Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1987, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1987, Side 12
12 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987. Erlend bóksjá m SUECTIOK BV IMIÍBIU'S yi mUHH CIIIIIIKICIJiBIII'CIIKHMIWHI IÍFE 'IWrtt li smS i BVttllMsif Uslsltá wtUtr tw lit tltrtts sBj dn»i ss inirt'o ifsfsn' »>11111 111! 11 li 11 * tnn Fjörutíu smásögur FORTY STORIES Höfundur: John Updike Útgefandi: Penguin Books. 1987 Þótt bandaríski rithöfundurinn John Updike sé einkum þekktur utan heimalands síns fyrir skáld- sögur sínar vakti hann fyrst ahygli á sér í Bandaríkjunum fyrir smá- sögur sem birtust í The New Yorker og öðrum tímaritum og síð- ar í smásagnasöfnum. í þessa bók hefur hann sjálfur valið fjörutíu smásögur úr fyrstu íjórum smásagnasöfrium sínum: The Same Door (1959), Pigeon Fe- athers (1962), The Music School (1966) og Museums and Women (1972). Þar sem smásögumar eru frá nær tveggja áratuga tímabili (elstu söguna skrifaði hann árið 1953) gefa þær góða mynd af þróun Updike sem smásagnahöfúndar. Hér fjallar Updike mikið um æsku- og unglingsárin af næmri tilfinn- ingu en jafnframt þeirri ögun og kímni sem einkenna öll bestu verk hans. Sumar þessara sagna eru hreinar perlur sem greipast í minni. r-v- 1 1 ! 1 1 : ;•■ ••V l i j 1 t langanir í Mið- jarðarhafssól THE NUDISTS Höfundur: Guy Bellamy Útgefandi: Penguin Books, 1987 Sögupersónumar í þessari bók em yfirleitt að keppa að því að fá það sem þær hafa ekki. Þeir sem eru blankir streða í því að reyna að græða peninga. Þeir sem em giftir þyrstir umfram allt í konur annarra á meðan kvenmannslaus rithöfundur skrifar hatramma ár- ásarbók á konur. í sólinni við Miðjarðarhafið, þar sem sagan gerist mestan part, losnar um hömlur Englendinganna sem breski blaðamaðurinn og rithöf- undurinn Gay Bellamy fjallar hér um, þótt minna gerist reyndar en sumar persónanna dreymir um. Það er einkum tvennt sem lyftir þessari sögu upp úr miðjarðarhafi afþreyingarvellunnar. Annars veg- ar kímnigáfa höfundarins. Hann gerir óspart grín að sögupersónum sínum og þeim viðhorfum sem þeir eru fulltrúar fyrir. Hins vegar nokkur óvænt spor í söguþræðin- um. Sagan er látlaus og læsileg, og skemmtileg á köflum, en ekki er hægt að segja að hún skilji eftir sig spor að lestri loknum. Stálmaðurinn í Kreml STALIN AND THE SHAPING OF THE SOVIET UNION. Höfundun Alex de Jonge. Útgefandi: Fontana/Collins, 1987. Jósef Stalín er öðrum mönnum frem- ur faðir þess þjóðfélagskerfis sem enn er að meginstofni til ríkjandi í Sovét- ríkjunum. Það kerfí skóp hann með aðstoð heils hers handbenda sinna í blóði heilla stétta og kynslóða: bænda, gömfu bolsevikkanna og ýmissa þjóð- arbrota. Margar bækur hafa verið skrifaðar um þennan mann sem náði meiri per- sónulegum völdum en líklega nokkur annar maður á þessari öld. Hann náði undirtökunum þegar um miðbik þriðja áratugarins og hélt þjóð sinni í heljar- greipum allt til dauðadags 1953. Áhrifa hans gætti hins vegar löngu eftir dauð- ann: enn í dag eru veigamestu þættir sovéska kerfisins þeir hinir sömu sem Stalín mótaði. Þessi bók breska háskólakennarans Alex de Jonge byggir fyrst og fremst á rituðum heimildum í bókum og skjalasöfrium. Hér er sagt frá persón- AHÐTHESHAITOOFTHESWfcTUNW ALEXDRinNní unni Stalín eins og hún kom samtíma- mönnum hans fyrir sjónir á hverjum tíma. Þá er ferill hans ítarlega rakinn: hvemig hann komst til valda, hvemig hann beitti þeim völdum, uppgjörið við gömlu bolsevikkana og aðra þá sem hann óttaðist, samskipti hans við erlenda stjómmálaforingja þegar kom að síðari heimsstyrjöldinni (Churchill fær þar lélega einkunn) og lokaárin að stríðinu loknu. Margt af því sem hér segir frá er kunnuglegt fyrir þá sem lesið hafa aðrar ævisögur Stalíns þótt sumar áherslur séu aðrar. Fyrir þá sem lítt hafa kynnt sér feril Stalíns er hins vegar hægt að mæla með þessari bók umfram margar aðrar af tveim ástæð- um. Annars vegar skrifar de Jonge afar læsilegan og greinargóðan texta þar sem blandað er saman staðreynd- um, vitnisburðum samferðarmanna Stalíns og eigin mati höfundarins. Hins vegar gengur de Jonge tiltölu- lega fordómalaust til verks þótt það hljóti að vera erfitt þegar fjallað er um mann á borð við Stalín. Við fáum því að kynnast ólíkum viðhorfum til umdeildra atvika í lífi Stalíns þótt höfundurinn hiki ekki við að segja einnig hvaða skoðun hann hefur sjálf- ur myndað sér við athugun- sína á fyrirliggjandi gögnum. Breskur kynlHsfarsi SEXPLICITLY YOURS: THE TRIAL OF CYNT- HIA PAYNE Höfundar: Gloria Walker og Lynn Daly Penguin Books, 1987 Kynferðisleg vandræðamál Breta hafa löngum verið mönnum til skemmtunar í öðrum löndum og reyndar einnig ýmsum á heimaslóðum. Bretar eru öðrum þjóðum lagnari við að koma sér í opinber vandræði vegna náttúrunnar. Á stundum hafa jafnvel ráðherrar mátt sjá af embætti fyrir ístöðuleysi í þeim efnum og ríkis- stjómir riðað til falls. Það er þó ekki síður skemmtilegt þegar bresk lögregluyfirvöld taka sig til og lögsækja fólk fyrir að græða á náttúrunni. Slík málaferli taka gjam- an á sig svip hressilegra farsa. Réttarhöld af þessu taginu fylltu síð- ur breskra blaða fyrstu mánuði þessa árs. Þá var miðaldra kona, Cynthia Payne að nafni, ákærð fyrir að efha til samkvæma þar sem gleðikonur vom fengnar til að sinna þörfum ges- tanna og græða á öllu saman. Payne þessi var reyndar þegar orðin þekkt í Bretlandi sem pútnamamma þar sem hún hlaut fyrir nokkrum árum dóm fyrir að reka hómhús. En í þetta sinn sagðist hún vera höfð fyrir rangri I THE TRIAL OF CYNTHIAI PAYNE X. öLORIÁ WALKE AM)i™n/UY sök: henni þætti einfaldlega gaman að halda partí í húsi sínu. Hún tæki hins vegar ekkert fyrir slíkt, nema hvað menn kæmu kannski með flösku eins og gengur og gerist, og græddi því ekkert á samkvæmishaldinu nema síð- ur væri. Það var ekki um það deilt að sam- kvæmi Cynthiu fæm að verulegu leyti fram í svefnherbergjum á efri hæð húss hennar. Reyndar var á tíðum svo mikil ásókn í rúmpláss að biðröð myn- daðist í stiganum og áttu sumir miðaldra karlmennirnir þá reyndar oft erfitt með að hemja sig með íturvaxn- ar og ákafar ungmeyjamar í fanginu. Þær tóku yfírleitt 25 pund (1500-1600 krónur) fyrir greiðann. Það sem réttarhöldin snerust fyrst og fremst um var hvort Cynthia hefði haft gróða af þessari athafnasemi stúlknanna eða ekki. Verjandanum tókst einnig fljótlega að láta þau snú- ast um vinnubrögð lögreglunnar við að sanna pútnahússrekstur á Cynthiu, en margt af því sem lögreglumennim- ir tóku sér fyrir hendur við rannsókn málsins var í sígildum farsastíl. Við lok réttarhaldanna, sem ítarlega er lýst í þessari bók tveggja breskra blaðamanna, var Cynthia sýknuð af öllum ákærum. Hún stóð með pál- mann í höndunum en lögreglumenn- imir, sem höfðu kostað breska skattborgara væna fúlgu, harla niðurl- útir. Og þegar Cynthia var spurð að því fyrir utan réttarsalinn, að niður- stöðunni fenginni, hvað hún ætlaði sér að gera næst, stóð ekki á svarinu: að halda partí! Metsölubækur - pappírskiljur Bretland Bandaríkin: Rit aimenns eðlis: 1. Jackie Collins: 1. Danielle Steel: 1. S. B. Barrows, W. Novak: H0LLYW00D HUSBANDS.{2) WANDERLUST. MAYFLOWER MADAM. 2. Jeffrey Archer: 02. Tom Clancy: 2. M. Scott Peck: A MATTER OF HONOUR. (1) RED STORM RISING. THE ROAD LESS 3. Barbara Taylor Bradford: 3. Louis L’Amour: TRAVELED. ACT OF WILL. {3) LAST OF THE BREED. 3. Judith Viorst: 4. Dirk Bogarde: 4. James A. Michener: NECESSARY LOSSES. BACKCLOTH. (4) TEXAS. 4. Blll Cosby: 5. S. Donaldson; 5. Lawrence Sanders: FATHERHOOD. THE MIRROR OF HER THE EIGHTH COMMAND- 5. Beryl Markham: DREAMS. (5) MENT. WEST WITH THE NIGHT. 6. JAMES HERBERT: 6. Jeffrey Archer: (Byggt é The New York Times Book Review.) THE MAGIC COTTAGE. (6) A MATTER OF HONOR. 7. Wilbur Smith: 7. Margaret Truman: POWER OF THE SWORD. (7) MURDER IN GEORGETOWN. 8. Barbara Erskine: 8. Barbara Taylor Bradford: LADY OF HAY. (8) ACT OF WILL 9. Virginia Andrews: 09. Hank Searls: DARK ANGEL. (9) JAWS: THE REVENGE. 10. Mark Wallington: 10. Tom Clancy: 500 MILE WALKIES. (•) THE HUNT FOR RED (Tölur Innan sviga tákna röö vlökomandl bókar OCTOBER. vikuna é undan. Byggt é The Sunday Timea.) Umsjón: Elías Snæland Jónsson ................. VIOA A 0 A M 0 LI -THE. RÖYALTY GAME Spumingar um kónga og annað fólk UTTERLY TRIVIAL KNOWLEDGE: THE ROYALTY GAME Höfundur: Vida Adamoli THE TV GAME Höfundur: Alasdair Riley THE POP GAME Höfundur. David Robins TRAVEL TRIVIAL Höfundur: Margaret Hickey Útgefandi: Penguin Books, 1987 Spurningaleikir af ólíku tagi njóta mikilla vinsælda um þessar mundir jafnt í fjölmiðlum sem í heimahúsum. Það sambland af- þreyingar og fræðslu sem í spum- ingaleikjum og bókum felst þegar vel tekst til virðist heilla marga. Erlendis er gefinn út mikill Qöldi spumingabóka. Þær fjórar sem hér eru til umfjöllunar em í röð slíkra Áióka sem Penguin hefur sent frá sér síðustu misserin. Þessar bækur em sérhæfðar. í einni er spurt um ólíklegustu hluti er varða bresku konungsfjölskyld- una (The Royalty Game). Önnur fjallar um sjónvarpsefhi, bæði ein- staka þætti, leikara og aðrar sjónvarpspersónur. Þriðja bókin fjallar um popplistarmenn og verk þeirra og sú fjórða um hnýsilega fróðleiksmola varðandi lönd, þjóð- ir og ferðir manna fyrr og síðar (The Travel Game). Nokkuð skiptir í tvö hom hversu alþjóðlegar þessar spumingar em. The Travel Game hefur að sjálf- sögðu þar vinninginn: þar verður þess varla vart að bókin sé samin fyrir enska fróðleikshesta. Hins vegar em bækumar um poppið og þó alveg sérstaklega um sjónvarp- ið afar breskar í efnisvali. Islenskir sjónvarpsglápendur munu þannig eiga erfitt um vik að svara nema fáum spumingum í The TV Game. Og The Royalty Game er auðvitað einkum ætluð sérstöku áhugafólki um breskt kóngafólk. Bækumar em mjög vel uppsett- ar og auðvelt að nota þær. Spum- ingamar, sem em mjög stuttar, eru á hægri síðu en svörin á næstu síðu fyrir aftan. I hverri bók em nokkuð á þriðja hundrað spum- ingar. Góða skemmtun!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.