-
ar lög með Don Johnson, var
tækifærisgjöfin frá Philip til
Dons og nokkuð er Ijóst að
kapparhir þekkja ágætlega
innstu hjartans óskir hvor ann-
ars. Don situr nú við glymskrat-
tann hvenær sem færi gefst,
dælir fjármunum inn i apparatið
og hlustar siðan á eigin engla-
söng allt hvað af tekur. Kven-
fólkið, sem hann býður i
heimsókn, þarf svo að taka þátt
í leiknum til þess að teljast gjald -
gengt í heimi hins óviðjafnan-
lega Dons Johnson - en þeim
fækkar óðum sem treysta sér i
slaginn.