Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1987, Blaðsíða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1987.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr.
Verð i lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr.
Hún spillti góðærinu
Hin litla stjórn, sem var á fjármálum ríkisins, hefur
horfið eftir kosningar. Áætlanir um fjárlagahalla ársins
eru komnar upp í fjóra milljarða, sem þýðir, að raun-
verulegur þensluhalli ríkisins fer upp í sex milljarða á
þessu ári. Báðar tölurnar eru uggvænlegar.
Gælur við hugmyndir um skaðleysi ríkishalla eru til
marks um uppgjöfina í baráttunni gegn hallarekstri
ríkissjóðs. Hið eina vitlega í þeim gælum er, að ill-
skárra er að stofna til ríkisskulda innanlands en á
erlendum markaði. Samt sem áður er það slæmt.
Ríkishalli er sérstaklega hættulegur, þegar mikil
þensla er í þjóðfélaginu, - þegar verkefni þjóðarinnar
eru meiri en starfskraftar hennar. Þetta er sjaldgæft
fyrirbæri í umheiminum, þar sem hagfræðikenningar
eru samdar, en algengt hér á landi, sem betur fer.
Við slíkar aðstæður er mikilvægt, að ríkið haldi sín-
um eigin verkefnum í skefjum til að vega á móti
þenslunni. Með þeim hætti nýtast kraftar þjóðarinnar
bezt til sóknar í atvinnulífinu, án þess að veruleg hætta
sé á, að spennan leiði til vaxandi verðbólgu.
Undir núverandi stjórn fjármála ríkisins hefur hins
vegar verið stefnt í þveröfuga átt. Hinn mikli og vax-
andi halli á rekstri ríkisins hefur magnað þensluna og
er langstærsta orsök þess, að verðbólgan er byrjuð að
leika lausum hala á nýjan leik og stefnir til skýja.
Þorsteinn Pálsson hefur sér til forláts að hafa í far-
teskinu ráðherra á borð við Sverri Hermannsson, sem
hækkar afnotagjald Ríkisútvarpsins um 67% í einu vet-
fangi, og Jón Helgason, er semur við landbúnaðinn um,
að ríkið ábyrgist 28 milljarða á fjórum árum.
Það er samt verkefni fjármálaráðherra að reyna að
halda aftur af samráðherrum sínum, sem eru allra
manna örlátastir á annarra fé. Þetta hefur illa tekizt,
síðan Þorsteinn varð fjármálaráðherra, og alls ekki nú
eftir kosningar, þegar allt rekur á reiðanum.
Hinn mikli halli á ríkisrekstrinum margeflir þensluna
í þjóðfélaginu. Hallinn og þenslan hafa þegar leitt til
launaskriðs á almennum vinnumarkaði og hárra samn-
inga við ýmsa opinbera starfsmenn. Verðbólgan nú í
maí er komin yfir það, sem hún átti að verða í september.
Öðrum hvorum megin við síðustu áramót hætti verð-
bólgan að stefna niður á við, þegar hún var farin að
nálgast siðmenningarlega eins stafs tölu. Nú er hraði
hennar kominn upp undir 20% og stefnir hraðbyri upp
fyrir 30% í árslok. Þetta stafar af ríkishallanum.
Þessi afturför skiptir öllu máli í umræðum um ríkis-
hallann. f ljósi hennar er skammsýnt að gæla við
kenningar um, að þjóðin skuldi ríkinu meira en ríkið
þjóðinni, og gæla við óstaðfærðar tilgátur um, að lán-
tökur ríkisins innanlands valdi ekki verðbólgu.
Við sjáum vaxandi ríkishalla leiða til vaxandi sam-
keppni,^ ekki bara um starfskrafta, heldur einnig um
lánsfé. í bönkunum hefur myndazt útlánahalli og gagn-
vart útlöndum hefur myndazt viðskiptahalli. Þetta mun
fljótlega leiða til hækkunar á háum vöxtum.
Fyrstu mánuði ársins þurftum við að þola ríkis-
stjórn, sem reyndi að kaupa sér atkvæði með gjafmildi
á annarra fé. Eftir kosningar þurfum við að þola sömu
stjórn, sem þykist nú alls ekki þurfa að stjórna, af því
að hún sé bara að passa sjoppuna fyrir næstu stjórn.
Niðurstaðan er að verða sú, að ríkisstjórnin skilji
ríkisfjármálin eftir í mun verra ófremdarástandi en
var, þegar hún tók við. Hún hafi spillt góðærinu.
Jónas Kristjánsson
„Ef fjórflokkarnir ætla að ná vopnum sinum verða þeir því að standast það próf sem þeir gangast nú undir.“
FJórflokkakerfið
í vorprófi
Úrslit kosninganna í vor eru með
ýmsum hætti mjög óhefðbundin. í
fyrsta lagi er þetta í fyrsta skipti sem
klofhingsframboð úr Sjálfstæðis-
flokknum nær að festa rætur. í öðru
lagi er þetta í fyrsta skipti sem nýtt
framboð - Kvennalistinn - nær þeim
árangri að bæta við sig þingmönnum
og fylgi. Líftími nýrra framboða hef-
ur hingað til verið mjög skammur;
Kvennalistinn biýtur þá reglu. í
þriðja lagi breyttust svo í kosning-
unum valdahlutföllin milli fjórflokk-
anna þannig að Alþýðubandalagið
er orðið minnsti flokkurinn. Sterkt
framboð forseta ASÍ í þriðja sæti á
framboðslista Alþýðubandalagsins í
Reykjavík fékk engu breytt um þau
úrslit. Alrangt er þó að túlka úrslit-
in sem áfall fyrir verkalýðshreyfing-
una. Kosningaúrslitin og enn fremur
skoðanakannanir um hvaðan fylgi
flokkanna er runnið sýndu að verka-
fólk kaus að þessu sinni önnur
framboð en framboð Alþýðubanda-
lagsins. Það kaus m.a. framboð
Alþýðuflokksins og tryggði þannig
verkalýðsforingjunum Karveli
Pálmasyni og Karli Steinari Guðna-
syni góða kosningu og örugg þing-
sæti. Kosningaúrslitin verða því með
engu móti túlkuð sem áfall eða ósig-
ur fyrir verkalýðshreyfinguna enda
þótt Alþýðubandalagið hafi ekki náð
betri árangri en raun ber vitni.
Flokkurinn verður að leita annarra
skýringa á óförum sínum og sinna
frambjóðenda. Nærtækasta skýring-
in er að sjálfsögðu sú að kjósendur
og þá fyrst og fremst launafólkið var
ekki reiðubúið til þess að styðja þá
steínu, sem framboð Alþýðubanda-
lagsins stóðu fyrir. Kosningar eru
nefiiilega kjarabarátta eins og Lúð-
vík Jósefsson svo réttilega sagði árið
1978.
Vandi fjórflokkanna
Enda þótt vandi Alþýðubandalags-
ins sé sennilega hvað mestur þegar
litið er á stöðu fjórflokkanna ag
kosningunum loknum eiga gömlu
flokkamir allir einu sameiginlegu
vandamáli að mæta - nefnilega því
að í fyrsta skipti virðist það vera að
gerast að górflokkakerfið sé að riðl-
ast og til sögunnar séu að koma
nýir og varanlegir framboðsaðilar.
Hvorugur hinna nýju flokka og
framboða boðar markverðar nýjung-
ar. Allt það sem þeir hafa að segja
höfum við heyrt oft áður frá fjór-
flokkunum. Tilvist nýju framboð-
anna er þvi ekki til marks um ný
viðhorf í pólitíkinni heldur miklu
fremur til merkis um að kjósendur
í landinu séu að glata trúnni á að
fjórflokkamir nái árangri og vilja
því reyna eitthvað nýtt - ekki nýja
stefnu, því hún hefur ekki verið boð-
uð, heldur ný nöfir til þess að takast
á við þau viðfangsefni sem fjórflokk-
amir hafa lengi rætt en ekki getað
leyst af hendi.
Fjórflokkarnir í prófi
Á sama tíma og skólanemendur
ganga undir sín vorpróf gangast því
KjaUarinn
Sighvatur
Björgvinsson
alþingismaöur
Qórflokkarnir einnig undir próf hjá
þjóðinni og árangur þeirra í prófinu
getur ráðið úrslitum um hvort fjór-
flokka- eða fjölflokkakerfi verður við
lýði á íslandi næstu áratugina.
Þama á ég auðvitað við stjómar-
myndunarviðræðumar sem standa
yfir. Allar götur síðan eftir kosning-
amar 1978 hafa stjórnarmyndanir
tekið afskaplega langan tíma og
hvað gerst hefúr á þeim langa bið-
tíma; hvað menn hafa sagt og
hvemig þeir hafa haldið á málum,
hefur ekki orðið til þess að auka
traust manna og tiltrú á fjórflokkun-
um heldur þvert á móti. Ef þessir
flokkar ætla að láta sömu atburðina
endurtaka sig nú; formenn flokk-
anna ætla að láta stjómarmyndun-
arboltann ganga eins og boðhlaúps-
kefli á milli sín vikum saman á
meðan flokkamir þvælast hver fyrir
öðrum með tilheyrandi yfirlýsingum
og umsögnum mun enn lækka á
gömlu flokkunum risið í augum
fólksins í landinu. Það er vísasti
vegurinn til þess að stuðla að fjöl-
flokkakerfi því þar með grafa gömlu
flokkamir enn frekar en orðið er
undan áliti sínu og áhrifum.
Engan leikaraskap
Við þessar aðstæður hafa gömlu
flokkamir því engin efni á því að
vera með leikaraskap og útúrbom-
hátt. Það má vel vera að í augum
þeirra allra sé enginn kostur góður
og að til þess að hægt sé að ljúka
málinu verði menn fyrst að leiða í
ljós að það sé ekki hægt sem ekki
er hægt. Slíkar leikfléttur eru þó
miklu frekar í þeim tilgangi gerðar
að friða stjómmálamennina en fólk-
ið í landinu sem hefur takmarkaða
þolinmæði til þess að bíða eftir því
að stjómmálamennimir friði sjálfa
sig og alls enga ef tíminn líður og
fólkið fær á tilfinninguna að leikinn
sé hráskinnaleikur fremur en af al-
vöm. Fólkið er nefnilega miklu
fúsara til þess að sætta sig við hverja
þá ríkisstjóm sem meirihluti getur
náðst um en foringjarnir. Það kenn-
ir sagan okkur.
Ef fjórflokkamir ætla að ná vopn-
um sínum verða þeir þvi að standast
það próf sem þeir gangast nú undir.
Og það er ekki nóg að þeir berji
saman einhverja stjóm einhvern
tíma. Þeir verða, ef þeir ætla að
auka álit sitt með þjóðinni, að ná
þeim árangri á sem skemmstum tíma
og án þess að tefja sig á því að leita
hafhar í sérhverri krummavík á leið-
inni þar sem engin hafnaraðstaða
er, aðeins til þess að geta friðað sig
með því að hafa alls staðar stungið
við stafni.
Sighvatur Björgvinsson.
,,Á sama tíma og skólanemarnir ganga
undir sín vorpróf gangast því fjórflokk-
arnir einnig undir próf hjá þjóðinni og
árangur þeirra í prófinu getur ráðið úr-
slitum um hvort fjórflokka- eða fjöl-
flokkakerfi verður við lýði á íslandi
næstu áratugina.“