Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1987, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1987.
11
Verkfalli lögreglu-
manna í Lima lokið
Lögreglumenn í Perú bundu í
morgun enda á fjögurra daga langt
verkfall sitt og sögðust hafa náð
markmiðum sínum eftir að forseti
landgjins og ríkisstjórn samþykktu
um eitt hundrað prósent hækkun
launa þeirra.
Að sögn heimilda á sjúkrahúsum í
Lima, höfuðborg Perú, lét að minnsta
kosti einn maður lifið í átökum sem
tengdust verkfalli lögreglumann-
anna.
Stjórnvöld í Lima kölluðu til sveit-
ir úr her landsins til þess að halda
uppi lögum og reglu í höfuðborg-
inni, meðan verkfall lögreglumanna
stóð, svo og til þess að einangra verk-
fallsmenn og standa yfir þeim vörð.
Alan Garcia, forseti Perú, lét í gær
hernum í hendur fullt umboð til þesss
að sjá um framfylgd laga í höfuð-
borginni og veitti þeim heimild til
þess að nota hverjar þær aðferðir sem
nauðsynlegar kynnu að reynast til
þess að koma lögreglumönnum út
úr byggingum sem þeir höfðu lagt
undir sig.
Lögreglumennirnir höfðu krafist
allt að átta hundruð prósent launa-
hækkunar.
Með þverslaufu og
gamaldags skoðanir
Nýr frambjóðandi demókrata
Ólafur Amarson, DV, New York
Paul Simon, öldungadeildarþing-
maður frá Illinois, lýsti því yfir í gær
að hann myndi gefa kost á sér í fram-
hoð til forsetaembættis fyrir demó-
krataflokkinn á næsta ári.
Simon er gamaldags demókrati og
er sagt að framboð hans sé prófsteinn
á það hvort þverslaufa og gamaldags
skoðanir séu enn í tísku. Simon hefur
hvorttveggja.
Hann er élstur þeirra sem enn hafa
gefið kost á sér fyrir demókrata, 58
ára. Hann er giftur, tveggja bama fað-
ir og mótmælendatrúar. Simon lauk
aldrei háskólaprófi og færi svo að
hann yrði kosinn forseti yrði hann
fyrsti forsetinn, frá því Truman sat á
stóli, sem væri án háskólamenntunar.
Á sínum yngri árum var Simon
blaðamaður og hann hefur skrifað
nokkrar bækur. Árið 1974 var hann
kjörinn í fulltrúadeild Bandaríkja-
þings og árið 1984 varð hann öldunga-
deildarþingmaður.
Simon er trúr eyðslustefnu Frank-
lins Roosevelts og telur að það sé
hlutverk ríkisins að hafa forystu um
atvinnuupphyggingu að einkafram-
takið eigi heima þar sem ríkið getur
illa sinnt hlutverki sínu. Hann státar
af því að hafa ávallt greitt atkvæði
gegn skattalækkunum á ferli sínum
sem þingmaður. Þetta eru vissulega
gamaldags skoðanir og talið er mjög
ólíklegt að Simon hreppi útnefningu
demókrata. Demókrataflokkurinn
reynir nú ákaft að má af sér þann
stimpil að hann sé gamaldags og úrelt-
ur.
Simon er nú i þriðja sæti meðal
demókrata með 6 prósent fylgi. I fyrsta
sæti er Jesse Jackson með 17 prósent
og í öðru sæti er Michael Dukakis,
ríkisstjóri Massachusetts ríkis. með
11 prósent.
Orsakir slyssins ókunnar
Talsmaður rannsóknamefndar
sovéskra stjómvalda sagði í gær að
enn væri ekkert vitað um orsakir
slyssins, sem varð í kolanámu í
Úkraínu síðastliðinn laugardag, en
mikil gassprenging varð þá í nám-
unni.
Talsmaðurinn sagði að öryggis-
tæki hefðu ekki gefið neina viðvörun
um yfirvofandi hættu fyrr en fáein-
um sekúndum áður en sprengingin
varð.
Ekki hefur verið sýnt fram á að
neinar öryggisreglur hafi verið
brotnar í námunni.
Ekkert hefúr enn verið gefið upp
um fjölda látinna eða slasaðra í slys-
inu, þrátt fyrir að flölmiðlar eigi að
hafa frjálsari aðgang að slíkum upp-
lýsingum nú en verið hefur, sam-
kvæmt umbótastefnu þeirri sem
sovésk stjómvöld nú reka.
Achille Lauro-dómum áfiýjað
Magied Al Molqui og Ibraim Fatair Aboelatif, tveir ræningjanna sem rændu
farþegaskipinu Achille Lauro á Miðjarðarhafi árfð 1985, fyrir rétti í gær.
Simamynd Reuter
Málflutningur vegna áfrýjunar 1985, hófust í Genúa á ítalíu í gær.
dóma yfir tveim Palestínumönnum, Lögfræðingar Palestínumannanna,
sem áttu hlut að ráni farþegaskipsins þeirra Magied A1 Molqui og Ibraim
Achille Lauro á Miðjarðarhafi árið Fatair Aboelatif, kröfðust við upphaf
málflutnings að efnt yrði til nýrra rétt-
arhalda yfir skjólstæðingum sínum
þar sem formgalli hefði verið á upp-
runalegu réttarhöldunum.
I upprunalegu réttarhöldunum í
málinu vom ellefu af finmitán sak-
borningum sakfelldir en fjórir vom
hreinsaðir af ákænmi.
Fjórir palestínskii' hermdai-verka-
menn tóku farþegaskipið Achille
Lam'o með vopnavaldi í októbennán-
uði árið 1985. Þeir héldu farþegum og
áhöfn skipsins í gíslingu í fjóra daga
en gáfu sig síðan á vald egypskra vfir-
valda.
Meðan á ráninu stóð myrtu ræningj-
amir einn bandarískan farþega skips-
ins. bæklaðan mann.
Bandarískar ormstuþotur þvinguðu
síðai' farþegaflugvél. þar sem ræningj-
amir voru farþegar imi borð, til þess
að lenda á Ítalíu og vom þeir hand-
teknir þar.
Utlönd
Lögreglumenn í Líma, höfuðborg Perú, fagna nú sigri og snúa að nýju til
starfa eftir nokkurra daga verkfail. Símamynd Reuter
Erfiðara að fá
„au pair“ vist
Ólaíur Amarson, DV, New York:
Nýju innflytjendalögin hér í Banda-
ríkjunum virðast ætla að hafa áhrif á
hag fleiri en aðeins innflytjenda frá
Suður- og Mið-Ameríku.
Um nokkurt skeið hefur það tíðkast
hjá millistéttarfjölskyldum í Banda-
ríkjunum að hafa ,.au pair" stúlkur frá
Evrópu um lengri eða skemmri tíma.
Hafa stúlkur farið á venjulegri ferða-
mannavegabréfsáritun til Bandaríkj-
anna. vfirleitt til vetrarlangrar dvalar.
Með slíka áritun hafa þær ekki haft
leyfi til að starfa í Bandaríkjunum en
frjálslega hefur verið farið með það
ákvæði innflytjendalaganna.
Samkvæmt gömlu lögunum vom það
einungis stúlkumai' sem voru brotleg-
ar við lög. Ef upp um þær komst var
þeim umsvifalaust vísað úr landi. Það
var hins vegar ekki ólöglegt fyrir
bandaríska ríkisborgara að ráða jjær
í vinnu.
Samkvæmt nvju lögunum. sem taka
gildi þann 1. júní næstkomandi, verður
ólöglegt fyrir bandaríska ríkisborgara
að ráða stúlkur með ófullnægjandi
vegabréfsáritun í vinnu. Viðiulögin
verða allt að fjögur hundmð þúsund
króna sekt. Má því búast við að erfið-
ara verði rnn vik en áður fyrir íslen-
skar stúlkur að komast til „au pair“
vistar í Bandaríkjunum.
KERTAÞRÆÐIR
í passandl settum.
Leiðari úr stálblöndu. Sterkur og þolir _______.
að leggjast I kröppum beygjum. Við- / -
ném aðeins 1/10 af viðnámi kolþráða.
Margföld naistagœði. y/*
Kápa sem deyflr truflandi rafbylgjur.
SKEIFUNNI5A, SIMI: 91-8 47 88
Við vinnum fyrir þig
Við komum með gáminn til þín og þú gengur frá vörunni í hann
eins og þú vilt. Við sækjum gáminn til þín aftur og komum honum
um borð í Ríkisskip. Það er ástæðulaust að gera einfalt mál
flókið. Komdu og kynntu þér gámaþjónustu okkar.
Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu,
® 28822
NÚTÍMA FLUTNINGAR