Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1987, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987. 31 Skák Þessi leikur Jóhanns mun vera ný tilraun í stöðunni en hún ber ekki árangur sem erfiði. Algengast er 6. d3, eða 6. c3; athyglisvert er 6. Bc4!? (sem hótar 7. Bxf7 + Kxf7 8. Dh5 + og Bc5 fellur) og nýjasta tilraunin er 6. Dh5 De7 7. d3 RfB 8. Dh4, sem Kuzmin reyndi gegn Malanjúk í Evrópubikar- keppni taflfélaga í fyrra. 6. - Re7 7. d3 c6 8. Bc4 d5 9. Bb3 0 0 10. exd5 cxd5 11. Bg5 fB 12. Bf4 a5? Vondur leikur þvf að nú myndast veila á b5 sem Jóhanni tekst að not- færa sér. Betra er strax 12. - Be6 og svartur á þá mjög frambærilega stöðu. 13. a4 Be614. Ra3! g515. Bd2 Dd716. Rb5 Þama stendur riddarinn frábærlega vel, þrýstir að svarta d-peðinu og hindrar að svartur nái að stilla upp liði til sóknar með því að setja biskup- inn á skálínuna b8-h2. 16. - Bb6 17. Hfel Hf7 18. c4 dxc3 fr.hl. 19. Bxc3?! Að líkindum er 19. bxc3 sterkara, sem styrkir miðborðið og undirbýr 20. Be3 til þess að ná enn betri tökum á d4-reitnum. 19. - Hd8 20. h3 Rg6 21. Bd4 Um annað er vart að ræða því að svartur er að byggja upp sókn kóngs- megin. Textaleikurinn leiðir til skemmtilegra sviptinga sem Jóhann varð að reikna nákvæmlega. 21. - Rh4 22. De3 Ekki 22. De2, eða 22. Ddl, vegna 22. - Bxd4 23. Rxd4 Bxh3! og rífúr upp kóngsstöðuna. 22. - Rf5 23. Dxe6 Dxe6 24. Hxe6 Bxd4! Hann leggur óhræddur á vit ævin- týra þótt taflið virðist hanga á blá- þræði. Lakara er 24. - Rxd4 25. Hxb6 Rxb3 26.Ha3 Rc5 27. Rd6 Hfd7 28. Rfo KÍ7 29. d4 Re4 30. Hab3 og hvitur þrýstir óþægilega á stöðu svarts. abcde.fgh 25. g4 Bxb2 26. Hbl Rd4 27. Hd6! Laglegur hnvkkur. Menn svarts standa nú völtum fótum en samt finn- ur hann leið til þess að halda taflinu gangandi. 27. - Hxd6 28. Rxd6 Hd7 29. Bxd5+ Kf8 30. Hxb2 Hxd6 31.Bxb7 Re6 32. Be4 Rc5? En eftir frækilega vöm leikur svart- ur taflinu niður. Eftir skákina komust Jóhann og Malanjúk að þeirri niður- stöðu að með 32. - Hd4! ætti hann að halda jafiitefli. 33. Hb5! Rxa4 34. Hxa5 Rc3 E.t.v. sást Malanjúk yfir að eftir 34. - Rb2, á hvítur svarið 35. Ha2!, því að þá strandar 35. - Rxd3 á 36. Hd2 og- vinnur lið. 35. Bxh7 Tvö peð til góða og eftirleikurinn er tiltölulega auðveldur. 35. - Re2+ 36. Kh2 Rf4 37. Ha2 Ke7 38. Hd2 Ke6 39. Kg3 Ke5 40. h4 gxh4+ 41. Kxh4 Hd4 42. Kg3 Ha4 43. Hb2 Hd4 44.KÍ3 Og í þessari stöðu lagði svartur nið- ur vopn og gafst upp. Einhver hefði barist áfram en hvítur ætti þó að vinna létt á umframpeðunum. Ekki gengur 44. - Rxd3, vegna 45. Hb5+ Kd6 46. Ke3 og riddarinn fellur. -JLÁ Minnstu munaði að Jóhanni Hjart- arsyni stórmeistara tækist að krækja sér í 2. sætið óskipt á alþjóðlega skák- mótinu í Moskvu. I lokaumferð mótsins var hann búinn að yfirspila sovéska stórmeistarann Konstantín Lemer, en ónákvæmni í úrvinnslu varð þess valdandi að Sovétmaðurinn náði að gmgga taflið og halda jafn- tefli. Engu að síður náði Jóhann frábærum árangri á mótinu - 7/4 v. og þriðja sæti. Jóhann varð langefstur erlendra keppenda á mótinu. Raunar röðuðu Sovétmenn sér í átta efstu sætin að Jóhanni einum undanskild- Jóhann Hjartarson náði góðum árangri á skákmótinu í Moskvu og virðist til alls líklegur á millisvæðamótinu i Szirak í Ungverjalandi sem hefst 17. þessa mánaðar. Sigurvegari varð Mikhail Gurevich, 27 ára gamall stórmeistari sem tefldi frísklegast og best allra á mótinu, að sögn Jóhanns. Gurevich þessi „sló í gegn“ fyrir tveimur árum er hann varð skákmeistari Sovétríkjanna en síðan hefúr minna til hans spurst en efni stóðu til. Þó er hann nú augljóslega aftur farinn að láta að sér kveða sem 2. sæti á mótinu í Leningrad á dögun- um og sigurinn nú í Moskvu er til vitnis um. Þekktasti keppandi móts- ins, að skákrefnum Efim Geller undanskildum, Oleg Romanishin, varð einn í 2. sæti og er sárt til þess að hugsa að Jóhann skyldi ekki komast upp að hlið hans. Einkum ef innbyrðis skák þeirra úr 1. umferð mótins er rifj- uð upp. Þar náði Jóhann slíku kverkataki á stöðu Romanishins, sem tefldi sérviskulegt afbrigði af spænsk- um leik, að skákskýrandinn ætti ekki önnur ráð til þess að lýsa taflinu en orðin fleygu: „Jarðarförin auglýst síð- ar“. En þrátt fyrir að Jóhann ætti betri tíma var hann of bráður á sér og lék af sér manni. Við lá að honum tækist samt að halda jafntefli, sem er Bridge Norðurlandamótið á Hrafnagili: Það borgar sig ekki alltaf að taka slagina Frammistaða íslensku sveitanna á nýafstöðnu Norðurlandamóti yngri spilara var frámunalega léleg eins og kunnugt er af fréttum. Eldri unglingamir unnu þrjá leiki og töpuðu fimm, meðan þeir yngri unnu aðeins einn leik af átta. Sann- arlega umhugsunarefni fyrir bridge- forystuna, því maður uppsker eins og maður sáir. í leik yngri spilara Danmerkur og íslands sýndi danski unglingurinn, Henrik Iversen, snilldartakta í vöm- Bridge eftirfarandi S spili. 92 KG52 ÁG642 DG DG8 1054 943 ÁD106 K853 D97 953 K86 ÁK763 87 10 Á10742 Stefán Guðjohnsen í lokaða salnum sátu n-s Ingólfur Haraldsson og Gunnlaugur Karls- son en a-v Röjel og Iversen. Þar gengu sagnir á þessa leið: Suður Vestur Norður Austur ÍS pass 2T pass 3L pass 3G Iversen spilaði út spaðafjarka, lítið úr blindum og Röjel fékk slaginn á gosann. Hann spilaði hjartaníu til baka, gosinn og Iversen fékk slaginn á drottninguna. Hann spilaði nú meiri spaða og Ingólfur tók næstu fjóra slagi á spaða. Þetta gaf Röjel gott tækifæri til þess að sýna lengd í laufí og hjarta með því að kasta lægstu spilunum. Sagnhafi kastaði einu hjarta og tveimur tíglum, með- an austur kastaði tígulsjöi og hjarta- sexi. Ingólfur spilaði nú litlu laufi á drottninguna heima og á flestum borðum drápu austurspilararnir á kónginn. En Iversen var búinn að hugsa málið. Hann GAF. Og þegar gosinn kom, þá gaf hann aftur. In- gólfúr gerði eins og hann gat með því að drepa og spila austri inn á laufkóng. En Iversen spilaði sig út með tíguldrottningu sem Ingólfur drap með ás. Síðan kom meiri tíg- ull, Röjel drap á kónginn og spilaði hjarta. Tveir niður eftir snilldarvöm. Á hinu borðinu varð lokasamning- urinn líka þrjú grönd. Siglufjarðar- bræðumir, Steinar og Ólafur, stýrðu vöminni en eftir að Steinar hafði spilað út laufaníu í byrjun var erfitt að hnekkja spilinu. Raunar vann sagnhafi fjögur grönd og Danmörk græddi 13 impa. Jóhann varð þriðji í Moskvu til marks um það, hve staðan var sterk er mannslátið varð. Margeir Pétursson hafnaði í 11. sæti og getur kennt um slæmum kafla í mótinu þar sem allt gekk á afturfótun- um. Þá tapaði hann fjórum skákum í röð en fleiri urðu tapskákir hans ekki. Hann vann sovésku stórmeistarana Vasjukov og Razuvajev - þann síðar- nefnda eftir 130 leikja langlokuskák og sá sigur hefur eflaust veríð á við fjóra. Þessi varð annars lokastaðan á þessu sterka móti sem taldist af 12. styrkleikaflokki FIDE: 1. M. Gurevich(Sovétríkin) 8 '4 v. 2. Romanishin (Sovétríkin) 8 v. 3. -5. Jóhann Hjartarson, Dolmatov og Malanjúk(báðir Sovétríkin) 7'4 v. 6. Lemer (Sovétríkin) 7 v. 7. -8. Lputjan og Razuvajev(báðir Sov- étríkin) 6'4 v. 9.-10. Geller (Sovétríkin) og Benjamin (Bandaríkin) 6 v. 11. Margeir Pétursson 5'4 v. 12. -13. Vasjukov (Scfvétríkin) og Hodg- son (Englandi) 5 v. 14. Ionescu (Rúmeníu) 4'4 v. Þeir Jóhann og Margeir létu vel af dvölinni í Moskvu, enda em þéttings- mót sem þetta ákaflega lærdómsrík Skák Jón L. Árnason og skákandrúmið sérstakt. Á Hotel' Sport, þar sem þeir tefldu. ríkti sann- kölluð skákstemmning. Teflt var einnig í „B-flokki“. sem ber þó varla nafn með rentu því að þar glímdu skákmenn sem gerðu samanlagt níunda styrkleikaflokk. Og kunnir stórmeistarar vom daglegir gestir á Hotel Sport og fylgdust með mótunum. Þetta mun vera í fyrsta skipti. sem tveir íslendingar tefla í sama mótinu í Sovétríkjunum. Hins vegar hafa sov- ésku stórmeistararnir. sem hér hafa teflt á alþjóðlegum mótum. iðulega verið tveir saman. Skákstjóri gerði annars góð samskipti Islendinga og Sovétmanna á skáksviðinu að umtals- efni er hann, öllum að óvörum, sló saman höndum á 17. júní og hélt hjart- næma ræðu. Jóhann og Margeir tefldu einmitt saman þennan dag, við blóm- um skrýtt skákborð í tilefni þjóðhátíð- ar. Skoðum sigurskák Jóhanns við Malanjúk sem tefld var í næstsíðustu umferð. Skákin var hvort tvegggja í senn, sérlega skemmtileg og eins réð hún úrslitum varðandi lokaniðurstöðu mótsins. Malanjúk, Gurevich og Ro- manishin voru efstir fvrir umferðina með 7 v„ Lemer hafði 6'4, en Jóhann 6 v. Á meðan Jóhann sneri Malanjúk niðm- tókst Gurevich að leggja Geller að velli og þar með hafði hann vinn- ingsforskot á Malanjúk. Þeir tefldu saman í síðustu umferð og Gurevich fékk þá jafntefli eftir aðeins 10 leiki. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Malanjúk Spænskur leikur l.e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rd4 I mínu ungdæmi var ekki talið boða gæfu að leika sama manninum oftar en einu sinni í byijun tafls. Þetta af- brigði er samt orðið vinsælt, einkum meðal sovéskra skákmanna, eftir að hafa legið í þagnargildi í ái'atugi. Svartur vinnur leikinn von bráðar aft- ur, því að hvíti biskupinn er skilinn eftir í „lausu lofti“. Afbrigðið er ann- ars kennt við enska bókarann Henry Edward Bird sem lést um aldamótin síðustu. 4. Rxd4 exd4 5. 0-0 Bc5 6. Df3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.