Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1987, Síða 20
20
LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987.
Skák
Millisvæðamótið í Szirak:
Fimm stórmeistarar
tefla um þriú sæti
- Jóhann Hjartarson teflir við Allan í dag
Æsispennandi lokaskákir eru íram
undan á millisvæðamótinu í Szirak í
Ungverjalandi þar sem Jóhann Hjart-
arson hefur staðið sig svo frábærlega
vel. Aðeins þrjú efstu sætin gefa þátt-
tökurétt í áskorendakeppninni í
Kanada í janúar á næsta ári en er
tvær umferðir eru ótefldar geta fimm
stórmeistarar hugsanlega komist
áfram. Ljóst er þvi að baráttan verður
gríðarlega hörð og hver taug í skák-
meisturunum er áreiðanlega þanin
þessa dagana.
Fyrir sextándu og næstsíðustu um-
ferð, sem tefld verður í dag, er Jóharrn
Hjartarson einn efstur með 11 v., síðan
koma Salov og Portisch með 10‘A,
Nunn hefur 10 v. og jafnteflislega bið-
skák við Allan (sem tefla átti í gær)
og Beljavsky hefur 9 'A v. Aðrir geta
ekki blandað sér í baráttuna - Anders-
son kemur næstur með 9 v. og þá
Ljubojevic með 8!4 v.
Jóhann teflir við Kanadamanninn
Allan í dag og hefur svart. Allan þessi
er langneðstur en varasamt er þó að
vanmeta nokkum skákmann á þessu
móti. Portisch og Nunn hafa báðir
fengið að kynnast því í síðustu um-
ferðum. Portisch átti gjörtapaða stöðu
gegn Allan í 14. umferð en tókst að
bjarga sér í jafhtefli og Nunn virtist
einnig verða að sætta sig við skiptan
hlut gegn Kanadamanninum, í skák
úr 15. umferð sem fór í bið. Jóhann
verður að freista þess að ná fram vinn-
ingi í skákinni við Allan til þess að
hrista af sér úlfakvartettinn grenj-
andi, sem á vafalítið eftir að selja sig
dýrt. í lokaumferðinni, á mánudag, á
Jóhann að tefla við Beljavsky, sem
verður nauðsynlega að vinna báðar
síðustu skákir sínar til þess að eiga
möguleika.
Keppinautar Jóhanns eiga misjafh-
lega erfiðar skákir eftir. Þægilegustu
mótherjana á Salov, sem teflir við
Spánverjann de la Villa í dag og Bou-
aziz frá Túnis á mánudag. Það má því
eins búast við að Salov fái tvo vinn-
inga úr tveim síðustu skákunum og
þá fengi hann 12 A v. á mótinu og
væri öruggur með sæti í áskorenda-
keppninni. Portisch og Nunn eiga hins
vegar að tefla saman í dag, en í síð-
ustu umferðinni teflir Portisch við
Velimirovic og Nunn við Christiansen.
Hváð Jóhann snertir, yrðu verstu úr-
slit að Nunn og Portisch gerðu jafn-
tefli en ynnu báðir lokaskák sína. Þá
stæðu þeir uppi með 12 v., þ.e. svo
fremi sem biðskák Nunns hafi lokið
með jafntefli. Jóhann yrði þá að fá 1 'A
v. úr tveim síðustu skákunum til þess
að sleppa við aukakeppni. En þetta
eru verstu úrslit. Líklegt er að einn
vinningur úr skákunum tveim tryggi
Jóhanni sess meðal sextán sterkustu
skákmanna heims.
Beljavsky hefur hrasað niður eftir
mótstöflunni, eftir að hafa haft forystu
lengi vel og nú eru möguleikar hans
til þess að komast áfram minnstir
þeirra fimmmenninga. Hann verður
að vinna Velimirovic í dag og Jóhann
á mánudag til þess að eiga fi-æðilega
von. Það veltur því á skák hans í dag
hvort hann verður í baráttuskapi gegn
Jóhanni á mánudag.
Staðan í mótinu er sérlega spenn-
andi og það er endalaust hægt að velta
sér upp úr möguleikunum. Annars eru
millisvæðamótin fræg fyrir furðule-
gustu úrslit í lokaskákunum, enda
taugaskjálfti í mönnum. Og er minnst
er á taugakerfið kemur júgóslavneski
stórmeistarinn Ljubomir Ljubojevic
ósjálfrátt upp i hugann. Fyrir mörgum
árum sagði ónefndur landi hans við
mig að hann myndi aldrei ná langt í
heimsmeistarakeppninni, því að hann
væri svo slæmur á taugum. Fram að
þessu hefur spádómurinn reynst á rök-
um reistur. Ljubojevic var í farar-
broddi fram yfir miðbik mótsins en er
sæti í áskorendakeppninni var í hill-
ingum fram undan skall allt í baklás.
Jóhann tefldi við Ljubojevic í 12.
umferð, afar mikilvæga skák fyrir þá
báða. Ljubojevic hafði vinningi minna
en Jóhann og sá fram á að ef honum
tækist ekki að vinna yrðu möguleikar
hans svo til úr sögunni. Sem sagt
taugahrúga, sem sat við borðið. Jó-
hann lét það þó ekkert á sig fá og
tefldi yfirvegað og vandað. Sennilega
besta skák Jóhanns til þessa á milli-
svæðamótinu.
Hvítt: Ljubomir Ljubojevic
Svart: Jóhann Hjartarson
Spænskur leikur
1. e4 e5 2. Rfi Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4
RfB 5. 0 -0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3
0-0 9. a4
Tískuafbrigðið á millisvæðamótinu
í Szirak. Jóhann fetar í fótspor Beljav-
skys, sem tefldi þannig gegn
Ljubojevic og fleirum fyrr í mótinu.
Jóhann Hjartarson hefur staóið sig frábærlega á millisvæðamótinu i Szirak
i Ungverjalandi.
Stig 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 Vinn.
1. Todorcevic (Mónakó) 2475 'A 0 1 1 1 0 0 0 0 0 1 1 '/2 '/2 0 6/2
2. Ljubojevic (Júgósl.) 2625 '/2 1 'A '/2 1 /2 1 0 '/2 0 '/2 '/2 '/2 1 '/2 8/2
3. Milos(Brasilíu) 2495 1 0 1 '/2 1 0 0 0 '/2 0 1 0 '/2 '/2 1 7
4. Benjamin (Bandar.) 2575 0 'A 0 '/2 1 '/2 0 0 '/2 1 1 '/2 '/2 '/2 6'A + I
5. Salov (Sovétr.) 2575 0 'A 'A '/2 1 1 '/2 '/2 1 '/2 1 1 '/2 1 1 IO/2
6. Allan (Kanada) 2310 0 0 0 0 0 0 '/2 0 '/2 0 '/2 0 0 0 1/2 + 1
7. Beljavsky (Sovétr.) 2630 1 'A 1 '/2 0 1 0 '/2 1 1 '/2 '/2 '/2 1 '/2 9/2
8. Portisch 2615 1 0 1 1 '/2 '/2 1 '/2 '/2 /2 '/2 1 1 '/2 1 IO/2
9. Nunn (Englandi) 2585 1 1 1 1 '/2 '/2 1 '/2 1 1 0 '/2 1 0 10 + 1
10. Velimirovic (Júgósl.) 2520 1 'A 'A 0 1 0 '/2 0 1 '/2 1 0 1 0 7 + 1
11. Jóhann Hjartarson 2550 1 1 1 '/2 '/2 '/2 '/2 '/2 1 1 '/2 0 1 1 1 11
12. De La Villa (Spáni) 2485 0 'A 0 0 0 '/2 0 1 0 0 '/2 '/2 '/2 '/2 '/2 4/2
13. Bouaziz (Túnis) 2370 0 'A 1 '/2. 0 '/2 0 0 0 1 '/2 0 '/2 0 0 4/2
14. Andersson (Svíþjóð) 2600 A 'A 0 1 '/2 '/2 1 '/2 '/2 '/2 '/2 1 '/2 '/2 1 9
15. Adorjan (Ungverjal.) 2540 'A 0 0 '/2 '/2 0 '/2 0 1 '/2 1 0 '/2 '/2 0 5/2
16. Marin (Rúmeníu) 2475 '/2 '/2 '/2 1 '/2 0 0 1 0 '/2 '/2 '/2 '/2 '/2 6/2 + 1
17. Flear (Englandi) 2480 0 'A '/2 0 1 0 '/2 1 0 0 '/2 1 '/2 '/2 6 + 1
18. Christiansen (Bandar.) 2575 1 'A 0 '/2 0 1 '/2 0 1 0 '/2 1 0 1 '/2 7/2
9. - Bd7 10. d4 h6 11. Rbd2 He8 12. d5
Túnisbúinn Bouaziz beið með þenn-
an leik gegn Beljavsky í 2. umferð
mótsins, lék fyrst 12. Bc2 Bf8 og þá
13. d5, sem Beljavsky svaraði með 13.
- Re7 - sovéski stórmeistarinn náði
að jafha taflið og vann í 40 leikjum.
12. - Ra5 13. Bc2 c6 14. b4 Rc4 15. Rxc4
bxc4 16. dxc6 Bxc6 17. De2
Ljubojevic er þekktur fyrir að telja
sig ávallt eiga betra tafl, ef ekki unn-
ið, sama hve illa fer fyrir honum, og
því er hann gjam á að endurtaka byrj-
unarleiki sína. Nú fyrst breytir hann
út af skák sinni við Beljavsky úr 8.
umferð. Þá lék hann 17. Rd2 en komst
ekkert áleiðis.
17. - Hc8 18. Bd2 Bf8 19. Hadl Bb7 20.
Rh4?
Vindhögg! Eftir næsta leik svarts,
sem er eðlilegt framhald af liðsskipan
hans, verður riddarinn á villigötum á
kantinum og snýr von bráðar við.
Stinga má upp á 20. a5, eða 20. h3
ásamt Rh2-g4, eða Rh2-ff-e3.
20. - g6 21. a5 Bg7 22. Rf3 Dc7 23. Be3 d5!
Jóhann hefur náð að snúa taflinu
sér í vil eftir tímasóun hvíts í tuttug-
asta leik.
24. Bb6 Dc6 25. Rd2
25. - d4!
Peðsfómin er tímabundin. Svartur
fær frelsingja á c-línunni og sterka
stöðu.
26. cxd4 exd4 27. Bxd4 c3 28. Rfl Rxe4
29. Df3 Rd2!
Leiðir til mikilla uppskipta, sem em
svörtum í hag. Riddarinn lokar linu
hróksins og valdar einnig bl, svo hvít-
ur fær ekki varið b-peð sitt í fram-
haldinu.
30. Hxe8+ Hxe8 31. Dxc6 Bxc6 32. Bxg7
Kxg7 33. Re3 Hb8 34. Hcl Hxb4 35. Rdl
Hg4!
Annar sterkur leikur. Ljubojevic
hefur ekki áhuga á 36. Re3 Hg5 en
eftir leik hans lendir hann í töpuðu
hróksendatafli.
36. g3 Rf3+ 37. Kfl Bb5+ 38. Kg2 Rel +
39. Kgl Rxc2 40. Hxc2 Ba4 41. Hcl Bxdl
42. Hxdl c2 43. Hcl Hc4
Hróksendataflið er unnið. Svarti
kóngurinn geysist fram völlinn, án
þess að hvítur eigi sér viðreisnar von.
44. Kfl KfB 45. Ke2 Ke5 46. Kd3 Kd5 47.
h4 h5 48. f3 fS 49. Hxc2
Örvænting en stöðunni varð ekki
bjargað.