Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1987, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987. 15 Flóttinn úr fiskvinnslunni „Óneitanlega fer íslenskt þjóðfélag meir og meir að líkjast píramíta á hvolfi þar sem grafið er undan undir- stöðunni en yfirbyggingin eykst.“ Nú þegar skólastarf er hafið í landinu standa fiystihús víða um land hálftóm og illa gengur að fá fólk í stað þeirra sem setjast á skóla- bekk. Undanfarin ár hefur fisk- vinnslan bjargað sér fyrir hom með erlendu vinnuafli sem dugar varla til. Það sama er að gerast núna í ýmsum láglaunastörfum á höfuð- borgarsvæðinu, þar flýr fólk í betur launuð störf þar sem svokallað launaskrið á sér stað vegna þenslu á yinmunarkaðnum. í fréttaskýringaþættinum Kastljósi var nýlega fjallað um þetta mál og orðaði Ólafur Sigurðsson fréttamað- ur,þetta á þá leið að inn í landið væri ekki að skella nein holskefla af Asíufólki heldur væru þetta bara nokkrir Danir og mátti skilja af orð- um hans að hann setti Danina í hærri gæðaflokk. En það fólk sem heldur uppi fiskvinnslu úti um landiö hefiir ekki um mörg önnur störf að velja og yfirborganir og launaskrið eiga sér ekki stoð í þeirri grein. Þess vegna krefjumst við að staðið verði viö gerða samninga og fullar verðbætur greiddar á laun 1. október eins og um var samið. Hættuleg þróun Mikiö hefur verið rætt um flóttann úr kennarastétt og uppeldisstörfum vegna lélegra launa og að menntað fólk í þeim stéttum snúi ekki aftur nema kjörin hatni. En flóttinn úr undirstöðuatvixmuvegi okkar ís- lendinga hlýtur ekki síður að vera hættuleg þróun sem snúa þarf við. Óneitanlega fer íslenskt þjóðfélag meir og meir að likjast píramíta á hvolfi þar sem grafiö er undan und- irstöðunni en yfirbyggingm eykst. í sjávarplássum er þetta líka spuming um byggðaröskun. Það fólk sem hættir störfum vegna lélegra launa Kjállariiin Lilja Rafney Magnúsdóttir verkakona, Súgandafirði í fiskvinnslu og tengdum störfum flytur margt á höfuðborgarsvæðið í von um betur launuð störf og snýr ekki aftur heim. Er ekki kominn tími til að atvinnurekendur fjárfesti í því fólki sem hefur langa reynslu og verkþekkingu í fiskvinnslu með því að hækka launin og bæta aðbúnað á vinnustað sem síðan skilar sér í betri og aukinni framleiðslu. Það erienda fólk sem kemur til starfa í fiskvinnslu um stimdarsakir þarf að þjálfa upp í störfum eins og gefur að skilja því ekki er þetta meðfætt. Þegar það hefur náð góðum tökum á starfinu fer það oftast að hugsa sér til hreyfings því þetta er ungt fólk sem er að ferðast og prófa eitthvað nýtt en hugsar sér ekki aö setjast að. Þó nokkrir hafa ílengst og yfir- leitt hefur þetta erlenda fólk reynst vel en þaö stendur ekki í neinni kjarabaráttu. Atvinnurekendur þurfa að líta sér nær Atvinnurekendur þurfa að fara að líta sér nær og stuðla aö uppbygg- ingu sjávarplássa sem fiskvinnslu- fyrirtæki þeirra standa í, t.d. bjóða upp á leiguíbúðir til aö laða aö fjöl- skyldufólk og gera gott við það heimafólk sem fyrir er, en ef ekkert er að gert líða ekki mörg ár þangað til aðaluppistaðan í fiskvinnslunni verður erlent farandverkafólk, ungl- ingar og skólafólk. Það getur orðið þjóðarhúinu dýrt þegar til lengdar lætur aö missa þaulvant fólk úr fisk- vinnslunni vegna lélegra launa, því alltaf eru gerðar auknar kröfur til meiri gæða á mörkuðum okkar er- lendis og samkeppni mikil. Reynslan sýnir að það kemur niður á gæðum framleiðslunnar þegar mikið er um óvant fólk og hætta á veröfalli á er- lendum mörkuðum eykst. Nú þarf fiskvinnslufólk að standa saman í komandi samningum og gera þá kröfu að störf þess séu met- in aö veröleikum og launin eftir því. Ekki virðist skorta fé hjá útgerðar- aðilum og samvinnuhreyfingunni sem sýndi sig þegar þessir aðilar hristu fram úr erminni nokkur hundruð miiljónir og gerðu tilboð í Útvegsbankann. En nú sættir fisk- vinnslufólk sig ekki lengur við að vera ódýrt vinnuafl og segir hingaö og ekki lengra. Lilja Rafiiey Magnúsdóttir Hvert eigum við að fara? Við erum ekki margir, íslendingar, og verðum því að vinna mörg störf á skömmum tíma til þess að þjóð- félagsskipulagið gangi. Margir vinna sjálfboðaíiðastarf á hinum ýmsu sviðum. Menn vinna við björgun mannslífa, íþróttastörf, tónlistarmál og svo mætti lengi telja. Mikið starf hefur verið unnið undanfarið til uppbyggingar á öryggismálum þjóð- arinnar. Stundmn er þetta starf áberandi, stundum ekki. Almanna- vamir eru stofhun sem vinnur í kyrrþey að úrlausnum á margþætt- um hugsanlegum vandamálmn; flóðahættu, eldgosahættu og t.d. styrjaldarhíættu. Mér datt alit í einu í hug að minnast á almannavamir enda er ég hluti af almennningi og hef jafnvel rétt til þess að drepa á ýmis atriði sem vekja forvitni mína og æskja svara við þeim. Kjallariim Friðrik Á. Brekkan blaðafulltrúi „ ... mér finnst skorta almenna fræöslu um hvert þú og ég eigum aö fara ef eitthvað hræðilegt á sér stað hér á landi.“ „ ... hvert i rauninni ætti að beina öllum þess ökumönnum ef til hættuástands kæmi á höfuðborgársvæðinu.' Þegar ég bjó í Svíaríki fyrir löngu vora almannavamamál mikið til umræðu og allir vora með það á hreinu mn hvað almannavamir fjölluðu. í hveriu fjölbýlishúsi, skól- um og samkomuhúsum var kjailari umlukinn veggjum sem voru marg- falt þykkari en í húsinu sjálfu, auk þess sem íyrir byrgjum þessum voru stálhlerar í gluggum og þykkar stál- hurðir. Hef ég og séð slík byrgi í fjölmörgum húsum í Sviss. Hættuástand Það skal tekið fram að byrgi þessi standa ei ónotuð. Þau eru notuð sem þvottahús eða geymslur eða jafnvel til félagsstarfsemi innan hverfis þess sem þau eru í. I fjölbýlishúsum var auk þess tekið fram hvert menn ættu að fara ef til óróatíma kæmi. íbúar þessa húss ættu að halda í þennan dal og aka vissan þjóðveg og svo framvegis. Þama var afar nákvæmt skipulag í gangi og voru kort með merkingum í hveiju fjöl- býlishúsi. Ef til vill hefur þetta breyst með hinni hröðu uppbygg- ingu sem hefur átt sér stað í Svíþjóð, en samt sem áður var þama sýnt að skipuleggjendur höfðu samborg- arana vel og vandlega í huga og höfðu fyrirfram ákveðið mn svæði þar sem fólk úr ákveðnum íbúöar- hverfum ætti að hittast og byggja upp bráðabirgöamiðstöð ef til styij- aldar eða annarra erfiðleika kæmi. Það er vonandi aö aldrei komi til þess að nýta þurfi slíkt skipulag en þaö sakar ekki að hafa það tilbúið því öll viijum við lifa hvað sem taut- ar og raular. Nú veit ég og þú líka að þaö sem Almannavamir viija koma á framfæri stendur skrifað í símaskránni. Við þekkjum og æfing- ar þær sem gerðar eru mánaðarlega á almannavamaflautukerfinu í Reykjavík. En það olli mér allt í einu áhyggjum þegar ég leit yfir Miklu- brautina einn fóstudagseftirmiðdag- inn og sá hina gegndariausu bifreiðaumferð, hvert í rauninni ætti að beina öllum þessum ökumönnum ef til hættuástands kæmi á höfuð- borgarsvæðinu. Skortir almenna fræðslu íslendingar eru miklir einstakl- ingshyggjumenn og það má bóka að allir sem einn myndu henda sér upp í fjölskyldubíiinn og aka eitthvað út fyrir bæinn. En hvert eiga menn að aka? Þaö er mín spuming. Mikið er rætt um og unnið aö því að við ís- lendingar tökum öryggismál þjóðar- innar í okkar hendur. Utanríkis- ráðuneytiö hefur ráðið marga unga og ágæta menn til þess að fylgjast með öryggismálaumraBðunni á vís- indalegu plani og er það vel. Það er og starfandi öryggismálanefitd sem gefúr út ritgerðir um hin ýmsu þjóðaröryggismál, en mér finnst skorta almenna fræðslu um, hvert þú og ég eigum aö fara ef eitthvað hræðilegt á sér stað hér á landi sem þáttur í keðju alþjóðlegra atburða. Hvert eigum við öll að aka á nýju bílunum okkar? Verður panik eða er allt á hreinu? Er búið að hugsa fyrir svona hlutum? Friðrik Ásmundsson Brekkan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.