Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987. 55 » •ÉktÆS bera svipaðar tilfmningar til hans. Rósa skutla, fjögurra mánaða hvolp- ur, hjúfraði sig vinalega að hálsakoti Hálfdánar þegar verið var að mynda þau saman og greinilega var henni ' ekkert um ljósmyndarann gefið. Enginn hundanna, sem voru úti, gerði minnstu tilraun til að nálgast gestina, ekki einu sinni til að þefa, hvað þá meir. Eins og áður sagði verður Hálfdán sextíu og eins árs á þessu ári. Hann á sautján afkomendur, sex börn og ellefu barnabörn. „Bömin koma til mín á hverju ári,“ sagði Hálfdán og brosti. „Ég var giftur í þrjátíu ár en við skildum, nú bý ég hér með hund- unum og einum ketti, ég hef draum- farir einu sinni í hverri viku og aldrei með þeirri sömu, hvað viljið þið hafa það betra?“ sagði Hálfdán og kímdi, „mig langar allavega ekki suður." „Hér er gott að vera“ Seyðisfjörður er góður staður og hér er gott að vera, það er bara hel- vítis vegurinn, mér líður best þegar hann er lokaður. Fólk stoppar svo oft til að forvitnast. Hér hef ég allt sem ég þarf. Ég hef oft á minni ævi skaffað mína vinnu sjálfur. Hér geri ég það. Þegar komið var með matinn til mín um árið var sett á mig til- kynningarskylda, tilkynningar- skylda, hugsið ykkur, ég þurfti að hringja í hverri viku til að láta vita að hundarnir væru ekki búnir að borða mig, en mér og hundunum líð- ur vel saman.“ Hálfdán og hundarnir Það er sterkt samband á milli Hálf- dánar og hundanna, það dylst engum sem séð hefur. Það er því von að Hálfdán sé særður eftir að fjórir þeirra voru drepnir, að ástæðulausu eftir því sem hann segir. En hafa hundarnir aldrei gert neinum neitt? „Jú, eitt sinn beit einn þeirra mann en áður hafði maðurinn hent í hund- inn grjóti, barið hann með spýtu og sparkað í hann. Það er ekki rétt að það sé bara búið að drepa fjóra hunda, þeir eru orðnir níu og auk þess er Straumur ræfillinn svo illa taugaveiklaður, en hann slapp úr árásinni um daginn, að hann nær sér líklegast aldrei. Einu sinni var hundur frá mér á tík frá Eyri, þá var hann skotinn í kviðinn svo hann særðist, þá var hann tekinn og settur á bál. Annað sinn voru þrjár tíkur skotnar. Ein þeirra komst heim illa særð og dó hún í fanginu á mér. Eitt sinn stopp- aði bíll hér niðri á veginum, ég veit hver var á bilnum, bílstjórinn flaut- aði til sín hundana og ók síðan á fullu inn í þvöguna. Ég varð að af- lífa einn. Hundarnir eru vel agaðir. Ég get sagt ykkur sögu af því að eitt sinn fór ég upp á fjall á eftir rjúpnaskytt- um. Þeir skutu og skutu en hirtu aldrei upp særðu rjúpurnar. Þeir komu heim með tíu rjúpur en ég með tuttugu, byssulaus, því hundarnir sóttu fyrir mig rjúpurnar sem hinir skildu eftir. Eitt sinn fór ég yfir fjörðinn og út eftir, ég var með byssu og skaut tíu Söltuð hrogn, góðgæti. skarfa. Það hvessti á mig og byrjaði að snjóa. Ég sá að það yrði erfitt fyrir mig að komast heim með alla byrðina. Ég var með einn hund með mér, ég batt aftan i hann sex fugla. Hann dró þá fyrir mig heim og tróð slóðina líka. Hundarnir heita allir ákveðnum nöfnum, ég skal segja ykkur nokkur: Prins, Hringur, Pési, Valli, Trýna, Brana, Snotra, Trísa, Straumur, Frekjublíða, Dúkkulísa og Rósa skutla, ég skírði hana eftir gleðikonu í Fleetwood en öll áhöfnin, að mér undanskildum, fékk lekanda af henni, ég þorði ekki á hana. Hún var falleg, hún Rósa. Ég fékk það verk að sprauta mannskapinn með pens- líni svo þeir yrðu búnir að ná sér þegar þeir kæmu heim. Ég sprautaði þá alla með sömu nálinni niðri á fýr- plássi, ég var kyndari þegar þetta var. Ég er eiginlega hættur að drekka, ég hef drukkið sex lítra af rauðvíni frá áramótum. það er ekki mikið þegar maður var fullur allar helgar hér áður fyrr.“ Sérstakur karl Það dylst engum að Hálfdán Ólafs- son er sérstakur karl. En hver er ekki sérstakur að einu eða öðru leyti? Við að hlusta á Hálfdán segja frá sér og sínu lífi verður óneitanlega að viðurkennast að honum getur lið- ið vel: „ef ég bara fæ að vera í friði", eins og hann segir sjálfur. Hann meiddist i vetur en vill ekki til læknis þrátt fyrir að meiðslin tefji hann í því sem hann á eftir ógert. Hann er kominn vel á veg með hundagirðingu og segir að það verði gott þegar því verki ljúki. þá þurfi hann varla að óttast að vinir sínir, hundarnir, verði skotnir af bvssu- mönnum. Hann segir líka að eitt sinn hafi verið klippt á girðingar hjá sér þegar hann var ekki heima til að sauðféð kæmist i kálið og kartöflurn- ar og annað sinn hafi verið brotist inn til sín og öllum verkfærunum sinum stolið. Hálfdán biður um að þessu ljúki og hann fái frið. -sme Selskinnin ætla ég að nota á sófa- sett einhvern tíma. Seyðisfjörður er góður staður. Andlit fyrir hund- ana mína. Eru þeir farnir að hafa þetta i dósum, asskoti er þetta gott. Kryddsild, ma bjoða ykkur, strakar?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.