Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1987, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1987, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 30. MAI 1987. 21 Danirvermdu botnsætið Danir fláðu ekki feitan gölt á nýaf- stöðnu Evrópubandalagsmóti þvi að þrátt íyrir að þeir sendu sitt besta lið þá höfnuðu þeir í neðsta sæti mótsins. Hér sjáum við ensku bridgemeistarana Kirby og Armstr- ong taka Kock og Möller í kennslu- stund í hindranasögnum. A/N-S 532 ÁD873 KD953 D874 G9 KG10643 8 10 G96542 82 10764 ÁK106 ÁD9752 K ÁG Með Kock og Möller í n-s, gengu sagnir á þessa leið: Austur Suður Vestur Norður 3T! dobl 4T!! pass pass 4H pass 5L pass pass pass Það verður að segjast eins og er, að þriggja opnun austurs í fyrstu Bridge Stefán Guðjohnsen hönd, er einhver sú versta sem ég hef séð í alþjóðlegu bridgemóti. Fjög- urra tígla sögn vesturs er hins vegar þaulhugsuð og afvopnaði n-s algjör- lega. Dobl hjá norðri hefði boðið upp á hina litina og þess vegna passaði hann í von um dobl frá suðri. Suður átti hins vegar einu hjarta of mikið og einu laufí of lítið og doblaði því ekki. Stundum saknar maður gömlu góðu sektardoblanna. Kock vann sitt spil og fékk 600. Allt í lagi? Nei, því á hinu borðinu opnaði Werdelin líka á þremur tigl- um, suður doblaði og norður sat í því. Það voru sjö niður og 1300 til n-s. Nú veit maður hvernig spil stór- meistaramir eiga þegar þeir opna á þremur. Urslit mótsins urðu þessi: 1. Holland B-sveit 152,5 2. Holland A-sveit 147 3. Frakkland 142 4. Belgía 139 5. England 135 6. írland 131 Sumarspilamennska Bridgesambands Reykjavikur er nú i fullum gangi og er spilað tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum, í husnæði BSÍ við Sigtún. 7. Þýskaland 130 8. Ítalía 128,5 9. Danmörk 122 Töluvert áfall fyrir Dani sem væntu mikils af landsliði sínu á Evr- ópumótinu í Brighton í sumar. Bridge Frá Bridgefélagi Akraness Vetrarstarfí Bridgefélags Akraness er nú lokið. Síðustu mót vetrarins voru meistaramót í sveitakeppni og bikarkeppni Akraness. Tiu sveitir tóku þátt í Akranesmóti i sveita- keppni. Sveit Alfreðs Viktorssonar tók snemma forystu í mótinu og hélt henni til loka og varð Akranesmeist- ari. Með Alfreð spiluðu Eiríkur Jónsson, Karl Alfreðsson, Bjarni Guðmundsson og Guðmundur Bjarnason. Röð efstu sveita var þannig: Sveit stig 1. Alfreðs Viktorssonar 182 2. Inga Steinars Gunnlaugss. 165 3. Harðar Pálssonar 162 4. Árna Bragasonar 160 5. Halldórs Hallgrímss. 158 Um síðustu helgi var úrslitaleikur í bikarkeppni Akraness spilaður. Attust þar við sveitir Harðar Páls- sonar og Inga Steinars Gunnlaugs- sonar. Var leikurinn jafn og tvísýnn en lauk með sigri sveitar Inga Stein- ars. Með Inga Steinari spiluðu Einar Guðmundsson, Ólafur Grétar Ólafs- son og Guðjón Guðmundsson. Stjórn Bridgefélagsins þakkar fé- lögum ánægjulegan vetur og óskar þeim gleðilegs sumars. Berðu ekki við tímaleysi í umferðinni. Þaö ert fií sem situr undir stýri. ÚUMFERÐAR ráð %$!sAr KENNARAR - SKÓLASTJÓRASTAÐA Laus er til umsóknar skólastjórastaða við Brekkubæj- arskóla, Akranesi. Upplýsingar veita skólastjóri, Viktor Guðlaugsson, vinnusími 93-1388, heimasími 93-2820, yfirkennari Ingvar Ingvarsson, vinnusími 93-2012, heimasími 93-3090 og formaður skóla- nefndar, Elísabet Jóhannesdóttir, sími 93-2304. Umsóknarfrestur er til 10. júní. Skólanefnd. tr Islandsmót 1. deild. Stórleikur á Hlíðarenda sunnudaginn 31. maí kl. 20.00. VALUR - IBK Allir leikir á Hlíðarenda eru stórleikir. Ath. Bílastæði sunnanmegin við Loftleiðaveg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.