Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1987, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987.
Farmanna- og fiskimannasamband
Islands verður fimmtíu ára á þriðju-
daginn. Sambandið hefur gert mikið
átak í hagsmunamálum sjómanna á
starfsferli sínum og verður það seint
fullþakkað. í tilefni af þessum tíma-
mótum ræddi Helgarblaðið við
Konráð Gíslason kompásasmið,
þann eina eftirlifandi úr framvarða-
sveitinni sem beitti sér fvrir stofnun
sambandsins.
„Meginmarkmiðið með stofnun
samtakanna var að sameina krafta
sjómanna sem voru sundraðir í ótal
félögum. Við vildum að sameinaðir
berðust sjómenn fyrir lífsnauðsyn-
legum hagsmunamálum, ekki bara
launum, og voru örvggismálin sett
þar á oddinn." sagði Konráð Gísla-
son kompásasmiður í samtali við DV.
Farmanna- og fiskimannasam-
bandið verður fimmtíu ára á þriðju-
daginn kemur og hefur komið ýmsum
góðum málum á rekspöl. sjómönnum
til hagsbótar.
„Það voru félög úti um allt land
en þau voru svo fámenn því í þeim
voru eingöngu stýrimenn, skipstjór-
ar og vélstjórar, skólagengið fólk.
Félögin unnu ekki nógu vel saman,
þau voru að gera samþvkktir hvert
í sínu horni og þær samþykktir lentu
bara í ruslakörfum stjórnvalda því
það vantaði allan slagkraft í barátt-
una.
Frá fyrstu tíð hefur það tíðkast
varðandi sjómannastéttina að veita
undanþágur í sambandi við alla
skapaða hluti. Það er eins og það
þurfi enga menntun til þess að vera
sjómaður. Þó til séu skólar sem
mennta skipstjórnarmenn þá telst
það ágætur siður að taka nánast
hvern sem er og veita honum undan-
þágu til að stjórna skipi þótt hann
hafi enga menntun til þess.
Nú er ég ekki að neita þvi að lífs-
reynslan er mikils virði og að það
sem við erum að læra af bókum er í
rauninni reynsla genginna kynslóða.
En það er nauðsynlegt að þeir sem
stjórna skipum og bera ábyrgð á lífi
manna hafi lært það sem hægt er af
bókum og bæti síðan eigin reynslu
við. Rétt eins og það þarf bílpróf til
að stjórna bifreið.
Við vorum á móti því að menn, sem
ekkert höfðu lært, fengju sömu rétt-
indi og fulllærðir menn með undan-
þágum gefnum af mönnum sem lítið
vit höfðu á málefnum sjómanna.
Svo fóru vitagjöldin bara í ein-
hverja eyðslu hjá ríkinu. Við vildum,
á meðan ströndin var ekki fulllýst,
að vitagjöldin færu öll í vitana.
Svo vorum við með hugmynd, sem
reyndar varð ekkert úr, að vitaverð-
irnir væru menn sem hefðu verið til
sjós. Að þeir hefðu skilning á því sem
þeir væru að gera. Ég er ekki að segja
að vitaverðirnir séu ekki ágætis-
menn út af fyrir sig en mér hefði
fundist eðlilegra að þeir hefðu
reynslu af sjómennsku.“
Sjómenn í vitavörsluna
„Þá var ýmislegt sem við þurftum
að gera til að bæta afkomu sjó-
manna, ekki bara varðandi kaupið,
enda liðu mörg ár þar til við fórum
að snerta á kaupmálunum, en ýmsu
öðru gátum við breytt. Til dæmis
gátum við komið því á að lyftur
væru notaðar við síldarlöndun. Það
var mikil bót að því.
Með stofnun sambandsins varð til
afl sem gat barist fyrir málefnum sjó-
manna af meiri krafti en áður hafði
verið til og það hefur komið geysi-
mörgum málum fram. Þó er margt
sem enn hefur ekki náð fram að
ganga. Til dæmis þurfa bátasmiðir
ekki enn að hafa próf. Það getur
hver sem er smíðað bát en ef þú ætl-
ar að smíða fjós þarftu að læra i þrjú
ár!
Menn fara með teikningar til Sigl-
ingamálastofnunar til samþykkis og
svo er bara að fá sér hamar og sög
og fara að smíða. Það er engin skvlda
að menn læri skipasmíði áður en
þeir fara að smíða báta. Ég veit að
það eru margir sem geta smíðað
ágætis báta þó að þeir séu ólærðir
en ég er líka viss um að það eru
ýmsir sem geta fengist við lækningar
þó að þeir hafi aldrei í háskóla kom-
ið. Þeim mönnum yrði sennilega
seint veitt lækningaleyfi. Eða menn
orðið bílstjórar án þess að fá bílpróf.
Sambandið var stofnað til þess að
vinna að málum eins og þessum. Það
var til félag sem hét Skipstjóra- og
stýrimannafélag Reykjavíkur. Það
var beinlínis stofnað til þess að
sporna við því að lítt eða ekkert
lærðir menn fengju að stjórna hvaða
skipi sem væri.“
Menntunarmálin
- Voru menntunarmál sjómanna í
miklum ólestri á þessum árum?
„Til þess að komast í Stýrimanna-
skólann urðum við að vera í átján
mánuði á togurum sem voru yfir
hundrað tonn og svo í átján mánuði
á bátum. Og það var ekki alltaf auð-
velt að fá pláss á stóru skipunum.
Hins vegar þurftu þeir sem tóku svo-
kallað pungapróf aðeins að vera á
bátunum. Sjómenn utan af landi
höfðu því aðeins tækifæri til að vera
á litlum skipum og bátum og áttu
þess ekki kost að taka annað en
pungapróf. Þetta varð því til þess að
úti á landi voru fáir sjómenn með
full skipstjórnarréttindi sem aftur
varð til þess að öll stóru skipin voru
í Reykjavík. Þegar togararnir fóru
Konráð Gíslason við vinnu sína. Hann er orðinn 83 ára en vinnur samt fullan vinnudag. Hann er ótrúlega hress og ern þótt hann sé farinn að missa
sjónina dálitið.
„Málefni sjómanna hafa
mjög færst til betri vegar“
- segir Konráð Gíslason kompásasmiður, einn af frumkvöðlum
Farmanna- og fiskimannasambandsins sem stofnað var fyrir fimmtíu árum