Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1987, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 4. JÚLl 1987.
Spumingaleikur
■■■
1
■4
mmm
Sigurður Ragnarsson, konrektor Menntaskólans við Sund, náði í sex stig og bar sigur úr Þorsteinn Þorsteinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ og skákmaður, varð að
býtum. Hann heldur þvi áfram keppni. DV-mynd JAK láta sér lynda að verða mátaður í þetta skiptið.
|| j
£1' V
■> J|ki|
■’: ; |j: !#
; ' p; | ö:
' *'' * m* % mm.
■■>$
$ , m 1114'
mm t ' : ? wSM ; pj| m
■ I
. ' 't< w > ma ; |§fp-fi á 11
Pf- \ 9 wM |
y' ' 'Wjjl&r.* M.JiÍllfeáffÉ
!«1I
L lú % WB ' i Vvvljflrv’
Fjórða umferð spurningakeppninnar
í fjórðu umferð spurningakeppni
DV leiða þeir Sigurður Ragnars-
son, konrektor Menntaskólans við
Sund, og Þorsteinn Þorsteinsson,
skólameistari Fjölbrautaskólans i
Garðabæ, saman hesta sína.
Þessi fjórða umferð er hin síðasta
áður en undanúrslit hefjast að viku
liðinni - og eins og fyrri daginn
drógu spyrjendur hvergi af sér við
að finna ósanngjarnar og snúnar
spurningar handa skólamönnun-
um. Baldur Símonarson glotti
meinfýsinn þegar hann rétti fram
blað með þeim spurningum sem
hann vildi að lærimeistarar lands-
ins æsku spreyttu sig á. Og Gunnar
Gunnarsson bar sig að vera erfiður
líka.
En lítum nú á frammistöðu þeirra
Sigurðar og Þorsteins:
1) Sigurður hafði á hraðbergi
svar við þessari spurningu. En
Þorsteinn hafði ekki gluggað í
efnafræðina lengi. Eitt núll fyr-
ir Sigurð.
2) Þarna lögðu spyrjendur báða
meistarana. Enn er eitt núll.
3) Og enn stóðu snillingarnir á
gati. Eitt núll.
4) Sigurður Ragnarsson mundi
eftir fjörðunum, rétt eins og
hann væri daglegur gestur í
Neskaupstað. Þar sagðist hann
þó aðeins einu sinni hafa kom-
ið - og stansað í klukkustund.
Tvö núll.
5) Báðir mundu rétt. Þrjú eitt.
6) Nei. Sómakærir skólamenn
eiga að vera æskulýðnum fyrir-
mynd. Þeir vissu ekki hvað
calvados er né til hvers það er
brúkað.
7) Og um dýrlinga vissu þeir fátt,
enda löngu komnir úr tísku hér
á íslandi. Enn er þrjú eitt fyrir
Sigurð Ragnarsson.
8) Þetta þekktu þeir báðir - og
reyndar eins og þeir hefðu ver-
ið að fara með ljóðlínuna
nokkrum mínútum fyrir próf.
Fjögur gegn tveimur Sigurði í
vil.
9) Og þann þaulsætna þekktu
báðir. Fimm gegn þremur.
10) Og nú voru keppendur búnir
að ná sér á strik og vissu vitan-
lega hvar í veröldinni Maribo
er. Synd að spurningarnar
skyldu ekki vera fleiri.
Úrslit urðu því þau að Sigurður
Ragnarsson svaraði sex spurning-
um rétt en Þorsteinn Þorsteinsson
fjórum. Og Sigurður fer í undanúr-
slit ásamt þeim Guðna rektor
Guðmundssyni, Smára Karlssyni,
skólameistara í Neskaupstað, og
Þorgeiri Ibsen, fyrrverandi skóla-
stjóra í Hafnarfirði.
í næstu viku: í undanúrslitum:
Guðni Guðmundsson gegn Sigurði
Ragnarssyni.
Spurningar
1) Hvað er HN03?
2) í Njálu koma þeir Otkell og
Skammkell við sögu. Hvernig
voru þeir skyldir?
3) Hvað heitir gjaldmiðill Níger-
íu?
4) Hvaða þrír firðir ganga inn úr
Norðfjarðarflóa?
5) Hvar dó Jörundur hundadaga-
kóngur?
6) Hvað er calvados?
7) Hver er verndardýrlingur
lækna?
8) „Mér fannst ég finna til
hvaða skáld hafði þessa línu í
fyrstu ljóðabók sinni? Hún olli
nokkurri hneykslun.
9) Hvaða Islendingur hefur verið
lengst ráðherra?
10) Maribo-ostur er kenndur við
Maribo á:
a) Fjóni
b) Jótlandi
c) Lálandi
d) Sjálandi
Svör
1. Saltpéturssýra
2. Þeir voru ekki skyldir
3. Naira
4. Norðfjörður, Hellisfjörður og
Viðfjörður
5. A Tasmaníu
6. Franskt eplabrennivín
7. Lúkas
8. Sigurður Grímsson
9. Eysteinn Jónsson
10. c