Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1987, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1987, Side 8
26 MÁNUDAGUR 1. JÚNÍ 1987. íþróttir „Ætlum að vera efar en okkur hefur verið spáð“ - sagði Kristján Olgeirsson, Völsungi, eftir sigur á Þór á Akureyri Gyifi Kristjánssan, DV, Akureyii „Ég er mjög ánægður með baráttu leikmanna Völsungs í leiknum við Þór og að sjálfsögðu með stigin. Þetta eru fyrstu stig Völsungs í 1. deildinni og við ætlum okkur að verða ofar en okkur hefur verið spáð - ekki að falla. Baráttan var aðall okkar í leiknum og sigurinn nokkuð á kostnað knatt- spymunnar eins og oft vill verða í slíkum baráttuleikjum," sagði Krist- ján Olgeirsson, leikmaðurinn kunni í Húsavíkurliðinu, eftir að Völsungur hafðu unnið nokkuð óvæntan sigur á Þór á Akureyri í 1. deild á föstudags- kvöld. Kristján bar af á vellinum í leiknum og sigur Völsungs var nokk- uð sanngjam. Húsvíkingar skomðu eina markið í leiknum. „Það er ekki við öðru að búast þeg- ar menn vilja ekkert hafa fyrir hlutun- um. Það var engin barátta hjá leikmönnum Þórs - allir á hælunum," sagði Jóhannes Atlason, þjálfari Þórs. Hann var greinilega mjög vonsvikinn með úrslit leiksins eftir hina góðu byrjun Þórs - sigur á Islandsmeistur- um Fram í fyrstu umferð. Eina mark leiksins var skorað nokkrum sekúndum fyrir leikhléið - á 44,50 mín. Kristján Olgeirsson lék þá upp að endamörkum vinstra megin, gaf fyrir á Hörð Benónýsson sem var alveg fh'r á markteig. Hörður skallaði knöttinn örugglega í markið en mark- vörður Þórs hafði reynt að ná fyrir- gjöfinni en ekki tekist. Völsungur var betra liðið nær allan leikinn sem einkenndist talsvert af miðjuþófi. Þór átti bókstaflega ekki marktækifæri fyrr en alveg í lokin en Akureyrarliðið pressaði mjög síðustu fimm mínútur leiksins. Því tókst þó ekki að jafiia og leikurinn hjá Þór í heild er sá lakasti sem ég hef séð til liðsins frá því það komst í 1. deildina. Mikil barátta allan tímann hjá Völs- ungum og Kristján þar mjög snjall. Yfirburðamaður á vellinum og annar fyrrverandi landsliðsmaður hjá Völs- ungi, Ómar Rafnsson, átti einnig ágætan leik. Hjá Þór var fátt um fína drætti, Ami Stefánsson skástur. Áhorfendur voru 1302 og margir þeirra frá Húsavík. Grasvöllurinn, sem leikið var á, var mjög slæmur, víða kalinn. -hsím VORBOÐINN LJÚFI, SÁÁ VORHAPPDRÆTTI SÁÁ DREGIÐ 10. JÚNÍ UPPLAG MIÐA 100.000 • Rauða spjaldið á lofti hjá Friðjóni Eðvarðssyni dómara á leik Selfoss og Leifturs. Einn af varamönnum Leifturs viðhafði óvirðulegt orðbragð um dómara og fékk að súpa seyðið af því DV-mynd EJ Selfýssingar voru heppnir -sigruðu Leiftur 1-0. Hafsteinn misnotaði víti Sveánn Á Siguiðssan, DV, SeBössi; Selfyssingar sigruðu Leiftur frá Ól- afsfirði 1-0 á Selfossvelli. Leikurinn var lítið fyrir augað og verða heima- menn að teljast heppnir að halda öllum stigunum eftir því Ólafsfirðing- ar misnotuðu meðal annars víta- spymu. Það var Jón Gunnar Bergs sem skor- aði mark Selfyssinga á 25. mínútu en þá voru Leiftursmenn meðal annars búnir að eiga skot í stöng. 5 mínútum fyrir leikslok fengu Ölalsfirðingar vítaspymu en Hafsteinn Jakobsson skaut í stöng. Bestir heimamanna voru Jón Gunn- ar Bergs, sem var frískur frammi, og Einar Jónsson og Anton Hartmanns- son. Lið Leifturs var mjög jafnt í leiknum. -SMJ Tvö mörk Tomma - þegar ÍBV sigraði UBK, 3-1, í Eyjum Friðbjöm Ó. Vallýsaon, DV, Eyjum Leikur Eyjamanna og Blika ein- kenndist mikið af erfiðum aðstæðum til knattspymuiðkunar en mikið rok stóð eftir endilöngum vellinum og var miðjuþófið allsráðandi. I fyrri hálfleik er aðeins hægt að tala um eitt umtals- vert marktækifæri og var þar að verki Tómas Pálsson sem nú leikur að nýju með Eyjaliðinu. Hann skoraði þá eftir góðan undirbúning Bergs Ágústsson- ar. Fljótlega í seinni hálfleik bætti Bergur við öðru marki með þrumu- skoti af löngu færi. Eftir það var sigur Eyjamanna aldrei í hættu. 10. mínút- um fyrir leikslok skoraði Tómas sitt annað mark eftir mikla þvögu við mark UBK. Blikum tókst síðan að minnka muninn rétt fyrir leikslok og var þar að verki Rögnvaldur Rögn- valdsson. Bestir í Eyjaliðinu voru þeir Ingi Sigurðsson, Elías Friðriksson og Berg- ur Ágústsson. Ólafúr Bjömsson var sá eini sem eitthvað sýndi í slöku liði UBK. -SMJ sa um ísfirðingana Vopnfirðingar lögðu ísfirðinga að velli í 2. deild á laugardaginn. Lokatölur urðu 2-1 og komu öll mörkin í fyrri hálfleik. Kristján Davíðsson skoraði fyreta mark leiksins fyrir Einherja en ólafúr Petereen jafiiaði skömmu síðar. KrÍ8tján var greinilega ekki sáttur við þetta og bætti við öðru marki og urðu lokatölur því 2-1. Heimamenn áttu mun meira í leiknum sem var leikinn á grasi. Einherjamenn fengu nokkur góð tækifæri til að bæta við fieiri mörkum en það tókst þó ekki. -SMJ Staðan í 2. deild Úrslit leikja um helgina: Selfoss - Leiftur................1-0 Þróttur R. - KS..................2-1 Einherji - ÍBÍ...................2-1 ÍBV - UBK........................3-1 Staðan: Þróttur 3 2 0 1 3 12 0 6-4 4-3 6 5 ÍBV ' 3 1 1 1 5-5 4 KS 3 1 1 1 4-4 4 Selfoss 3 1 1 1 4-5 4 ÍBÍ 3 1 0 2 5-5 3 Leiftur 3 1 0 2 3-3 3 UBK 3 1 0 2 24 3 ÍR 2 0 1 1 3-5 1 í kvöld verður síðan síðasti leikur 3. umferðar þegar Víkingur mætir ÍR í Laugardalnum. Leikurinn hefst kl. 20.00. Víkingar eru nú efstir og geta aukið forystu sína enn frekar með sigri í kvöld. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.