Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1987, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987.
Fréttir
Svalinn flæðir
yfír Bretland
-18-36 þúsund lítrar vikulega
„Það verður spennandi að sjá hvað
gerist í sumar. Þetta hefur gengið af-
skaplega vel hingað til og við höfum
sent út einn eða tvo gáma á viku und-
anfarið. Ég býst alveg eins við að
eftirspumin aukist mikið á næst-
unni,“ sagði Davíð Scheving Thor-
steinsson, framkvæmdastjóri Sólar hf.,
um útflutninginn á Svala til Bretlands.
í hverjum gámi eru 72.000 pelafemur
og þvi um 18.000 lítrar. Það em þvi
allt að 36.000 lítrar sem hafa verið
fluttir út vikulega til þessa. Svalinn
er að mestu leyti íslenskt vatn og á
umbúðunum á erlendum markaði er
auðvitað undirstrikað að drykkurinn
sé sprottinn úr hreinni náttúm. Davíð
Scheving sagði að Svali væri ekki
fluttur út til íleiri landa enn sem kom-
ið væri en fyrirspumir hafa borist víða
að.
-HERB
Alþjoðleg ráð-
stefha
um verkefna-
stjómun
Alþjóðleg ráðstefha um verkefna-
stjórnun (project management) verður
haldin í ráðstefnusölum Hótels Loft-
leiða dagana 31. ágúst til 3. september.
Það er félagið Verkefnastjómun sem
stendur að ráðstefnunni en hún er
skipulögð í samvinnu við þrjú stærstu
alþjóðasamtökin á þessu sviði: Nord-
net á Norðurlöndum, Intemet í
Evrópu og PMI í Bandaríkjunum.
Á ráðstefnunni verða haldnir fjöru-
tíu og átta fyrirlestrar sem greinast í
fjóra aðskilda flokka og verður starf-
ræktur einn vinnuhópm- fyrir hvem
flokk.
Auk fjögurra íslendinga munu §öl-
margir fremstu sérfræðingar á þessu
sviði halda fyrirlestra á ráðstefnunni.
Þetta mun vera í fyrsta sinn sem evr-
ópsku og bandarísku samtökin taka
höndum saman við þátttöku í ráð-
stefnu af þessu tagi.
Um 220 manns em í félaginu Verk-
efnastjómun sem nú er þriggja ára.
Formaður félagsins er Daníel Gestsson
byggingaverkfræðingur.
KGK
Prjónastofan Sunna:
Hefur rekstur
á Selfossi
Regína Thorarensen, DV, Selfossi
Um þessar mundir eru eigendur
prjónastofunnar Sunnu á Hvolsvelli
að heQa rekstur á Selfossi. Munu um
30 manns fljótlega hefja starf hjá fyrir-
tækinu. Framkvæmdastjóri og aða-
leigandi fyrirtækisins er Sævar
Snorrason. Er bæjarstjóm Selfoss
mjög ánægð með tilkomu þessa iðnað-
Sveinn Bjömsson
sendiherra
Sveinn Björnsson, sendifúlltrúi í
London, hefur verið skipaður sendi-
herra frá 1. október næstkomandi.
Mun Sveinn þá taka við starfi prótó-
kollstjóra utanríkisráðuneytisins og
jafnframt gegna starfi fastafulltrúa
íslands hjá Evrópuráðinu. Þá mun
Þórður Einarsson sendiherra taka við
starfi sendiherra íslands í Stokkhólmi
næsta haust. -ój
Afhenti
trúnaðarbréf
Ólafúr Egilsson sendiherra afhenti
Patrick Hirroy, forseta írlands, þanr
26. mai síðastliðinn trúnaðarbréf sit’
sem sendiherra íslands á írlandi.
OO þú FLÝGUR
í GEGNUM DAGINN
V»»“'S,eta^"S»SaSn
_ . ... Úmmæll Jóns Páis-
Hvernig á að nota
fjölskyldutrimmtækið rétt?
Burt með aukakíló.
Æfið 5 mín. á dag.
Til þess að ná árangri verður að æfa hinar þrjár
mikilvægu undirstöðuæfingar daglega.
Eftir að byrjað er að æfa samkvæmt æfingar-
prógrammi mótast vaxtarlag líkamans af sjálfu sér.
Æfing 1
Þessi æfing er fyrir magavöðva og stuðlar að mjóu mitti
Setjist á sætið á trimmtækinu, leggið fæturna undir
þverslána, hendur spenntar aftur fyrir hnakka. Látið
höfuðið síga hægt að gólfi. Efri hluti líkamans er
reistur upp og teygður í átt að tám.
Mikilvægt: Æfingu þessa verður að framkvæma með
jöfnum hraða án rykkja. í byrjun skal endurtaka
æfinguna fimm sinnum, en síðan fjölga þeim í allt að
tíu sinnum.
Æfing 2
Þessi æfing er fyrir handleggi og rassvöðva.
Leggist á hnén á sætið á trimmtækinu. Takið báðum
höndum um vinklana, handleggirnir hafðír beinir og
stífir allan tímann. Teygið úr fótunum þannig að setan
renni út á enda, hnén dregin aftur að vinklunum.
Æfingín endurtekin a.m.k. fimm sinnum.
Æfing 3
Þessi æfing er til þess að þjálfa og móta lærvöðva,
fætur og handleggi.
Setjist á sætið og takið báðum höndum um
handföngin á gormunum og dragið sætið að
vinklunum. Teygið úr fótunum og hallið efri hluta
líkamans aftur og togið í gormana. Haldið gormunum
strekktum allan tímann og spennið og slakið fótunum
til skiptis. v
Æflngin endurtekin a.m.k. tíu slnnum.
Enginn líkami er góöur
án vöðva í brjósti,
maga og bakhluta
Kúlumagi, fjjukeppir, slöpp brjóst.
slappur bakhluti o.s.frv.)
Allt þetta sýnir slappa vöövavefi.
Byrjaðu strax að stækka og styrkja vöðvana þína
með þessari árangursríku og eölilegu aðferö.
Leggðu fljótt af
Misstu aukakíló með því að æfa 5 mín. á dag.
A BBgf*
KHI DIIKOHI
Sln/ipir vudvnr Æföir vöóvur
LUMOCARU
Verð aðeins
2.890.
Pöntunarsími 91-651414
Símapantanir alla daga vikunnar kl. 9.00-22.00
Póstverslunin Príma Box 63, 222 Hafnarfirði
roFAN mask