Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1987, Qupperneq 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1987.
Utlönd
Genscher, utanrikisráöherra V-Þýskalands, hefur margoft lýst því yfir
að þjóðin hafi ekki efni á að vera með sérafstöðu eins og Wörner varn-
armálaráðherra (t.v. á myndinni) heldur uppi. Hún standi beinlínis í
vegi fyrir friðarumleitunum í heiminum.
Samstaða rikir um stórvægilegan niðurskurð á langdrægum kjarnaflaugum. Það er um meðaldrægu kjarna-
flaugarnar sem deilurnar i Vestur-Þýskalandi standa.
V-Þjóðverjar tefja
afvopnunaivíðræðumar
Ketilbjöm Tryggvason, DV, V-Berlin;
Á fúndi vamarmálaráðherra
Natóríkja, sem haldinn var í Sta-
vangri í Noregi nú í seinustu viku,
kom enn einu sinni í ljós að það er
í augnablikinu vestur-þýska ríkis-
stjórnin sem tefur sameiginlega
afetöðu hins vestræna heims til af-
vopnunartillagna Gorbatsjovs
Sovétleiðtoga.
Fundurinn, sem upphaflega átti að
marka afstöðu ríkjanna til hinnar
svokölluðu tvöföldu núlllausnar,
leiddi lítið af sér og á fréttamanna-
fundi í lok viðræðnanna sagði
Carrington lávarður, framkvæmda-
stjóri Nató, að ástæðan fyrir þessari
tregðu væri sú að einhverjar ríkis-
stjómir ættu ennþá eftir að marka
stefnu sína í þessum málum. Það fór
ekki framhjá neinum að Carrington
átti við stjóm Vestur-Þýskalands í
þessu sambandi.
Álitshnekkir
Þessi tegða Vestur-Þjóðveija við
að gefa út yfirlýsingu um stefnu sína
hefur valdið stjóminni töluverðum
álitshnekki að undanförnu og sætir
hún mikilli gagnrýni úr öllum áttum,
bæði hér heima fyrir og víða erlend-
is frá. Staðreyndin er sú að Vestur-
Þýskaland hefur að undanfömu
verið eins konar leiðandi afl meðal
vestrænna Evrópuríkja í vamarmál-
um og bíða stjómir þjóða eins og
Frakklands og Bretlands beinlínis
eftir afstöðu vestu-þýsku stjómar-
innar áður en þær sjálfar vilja tjá
sig endanlega um málið.
Af tvöföldu núlllausninni er það
einungis annað núllið sem allt málið
snýst um hér í Vestur-Þýskalandi.
Um stórlegan niðurskurð á lang-
drægu kjamaflaugunum (yfir 1000
kílómetra) em svo til allir sammála.
Það er hitt núllið, það er að segja
meðaldrægu kjamaflaugarnar (500-
1000 kílómetra), sem allt fjaðrafokið
stendur um.
Tortryggnir
Vestur-Þjóðveijar em mjög tor-
tryggnir vegna hemaðarlegrar
mikilvægrar stöðu sinnar í Mið-
Evrópu. „Við erum náttúrlega
einnig fylgjandi niðurskurði á með-
aldrægum eldflaugum en áður en við
nálgúmst núllið í þessu máli þá verð-
ur fyrst að taka til athugunar hið
mikla misræmi sem er á milli Nató
og Varsjárbandalagsins á hinum
hefðbundna hemaðargeira og á sviði
efnavopna." Þessi orð Wömers,
vamarmálaráðherra Vestur-Þýska-
lands, lýsa ágætlega stöðu Vestur-
Þjóðveija eða öllu heldur afstöðu
flokks Wömers og Kohls kanslara,
kristilegra demókrata, í þessum af-
vopnunarumræðum.
Víglína
Vestur-Þýskaland er það land hér
í Vestur-Evrópu sem er hvað mikil-
vægast hemaðarlega séð með tilliti
til hefðbundinnar styrjaldar. Ef
þannig stríð brytist út myndi landið,
að mati hemaðarsérfræðinga Wöm-
ers og flokksmanna hans, ósjálfrátt
verða víglína styrjaldarinnar. Með-
aldrægu kjamaflaugamar hafa
hingað til þjónað sem eins konar
vopn gegn þessari hefðbundnu styrj-
öld og því myndi, að mati þessara
sömu manna, styijaldarhættan vaxa
í stað þess að minnka við það að
fækka þessari gerð kjamaflauga.
Einnig benda þessir sérfræðingar,
og þar em sérfræðingar Nató sam-
mála þeim, á þá staðreynd að
Sovétmenn og hemaðarsamherjar
þeirra eru mun betur útbúnir í öllum
vopnaflokkum sem flokkaðir eru
undir 500 kílómetra drægni. Með því
að fækka meðaldrægu kjamaflaug-
unum væri því verið að gefa Sovét-
mönnum og bandamönnum þeirra
hemaðarlega yfirburði f Evrópu.
Deilur
Ekki eru þó allir sammála um
þetta mál innan ríkisstjómarflok-
kanna þriggja. Standa deilurnar
aðallega á milli utanríkisráðherrans
Genschers og Wömers vamarmála-
ráðherra. Genscher hefur margoft
lýst því yfir að þrátt fyrir sérstöðu
Vestur-Þýskalands hafi þjóðin ekki
efni á því að vera með sérafstöðu í
þessu máli eins og Wömer vamar-
málaráðherra heldur uppi því þar
með stæði hún beinlínis í vegi fyrir
friðarumleitunum í heiminum.
Wömer heldur hins vegar fast í þá
afstöðu sína að afvopnun þurfi ekki
endilega að þýða meira öryggi í
heiminum og um það er kanslarinn
honum sammála.
Óvænttillaga
Nú á fóstudaginn kom kanslarinn
fram með óvænta tillögu í sambandi
við afvopnunarumræðumar. Tekur
hann algjörlega mið af afstöðu sam-
flokksráðherra síns, Wömers. Það
væri nauðsynlegt fyrir lönd Evrópu
og þá sérstaklega fyrir Vestur-
Þýskaland að breikka ennþá meir
umræðugrundvöllinn við þessar af-
vopnunarviðræður. Það væri því
sérstakt áhugamál sitt að taka einn-
ig með inn í umræðumar öll vopn
sem drægju frá 0 upp í 1000 kíló-
metra en ekki bara meðaldrægar og
langdrægar kjamaflaugar eins og
hingað til hefði staðið til heldur
einnig skammdrægar kjamaflaugar,
hefðbundin vopn og efhavopn.
Mlilega brugðið
Mörgum brá illilega í brún við
þessa tillögu kanslarans því þeim
þótti að þama væri kanslarinn
óbeint að lýsa því yfir að hann væri
á móti tvöföldu núlllausninni. Með
því að breikka umræðugrundvöllinn
um þessi atriði væri óbeint verið að
gera út um afvopnunarumræðumar
því þær væm þá orðnar svo viða-
miklar að ekki væri lengur hægt að
tala um hægfara afvopnun heldur
væri hér um að ræða hina fullkomnu
núlllausn sem fæstir hafa trú á að
hægt sé að ná í einum áfanga.
Seinna reyndu blaðafulltrúar
kanslaraembættisins að draga úr
þessari yfirlýsingu kanslarans. Sér-
staklega þegar sýnt var að utanríkis-
ráðuneytið vissi ekkert um þessa
nýju hugmynd og ekkert samráð
hafði verið meðal stjómarflokkanna
um hana. Sagt var að kanslarinn
væri síður en svo á móti tvöföldu
núlllausninni. Hann vildi miklu
frekar með þessum orðum sínum
sýna viðleitni til að finna einhveija
lausn sem allir, og þá sérstaklega
Evrópubúar, gætu sætt sig við.
Kosningahræðsla
Þegar sú staðreynd er skoðuð að
þessa sömu helgi, eða nú á sunnu-
daginn, fóm fram þingkosningar í
tveimur sambandslöndum Vestur-
Þýskalands þá má taka undir það
sem margir fjölmiðlar hérlendis hafa
haldið fram að kanslarinn hafi með
þessari yfirlýsingu sinni reynt að
hnoða saman einhverri yfirlýsingu
vegna kosningahræðslu. Þannig
væri ekki hægt að nota það á stjóm-
arflokkana í lokakosningabarátt-
unni að þeir létu veröldina bíða eftir
sér í jafrimikilvægu máli.
Þama er samt greinilegt að kansl-
aranum hefur mistekist því ljóst er
að engin samstaða er innan ríkis-
stjórnarinnar um þessa nýju
hugmynd og má því reikna með að
einhver bið verði í viðbót áður en
niðurstaða fæst í þessu máli hér í
V estur-Þýskalandi.
Mörgum brá illilega i brun við tillögu Kohls kanslara á föstudaginn í sambandi við afvopnunarviðræðurnar.
Sagði hann að það væri sérstakt áhugamál sitt að taka einnig inn í umræðurnar skammdrægar kjarnaflaug-
ar, hefbundin vopn og efnavopn. Þótti þessi yfirlýsing óbeint vera að gera út um afvopnunarviðræðurnar.
Blaðafulltrúar kanslarans reyndu siðar að draga úr þessari yfirlýsingu hans.