Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1987, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987.
ArenA
Vigdís forseti er mikil blómakona:
FERÐ UM
ÍSLAND 1987
★Hveragerði,
við Hótei Örk, laugar-
dag, 4/7, og 5/7 kl.
16.00 og 20.00.
★ Hvolsvelli 6/7 kl.
20.00.
★ Vík 7/7 kl. 20.00.
★ Höfn 9/7 kl. 20.00.
★ Breiðdalsvík 10/7 kl.
16.00.
★ Eskifirði 11/7 kl.
16.00 og 20.00.
★ Egilsstöðum 12/7 kl.
16.00 og 20.00.
★ Seyðisfirði 14/7 kl.
20.00.
Vigdis með blágresið á Þingvöllum. „Mér finnst sumarið ekki komið fyrr en ég hef séð blágresisbreiðurnar.“
Þessa fallegu mynd og forsíðumyndina tók Ijósmyndari DV Gunnar Andrésson.
„Skemmtilegt að lesa
blóm með börnunum“
„Mér finnst sumarið ekki vera
komið fyrr en ég er búin að sjá blá-
gresið. Mér þykir svo ákaflega vænt
um þetta blóm,“ sagði Vigdís Finn-
bogadóttir forseti er hún gaf sér tima
á Þingvöllum fyrir stuttu og skoðaði
blómin þar. „Mér finnst blágresið
vera júlíblóm íslands og það er hátíð
á hverju sumri að fá að upplifa blá-
gresisbreiðurnar á Þingvöllum eða í
heiðarlöndum. Alveg eins og berja-
lyngið er jurt ágústmánaðar. Ég er
mikil blómakona og hef alltaf verið
og það var móðir mín sem kenndi
mér það,“ sagði Vigdís ennfremur.
Eins og allir vita hefur Vigdís gróð-
ursett trjáplöntur á þeim stöðum sem
hún hefur heimsótt og báðum við
hana að segja okkur tákn þeirra: „Ég
gróðurset alltaf þrjú tré. Fyrst hjálpa
drengirnir mér að gróðursetja eitt tré
og það er þeirra eign. Síðan hjálpa
stúlkumar mér að gróðursetja annað
tré og við höfum sérstakan stað á
milli þeirra tveggja og þar setjum við
öll saman niður tré sem er fyrir börn-
in sem enn eru ófædd. Drengirnir
eiga að passa sitt tré og stúlkurnar
sitt og síðan eiga þau að líta eftir
þriðja trénu saman. Þetta er mjög
skemmtilegt því að börnin fá metnað
fyrir að varðveita trén. Ég gróðurset
alltaf birki því það eru þau tré í nátt-
úrunni sem eiga bestu lifsmöguleik-
ana. Stundum hefur þetta orðið
upphaf að gróðurreit eða fólkvangi."
- Gróðursetur þú í þinn garð?
„Ég er með garð sem ég rækta,
bæði heima á Bessastöðum og við
gamla húsið mitt í Reykjavík. Einnig
er ég með alla glugga fulla af blóm-
um. A sumrin hef ég nær eingöngu
blóm sem blómstra.“
- Tíndir þú bíóm handa móður þinni
sem barn?
„Já, það gerði ég. Móðir mín
kenndi mér að lesa blóm. Á sumrin
skreyti ég alltaf borðin á Bessastöð-
um með blómum úr náttúrunni. Við
höfum gaman af því heima á Bessa-
stöðum að raða saman blómum sem
vaxa yfir sumarmánuðina."
- Veist þú hvað öll blómin í náttúr-
unni heita?
„Nei, ekki get ég státað af því, en
ég held að ég þekki allar algengustu
jurtir okkar með nafni, þó nú væri.
Við eigum auðvitað öll að þekkja
þær. Það er eitthvað það skemmti-
legasta sem maður gerir að lesa blóm.
Á gamalli og góðri íslensku er það
kallað að lesa blóm þegar þau eru
tind eða þeim er safnað. Að fara með
börnin og lesa blóm og kenna þeim
að pressa þau í bókum og þurrka
þau. Ég gerði það þegar ég var lítil
og ég geri það með dóttur minni og
vinum hennar. Maður verður bara
að gæta þess að setja dagblað utan
um blómið svo vökvinn úr því
skemmi ekki bókina. Ég uppgötvaði
það í vetur að í fyrrasumar, er ég fór
um landið, var ég með bækurnar
Landið þitt með mér og þær voru
allar fullar af blómum eftir ferðina.
Allt blóm sem uxu í Borgarfirðinum
í lok júlí í fyrra, maríustakkur, blá-
gresi, lyfjagras, silfurmura og fleira.“
- Heldurðu að fólk, sem á sína eigin
garða, hafi frekar áhuga fyrir blóm-
um en þeir sem ekki hafa slíkar
aðstæður?
„Nei, við eigum náttúruna saman
á Islandi til að njóta hennar. Það er
einmitt svo skemmtilegt við þetta
allt saman að þegar náttúran lifnar
á vorin taka börnin eftir því að það
er fallegt. Þá vilja þau gefa þeim sem
þeim þykir vænst um, mæðrum sín-
um eða öðrum, það fallegasta sem
þau sjá.“
- Hefur dóttir þín gefið þér blóm úr
náttúrunni?
„Að sjálfsögðu. Hún gerði það
núna síðast um daginn og skrifaði
ljúflega með: Til þín frá mér.“
-ELA
Berðu ekki við
tímaleysi
Það ert sem
situr undir stýri.
mÉUMFERÐAR Í22£s£l\
UrÁÐ