Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1987, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987. 9 Ferðamál Flugieiðir Lufthansa en alls eru áfangastaðir félagsins 161 talsins. DUNDUR- ÚTSALA á RIO bómullargarni Verð aðeins kr. 42,00/50 gr - eða kr. 294,00 í þessari peysu. Þú getur valið úr 30 litum. Fallegar uppskrift- ir fylgja garninu. Mundu að Stahl’sche Wolle er vestur-þýsk gæðavara. Ingrid, Hafnarstræti 9, S. 62-15-30 JK-póstverslun, sími 24311. Póstsendum. Lufthansa hefur áæUunarflug fiá íslandi Á morgun hefur þýska flugfé- lagið Lufthansa áætlunarflug sitt til og frá Islandi og fjölgar þar með áfangastöðum ís- lenskra ferðamanna um tvo. Þetta er í fyrsta sinn sem erlent flugfélag flýgur milli Islands og annarra landa í reglulegu áætl- unarflugi en Lufthansa kemur til með að bjóða ferðir til tveggja borga í Vestur-Þýska- landi. Borgirnar tvær eru Miinchen og Dusseldorf og verður flogið þangað á hverjum sunnudegi í sumar. Félagið býður upp á ýmsa þjónustu sem flugfarþegar hafa ekki átt að venjast hingað til. Þar er fyrst til að taka fyrsta farrými og Business Class en hinu síðarnefnda svipar til Saga Class hjá Flugleiðum. Flogið verður í Boeing 737-300 vélum en þær voru teknar í notkun á síðasta ári. Lufthansa á sér langa sögu. Það hóf starfsemi sína 1926 með áætlunarflugi milli Hamborgar og Ziirich en bætti fljótlega við sig mörgum áfangastöðum inn- an Evrópu. Rétt fyrir seinna stríð sótti félagið um flugleyfi til Islands. Því var hafnað enda lék grunur á því að tilgangurinn með Is- landsflugi þá myndi vera hernaðarlegs eðlis. Eftir stríð hóf félagið mikla uppbyggingu. Flugfloti félags- ins var endurnýjaður og mikið lagt upp úr nákvæmni og góðri þjónustu. Félagið skipaði sér fljótt í fremstu röð meðal flugfé- laga og hefur tekist að halda því síðan þrátt fyrir að hryðju- verkastarfsemi hafi um tíma gert því erfitt um vik. Lufthansa flutti á sfðasta ári um 16 milljónir farþega til 165 áfangastaða um heim allan. I flota félagsins eru nú 165 vélar. Félagið hefur því víðtækt net áfangastaða um heim allan. Með föstu áætlunarflugi til og frá íslandi gefst því íslending- um kostur á að nota sér þetta kerfi en hægt verður að komast samdægurs frá þýsku borgun- um tveimur til margra annarra áfangastaða félagsins í Evrópu og víðar. Verð á áætlunarflugi Luft- hansa til og frá íslandi verður svipað og annarra félaga. Þannig kostar þriggja mánaða PEX miði kr. 19.900 til Munchen og kr. 16.200 til Dusseldorf. Boeing 737-300 vél Lufthansa. Slík vél verður notuð í ferðum félagsins til og frá íslandi. Ef þú ert að leita að tæki með alla möguleika þá er það þetta roadstar AD-7710, 64wött, með 5 skiptum tónjafnara, innbyggðum “Fader“ sem jafnar hljóm- inn milli fram- og afturhátalarana, DNR sem útilokar bakgrunnssuð úr útvarpi og segulbandi o.fl. Eitt fullkomnasta tæki á markaðnum. Verð: 23.400,- kr. O-9-n madstar Verð: 6.980,- roadstar AD-7032 útvarp/segul- band með LW-MW-FM- FMstereo, 15watta, “autoreverse4 og innbyggðum þétti. Traust og öruggt tæki. roadstar AD-7012útvarp/segul- band, 15watta, LW-MW-FM- FMstereo, innbyggður þéttir og sjálfvirkt stop á segulbandi. Öruggt tæki á góðu verði. Verð: 5.900,- kr =hroadstar SKIPh SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.