Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1987, Side 18
LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987.
LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987.
Kringlan heimsótt átta dögum fyrir opnun:
Heilt verslunarhverfí. undir þaki
Sisley heitir ein verslunin og er þaö systurfyrirtæki
Benetton sem islendingar þekkja. Þar eru allir
gluggar byrgðir og enginn fær að sjá strax hvað
pappírinn hefur að fela.
Og við fengum að líta inn í nokkrar verslanir. Hér
mun Kosta Boda koma sér smekklega fyrir.
Hagkaup verður með stærstu matvöruverslun
landsins í Kringlunni og ekki var seinna vænna að
fara að fylla í allar auðu hillurnar.
Pizzastaður verður hér með afgreiðslu sina en einn-
ig er að finna hamborgarastað og kjúklingastað.
Allir þessir staðir hafa sömu borðaðstöðu þannig
að fjölskyldan getur valið sér rétti frá mismunandi
fyrirtækjum.
Nýtt verslunarhverfi lítur dagsins ljós á fimmtudag. Það
er Kringlan, hús sem hefur að geyma 70 fyrirtæki. Vissulega
verður það spennandi fyrir marga að geta allt í einu sprang-
að um í heilu verslanahverfi sem í sjálfu sér er heill heimur
út af fyrir sig og það undir þaki. Kringlan á eftir að koma
mörgum á óvart. Hitt er einnig víst að hún á eftir að vekja
mikið umtal. Svo stórt verslanahverfi undir þaki í litlu þjóð-
félagi hlýtur að valda einhverjum usla í þjóðfélaginu. Það
verður þó ekki dæmt um það hér.
20 þúsund gestir
Nú í vikunni tóku DV-menn sér á hendur leiðangur um
þetta nýja hús. Allt var þar í fullum gangi og sýnilega voru
allir að gera sitt besta til að öllu yrði lokið á opnunardag-
inn. Sumir voru tilbúnir að opna strax - aðeins beðið eftir
deginum.
Ragnar Atli Guðmundsson er 32 ára framkvæmdastjóri fyr-
ir húsið. Hann fór með okkur í leiðangurinn og lýsti því sem
fyrir augu bar. Við byrjuðum á þriðju hæð hússins þar sem
ennþá er óráðstafað pláss upp á 2.700 fermetra. Þar gæti
hugsanlega orðið stærsta diskótek borgarinnar eða lækna-
stofur. Það á eftir að koma í ljós.
Á húsinu eru fimm inngangar og þeir snúa í átt að Húsi
verslunarinnar. Fyrir utan eru 1200 bílastæði og þau verða
orðin 1600 á næsta ári. Það má segja að ekki veiti af því
forráðamenn hússins búast við allt að tuttugu þúsund gestum
fyrsta daginn og jafnvel miklu fleirum. Þess má geta að dag-
inn sem Ikea opnaði í húsinu á móti komu þangað um fjórtán
þúsund gestir.
Stærsta matvöruverslun landsins
Hagkaup er á tveimur hæðum og er ekki hægt að ganga á
milli verslana nema ganga eftir götunni og fara upp rúllustig-
ana. „Með því móti vísum við fólki frá okkur og til hinna
og þannig reyna allir að taka tillit hver til annars hér,“ sagði
Ragnar Atli. Á neðri hæðinni er matvöruverslunin, sú stærsta
á íslandi. Þar verða matvælin bæði pökkuð í kæliborðum
og einnig seld úr kjötafgreiðslum. „Það er fyrir sælkerana,"
sagði Ragnar Atli. „Hér gefa þeir valið steikurnar sjálfir."
Einnig er sérstakt fiskborð, salatborð og sérstakt „delicatess-
en“ eins og er í flestum stórverslunum erlendis. Þar er boðið
upp á tilbúna rétti, bæði kjöt, fisk, osta og salöt. Þrjátíu af-
greiðslukassar verða í þessari verslun en þess má geta að i
Hagkaupi í Skeifunni, þar sem allar deildir eru saman komn-
ar, eru tuttugu og tveir kassar.
Á efri hæðinni er Hagkaup með „magasín" verslun. Þar
er gengið eftir svokallaðri göngubraut og gengur fólk þá fram
hjá sérdeildunum. Leikfangadeild, ritfangadeild, kvenfatnað-
ur o.s.frv. Greitt verður við kassa í hverri deild. í leikfanga-
deildinni er sérstakur videokrókur fyrir börnin. Hagkaup
verður áfram með sömu vörumerki og verið hafa í Skeifunni
svo sem C & A. Einnig verður þar að finna ný merki. Að
sögn Ragnars Atla verður vöruverðið áfram það sama.
Margar nýjar verslanir
í Kringlunni eru margar nýjar verslanir sem ekki hafa starf-
að annars staðar. Er í mörgum þeirra boðið upp á merki sem
ekki hafa fengist hér á landi fyrr. Má þar nefna Sisley, sem
er systurfyrirtæki Benetton, Hennes og Mauritz og Polarn
og Pyret. Þá má nefna verslanir eins og Heimsljós, Cosmo,
Barnastjörnur og Genus. Nói og Síríus verða með sérstaka
konfektbúð og Ali-búðin er sérverslun með Ali-vörur, svína-
kjöt og álegg.
í Kringlunni er ekkert sparað í umhverfinu. Göturnar, sem
eru á neðri og efri hæð, eru lagðar fallegum ítölskum marm-
araflísum sem nefnast terrazzo. Ekta ítalskur marmari er
einnig á þeim veggjum sem ekki fara undir verslunarglugga.
„Hér er byggt fyrir framtíðina. Þetta á að standa um ókomna
tíð og þá verður að vanda til verka," útskýrir Ragnar Atli.
Nokkrir ítalir komu hingað gagngert til að leggja marmar-
ann.
Við rúllustigana eru gosbrunnar þar sem vatnið gýs upp á
milli fimm metra hárra fíkjutrjáa. Á efri hæð eru handrið
úr gleri svo vegfarendur geti virt fyrir sér neðri hæðina þeg-
ar gengið er um. Speglar eru á hliðum rúllustiganna.
Sannarlega glæsilegar götur.
Fullkomin verslun ÁTVR
Kaupmenn sérverslananna hafa sjálfir veg og vanda af út-
liti búða sinna. Það er greinilegt að allir vilja vanda verkið.
Útlitið er jafnmismunandi og verslanirnar eru margar. Inn-
byrðis verður að öllum líkindum samkeppni jafnt sem út á
við því margar verslanir selja svipaða vöru. í Kringlunni eru
til dæmis þrjár skóverslanir og ætti að vera auðvelt fyrir
viðskiptavininn að gera verðsamanburð. Márgar tískuversl-
anir eru einnig, sumar nýjar, aðrar hafa verið lengi við
Laugaveginn.
Á neðri hæð hefur hin margumtalaða verslun ÁTVR litið
dagsins ljós. Hún er á 730 fermetrum og ákaflega aðgengileg
fyrir viðskiptavininn. Verslunin minnir á áfengissöluna í
Fríhöfninni nema hvað hún er miklu stærri. Viðskiptavinur-
inn velur sjálfur úr hillum og fer með vöruna að afgreiðslu-
kössum. Þeir eru mjög fullkomnir og þeir fyrstu sinnar
tegundar hér á landi fyrir utan Fríhöfnina. Borðin lesa sjálf
verðin inn á tölvurnar.
Á neðri hæð er önnur stórverslun en það er BYKO sem
hefur nú nafnið Byggt og búið og hefur komið sér fyrir á
1100 fermetrum. Byggt og búið hefur fyrir löngu hafið „bísn-
ný upplifun á Islandi
m
Séð eftir báðum götunum. Menn voru enn að störfum enda ýmislegt eftir þó fáir dagar séu til opnunar. Öll flisalögn á gólfum er þó búin en breitt hefur verið yfir gólfin
þeim til varnar. DV-myndir Brynjar Gauti
iss“ því verslanaeigendur og iðnaðarmenn í húsinu leita
þangað eftir vörum sem þá vantar.
„Franskt“ kaffihús
Fyrir ofan Byggt og búið er nokkurs konar endir á leiðangr-
inum um húsið en þar er svokallað veitingahúsahom. Þar
er að fmna veitingastaðinn Hard Rock Café, sem þegar hefur
verið opnaður, þó ekki sé það formlegt. Einnig eru veitinga-
staðir með sameiginlega borðaðstöðu en þá getur viðskipta-
vinurinn valið um hvort hann fær sér hamborgara á einum
staðnum, kjúkling á öðrum eða pitsu á þeim þriðja. Fjölskyld-
an getur sem sagt valið sér mat frá mismunandi veitingahús-
um þó allir sitji við sama borð. Einnig er þarna að finna
„franskt" götukaffihús. Það ætti ekki að vera amalegt að
setjast niður með kaffibollann og virða fyrir sér iðandi mann-
lífið í húsinu.
í Kringlunni er engum gleymt. Þar eru almenningssalerni
og einnig mömmustofa, þar sem mæður geta skipt á börnum
sínum og gefið brjóst ef þær vilja. Einnig er sérstakt bíóhorn
fyrir börnin ef þau vilja frekar horfa á bíó en labba með
mömmu og pabba.
Kringlan snobb?
Ýmis þjónustufyrirtæki eru einnig í Kringlunni. Má þar
nefna Búnaðarbanka íslands, Póst og síma, Ingólfs apótek,
Fjárfestingarfélag íslands, Flugleiðir og Almennar trygging-
ar.
Því hefur verið haldið fram að Kringlan verði nokkurs
konar snobb þar sem vöruverðið hækki i samræmi við útlit-
ið. Ragnar Atli sagði að það væri misskilningur. „Hér eru
margar verslanir sem þekktar eru úr miðbænum og þær verða
áfram með sömu verð og verið hafa. Margar þessara verslana
geta nú keypt inn meira magn og fengið betri afslætti af
vörunum. Það ætti að verða til að vöruverð lækki fremur
en hitt,“ sagði hann.
Hitt er víst að mikið hefur verið rætt um kostnaðarhliðina
á þessari stórbyggingu. Ragnar Atli sagði að upphafleg §ár-
hagsáætlun hússins hefði hljóðað upp á 1700 milljónir. Ljóst
væri að bæta mætti að minnsta kosti 300 milljónum við þá
tölu.
- Hvernig er hægt að fjármagna slíkan kostnað?
„Með sölu á suðurenda hússins hefur Hagkaup fjármagnað
þann enda. Hagkaupshlutinn hefur verið fjármagnaður að
hluta til með lánum og að hluta til með rekstrarsjóði fyrirtæk-
isins sem var allnokkur. Undanfarin ár hafa alltaf verið
lagðar til hliðar fjárhæðir mánaðarlega í rekstrarsjóðinn."
Hönnun frá útlöndum
Kaupmenn sjá sjálfir um innréttingar og er augljóst að þar
liggur ennfremur mikið fjármagn. Hjá Hagkaup hefur Finnur
Fróðason og arkitektastofan Bernhard Engle Partnership í
London séð um hönnun. Innréttingar í „magasín" verslunina
koma frá austurrísku fyrirtæki sem sérhæfir sig í slíkum inn-
réttingum. I matvöruversluninni koma innréttingar víða að.
Margar verslanir hafa fengið hönnuði erlendis frá til að
innrétta og einnig iðnaðarmenn. í nokkrum verslunum er
svokallað „franchise“ en það táknar að verslunin er í við-
skiptasamböndum við eina ákveðna verslun erlendis. Fær
vörur frá henni og starfar að öllu leyti samkvæmt kröfum
þeirrar verslunar.
Leituðu að húsnæði í tvö ár
Brynhildur Ingimundardóttir og Ása Helga Ólafsdóttir eru
í slíku samstarfi við sænskt fyrirtæki sem heitir Polarn og
Pyret. Þær hafa ekki áður stundað verslunarrekstur og þess-
ar vörur hafa ekki fengist hér á landi fyrr. Við spurðum
hvernig hefði staðið á því að þær drifu sig út í viðskipti? „Ég
hef keypt þessar vörur í tíu ár, bæði þegar ég hef verið erlend-
is og í gegnum póstverslun hjá þeim og líkað vel. Þetta eru
bómullarvörur sem ég hef góða reynslu af og vildi koma þeim
á markað hér á landi,“ sagði Ása Helga. Við erum búnar að
leita að hentugum verslunarstað í tvö ár en ekki fengið
neinn. Við ákváðum því að fara hingað og fengum þetta pláss
leigt.
- Er ekki óheyrilega dýrt að leigja hér?
„Nei, það er ekkert dýrara en gengur og gerist við Lauga-
veginn. Okkur finnst þetta bara sanngjörn leiga sem við
borgum," sögðu þær. „Við erum líka mjög ánægðar með að
vera í þessu húsi og trúum því að hér eigi eftir að vera
skemmtilegt að vinna.
Ása Helga og Brynhildur voru að raða vörum upp á slár
þegar við komum og tvær sænskar stúlkur voru þeim til hjálp-
ar. Polarn og Pyret eru með fjörtíu verslanir í Svíþjóð en
þetta er fyrsta verslunin sem opnuð er í öðru landi. í næsta
mánuði verður opnuð önnur Polarn og Pyret verslun og verð-
ur hún í Sviss.
- Verður gott verð á þessum vörum?
„Já, þær eru á ágætu verði, svipuðu og sænsku Fix vörurn-
ar eru hér á landi,“ sögðu þær stöllur.
Mikill spenningur
Það er greinilega mikill spenningur meðal kaupmanna í
Kringlunni. Mátti sjá nokkra þeirra á vappi, kíkjandi hvern-
ig gengi hjá samkeppnisaðilanum. Sumir hafa allar gáttir
galopnar en aðrir líma fyrir alla glugga og enginn má sjá
fyrr en á opnunardaginn. Fimmtudagurinn verður nokkurs
konar „surprise" í Kringlunni. Eitt er víst margir verða þeir
sem finnst þeir vera í „útlöndum" i Kringlunni. -ELA
Þær Brynhildur og Ása Helga eru að setja verslun
á fót í fyrsta skipti. Þær versla með sænsku vörurn-
ar Polarn og Pyret sem ekki hafa fengist hér á landi
fyrr.
Ali-búðin hefur ekki verið starfandi síðan i gamla
daga en verður nú endurvakin í Kringlunni.
Herragarðurinn bíður einungis eftir fimmtudeginum
þvi þar er ailt klárt. Glæsileg verslun sem gaman
er að skoða.
ÁTVR var að vísu tómleg er við litum þar inn en á
fimmtudag verður hægt að velja sér áfengistegund-
ir úr hiilunum. Þessi nýja áfengisverslun í Kringlunni
er viðbót við hinar sem fyrir eru því engin verður
lögð niður.