Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1987, Blaðsíða 36
'
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500
krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstlórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022
LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987.
Ástandið
hríkalegt
á hálendinu
- afréttum þyifti að loka
í£~—
„Við eram nýkomnir úr ferð af
hálendinu og um Kjöl og ástandið
er vægast sagt hrikalegt. Það hefur
mikið blásið upp að undanförnu,
jarðvegurinn er geysilega þurr og
mikil rofabörð. Og ekki batnar það
þegar upprekstur sauðfjár er að hefj-
ast á afrétti. Sumum afréttunum
þyrfti hreinlega að loka því beitai'-
þolið þar er alveg í lágmarki í svona
slæmu tíðarfari," sagði Ingvi Þor-
steinsson, deildarstjóri hjá Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins, í
samtali við DV.
Afréttir sem Ingvi sagði að væra
sérstaklega illa famir era m.a. Land-
mannaafréttur í Rangárvallasýslu,
sem enn er ekki búinn að jafna sig
eftir öskufall frá Heklu árið 1980,
og einnig Biskupstungnaafréttur. Á
Norðurlandi er ástandið einna verst
í Mývatnssveitinni.
„Því miður virðist enn tapast
meira en vinnst í landgræðslunni
þótt sauðfjárbeit hafi minnkað síð-
astliðinn áratug. Aukinn fjöldi
hrossa er líka farinn að ógna all-
veralega gróðri í byggð þar sem
eyðing er orðin rnikil," sagði Ingvi.
„Betri árangur hefði getað náðst
með þjóðargjöfinni, sem var sérstök
fjárveiting til landgræðslu á áranum
1974-’79, ef sauðfjárfækkunin hefði
verið samhliða en hún varð ekki að
ráði fyrr en of seint. Það stefnir í
voða ef beitarálagið er ekki minnkað
enn frekar og tillit tekið til land-
gæða. Landið er tötrum klætt.“
-BTH
Vigdís á Mön
Forseti Islands, Vigdís Finnboga-
dóttir, dvelst á eyjunni Mön í
írlandshafi fram á þriðjudag sem
heiðursgestur landstjómarinnar.
Vigdís mun þar flytja ræðu við árleg
hátíðarhöld þings eyjaskeggja, Tyn-
wald.
Til íslands er Vigdís væntanleg
aftur á þriðjudag. Á miðvikudag
stýrir hún ríkisráðsfundi þegar ríkis-
stjóm Þorsteins Pálssonar tekur við
völdum.
-KMU
ÓVENJU LÁGT VERÐ
0PIÐ TIL KL. 16.00
Á LAUGARDÖGUM
LOKI
Þurfti aö mana forseta
til fararinnnar?
Síðasta hindmnin loksins úr veginum:
Jóhanna knúði í
gegn kaupleiguna
Jóhanna Sigurðardóttir, væntan-
legur félagsmólaráðherra, knúði í
gær í gegn möguleika fyrir sveitarfé-
lög og félagasamtök til að hefja
byggingu kaupleiguíbúða í stórum
stíl. Þar með var frá síðasta deilu-
mál flokkanna þriggja.
Lokafrágangur á málefnasamningi
fer fram í dag eða eins og einn al-
þingismaðurinn orðaði það: „Það er
bara finpússning eftir.“
Æðstu valdastofhanir flokkanna
þriggja, flokksráð Sjálfstæðisflokks-
ins, miðstjóm Framsóknarflokksins
og flokksstjóm Alþýðuflokksins,
hafa verið boðaðar til íundar í
Reykjavík á morgun, sunnudag,
klukkan 16, til að leggjablessunsína
yfir stjómarsamstarfið. Ráðherra-
listar Álþýðuflokks og Framsóknar-
flokks ættu þá að liggja fyrir en val
ráðherra Sjálfstæðisilokksins gæti
dregist fram á mánudag.
Jóhaxma Sigurðardóttir hafhaði í
fyrrakvöld boði hinna flokkanna um
100 kaupleiguíbúðir á ári og 100
milljóna króna lán árlega til sveitar-
félaga til þessara íbúða. í samkomu-
laginu, sem tókst í gær, eru hins
vegar engar tölur um fjölda íbúða
eða lánsfjárhæðir.
mun hins vegar ráðast af áhuga
sveitarfélaga og félagasarataka en
einnig mun félagsmálaráðherra geta
haft þar áhrif.
Opnað er fyrir kaupleigukerfið og
því gefinn kostur á hliðstæðum !ána-
kjörum og íbúðum í almenna kerfinu
og félagsiega kerfinu. Fjöldí íbúða
Sjálfetæðis- og framsóknarmenn
telja hins vegar að þeim þörftun, sem
kaupleiguíbúðakerfinu sé ætlað að
mæta, sé þegar mætt í núverandi
húsnæðiskerfi.
-KMU/ES
Valgeir Guðjónsson:
Fót-
brotnaði
á gervi-
grasinu
„Það væsir svo sem ekki um mig hér. En þetta var alvörubrot svo ég verð
að liggja fram yfir helgi,“ sagði Valgeir með vafinn fót í sjúkrarúmi á Borg-
arspítalanum en hafði það að öðru leyti alveg ágætt.
DV-mynd JAK
„Ég var að spila fótbolta, á fullri
ferð í hlutverki miðheija rétt fyrir
framan mark andstæðinganna, þeg-
ar við markmaðurinn skullum
saman. Ég lenti svona illa á vinstri
ökklanum við áreksturinn að hann
brotnaði og liðbönd slitnuðu. Það
þurfti að skera mig upp og festa þetta
með skrúfum. Markmaðurinn slapp
hinsvegar ómeiddur,“ sagði Valgeir
Guðjónsson sem liggur nú á Borg-
arspítalanum eftir slys sem hann
varð fyrir á gervigrasvellinum í
Laugaidal síðasta miðvikudag.
„Ég er sannfærður um að gervi-
grasið hefur haft þau áhrif að
meiðslin urðu svona slæm, það er
svo stamt að það er stórhættulegt
að skrensa svona á því. Núna verð
ég að liggja hér fram yfir helgi, og
kemst líklega ekki á látúnsbarka-
keppnina á morgun. Ég slappa bara
af á meðan, það væsir ekki um mig
hér.“
-BTH
Tengsl milli
laumufarþegans
og stúlkuhvarfs?
„Við viljum ekkert útiloka og könn-
um allar leiðir sem stúlkan gæti notað
til að komast út úr landinu. Það hefur
nú áður gerst að skipshöfh hefur vilj-
andi haldið vera laumufarþega á skipi
leyndri. Leit verður gerð í Jamme
Wehr, þegar það kemur til hafnar í
Immingham á Englandi á sunnudag-
inn, af þarlendum yfirvöldum," sagði
Jónas Hallsson, varðstjóri á aðalstöð
lögreglunnar, í gær. Verið er að kanna
hugsanleg tengsl milli hvarfs 15 ára
danskrar stúlku, Piu Jespersen, sem
saknað hefur verið af Unglingaheimili
ríkisins frá því á miðvikudag, og orð-
róms um að laumufarþegi væri staddur
um borð í þýska flutningaskipinu
Jamme Wehr sem sigldi frá Reykjavík
sama dag.
„Stúlkan er nýlega flutt til landsins
með foreldrum sínum og hefur sótt í
að komast héðan aftur. Þótt skipveijar
þvertaki fyrir að hún sé um borð verð-
ur að ganga úr skugga um það um
leið og flugferðir verða athugaðar. Það
er þegar búið að útiloka önnur milli-
landaskip sem sigldu sama dag,“ sagði
Jónas.
Þegar Pia sást síðast var hún klædd
bláum gallabuxum, gallajakka með
loðkraga og strigaskóm. Hún er 165
sm á hæð, feitlagin og með ljóst, stutt
hár.
-BTH
Helgaweðrið:
Skyjað
helgar-
veður
- f ■
12
Veðurguðimir verða með þung-
brýnna móti um helgina. Hæg
norðaustanátt og svalt norðvestan-
lands en hæg, breytileg átt og fremur
hlýtt í öðrum landshlutum. Víðast
skýjað og skúrir á víð og dreif.
& w
v
V
V V v _
12
>v
Kjarvalsstaðir:
Einar hættir
5
i
i
i
i
i
\
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
Einar Hákonarson, aðstoðarfor-
stöðumaður og listráðunautur Kjarv-
alsstaða, hefur sagt upp störfum og
verður uppsögn hans tekin fyrir á
fundi stjómar Kjarvalsstaða á fimmtu-
dag.
Einar staðfesti að hann hefði sagt
upp og sagði hann ástæðu uppsagnar-
innar þá að starfið á Kjarvalsstöðum
hefói reynst viðameira en hann hefði
búist við. „Ég er fyrst og fremst mál-
ari,“ sagði Einar, „en við það að vinna
á Kjarvalsstöðum hef ég komist að
raun um að þetta er mjög viðamikið
starf og þama bíður fiöldi stórra verk-
efha. Þetta tvennt gekk ekki saman
og því sagði ég upp,“ sagði Einar.
Einar réðst til Kjarvalsstaða í febr-
úar síðastliðnum og hættir á komandi
hausti. -ój
i
i
i
i
i
i
i
i
I i
i