Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1987, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987.
33
dv Fólk í fréttum
Júlíus Sólnes
Júlíus Sólnes alþingismaöur var
kjörinn varaformaður Borgara-
flokksins á landsfundi flokksins um
síðustu helgi.
Edvard Júlíus Sólnes er fæddur
22. mars 1937 í Rvík. Hann lauk fyrri-
hlutaprófi í byggingaverkffæði ffá
DTH í Kaupmannahöfn 1961 og lic.
techn. prófi í æðri burðarþolsffæði
og sveifluffæði 1965. Júiíus var í
sémámi í jarðskjálftaffæðum við
Intemational Institute of Seismolgy
and Earthquake Engineering í
Tokyo 1963-1964. Hann starffækti
ejgin verkfræðistofu ásamt öðrum
1965-1968 og hélt námskeið í jarð-
skjálftaffæði fyrir starfandi bygg-
ingaverkfræðinga á vegum HÍ 1968.
Júlíus var verkffæðingur viö bygg-
ingarannsóknastofnun Danmarks
Ingeniorakademi 1969-1970 og rann-
sóknarverkfræðingur. Hann var
aðstoðarkennari viö aflffæði- og
burðarvirkjadeild DTH1970-1972 og
lektor 1972. Júlíus var prófessor viö
verkffæðideild Háskóla íslands ffá
1972 og yfirverkffæðingur hjá
Kröflunefnd 1975. Hann var bæjar-
fulltrúi Seltjamamess 1978-1986 og
formaður samtaka sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu 1983-1986.
Kona Júlíusar er Sigríður María
Óskarsdóttir. Foreldrar hennar em
Óskar Aðalsteinn Gíslason.forstjóri
í Rvík, og kona hans, Lára Ásgerður
Guðmundsdóttir. Böm þeirra em:
Lára Sólveig, f. 1959, býr í Los Ange-
les, Jón Óskar, f. 1962, aðstoðar-
fréttamaður hjá RÚV, og Inga Björk,
f. 1962, stjómmálafræðinemi í HÍ.
Sambýlismaður hennar er EgUl
Helgason, blaðamaður hjá HP.
Systkini Júlíusar em: Guirnar, f.
1940, lögffæðingur á Akureyri, giftur
Margréti Kristinsdóttir, Jón Krist-
inn, f. 1948, lögffæðingur á Akureyri,
giftur Höllu Baldursdóttur, Inga, f.
1951, gift Jóni Sigurjónssyni, hag-
fræðingi Útvegsbankans, og Páll, f.
1953, auglýsingateiknari og lista-
maður í Kaupmannahöfn.
Foreldrar Júlíusar em Jón Sólnes,
bankastjóri og alþingismaður á Ak-
ureyri, en hann lést 1986, og kona
hans, Ingiríður Pálsdóttir. Kjörfor-
eldrar Jóns vom Edvard Gabrielsen
Solnes, útgerðarmaður á Akureyri,
og kona hans, Lilja Daníelsdóttir.
Faðir Jóns var Guðmundur, sjómað-
ur á ísafirði, Þorkelsson. Móðir
Guðmundar var Guðfinna Jónsdótt-
ir, b. á Læk í Dýrafirði, Bjamasonar.
Móðir Jóns var Hólmfríður Jóns-
dóttir, b. og oddvita i Amartungu í
Staðarsveit, Þorkelssonar, prests á
Staðastað Eyjólfssonar. Meðal af-
komanda Þorkels era Gunnar
Guðbjartsson, fýrrv. formaður Stétt-
arsambands bænda, og Lúðvik
Krisljánsson rithöfundur. Móðir
Jóns í Amartungu var Ragnheiður
Pálsdóttir, prófasts í Hörgslandi
Pálssonar. Meðal afkomenda Páls
em Pétur Sigurgeirsson biskup og
leikaramir Róbert Amfinnsson,
Guörún Ásmundsdóttir, Brynja
Benediktsdóttir, Guðrún Stephen-
sen og Oddur Bjömsson leikritahöf-
undur.
Móðir Hólmffíðar var Kristín
Kristjánsdóttir, b. í Amartungu,
Þorsteinssonar, og Guðrúnar Þor-
leifsdóttur, læknis í Bjamarhöfn,
Þorleifssonar.
Július Sólnes.
Móðir Júlíusar, Ingiríður,er dóttir
Páls, lögregluþjóns í Rvík, Ámason-
ar, b. á Skammbeinsstöðum í
Holtum Ámasonar, af Víkingslækj-
arættinni. Móðir Páls var Ingiríður
Guðmundsdóttir, b. á Keldum Bry-
njólfssonar. Bróðir Páls var Lýður,
langafi .Þórðar Friðjónssonar, for-
stjóra Þjóðhagsstofnunar.
Afmæli
Logi Guðbrandsson
Logi Guöbrandsson fram-
kvæmdastjóri, Smáragötu 6, Reykja-
vík, er fimmtugur í dag.
Logi er fæddur í Reykjavík og lauk
lögffæðiprófi frá Háskóla íslands
1963 og varð héraðsdómslögmaður
1965 og hæstaréttarlögmaður 1969.
Hann var fulltrúi yfirsakadómara í
Rvík 1963-1965 og var við málflutn-
ingsstörf í Rvík ffá 1965. Logi var
formaður stjómar St. Jósefsspítala í
Rvík 1973-1976 og í fulltrúaráði og
yfirstjóm Sjálfseignarstofnunar St.
Jósefsspítala frá 1977 og ffam-
kvæmdastjóri spítalans frá sama
tíma. Hann var varaformaður Ora-
tors, félags laganema, og ritstjóri
Úlfljóts, tímarits laganema,
1959-1960.
Fyrri kona Loga var Helga Karls-
dóttir. Foreldrar hennar vom
Guðmundur Karl Þorfinnsson,
framkvæmdastjóri í Rvík, og kona
hans, Sigríður Margrét Vilhjálms-
dóttir. Helga lést 1978. Böm þeirra
Loga og Helgu em Karl, læknanemi,
Hrafii, vinnur í Kassagerð Reykja-
víkur, Áshildur og Sigrún Bima,
háðar viö nám. Seinni kona Loga er
Ragnhildur Gunnarsdóttir. Foreldr-
ar Ragnhildar em Gunnar E.
Kvaran, stórkaupmaður í Rvík, og
kona hans, Guðmunda Guðmunds-
dóttir. Systkini Loga em Kristín,
látin, Ragnheiður, Jón, dýralæknir
á Selfossi, giftur Þórunni Einars-
dóttur, Bjami, pípulagningameistari
í Reykjavík, giftur Guðrún Ingvars-
dóttur, og Ingi, vélvirki í Reykjavík,
giftur Theódóm Hilmarsdóttur.
Foreldrar Loga vora Guðbrandur
Jónsson, prófessor og rithöfundur í
Rvík, og Sigríður Bjamádóttir. Faðir
Guðbrands var Jón þjóðskjalavörð-
ur Þorkelsson, prests á Staðastað,
Eyjólfssonar. Móðir Þorkels var
Guðrún Jónsdóttir, prests og skálds
á Bægisá, Þorlákssonar. Móðir Jóns
var Ragnheiður Pálsdóttir, prófasts
í Hörgsdal, Pálssonar og fyrri konu
hans, Matthildar Teitsdóttur. Móðir
Guðbrands var Karólína Jónsdóttir,
b. á Finnastöðum í Hrafiiagilshreppi
í Eyjaffrði, Jóhannessonar.
Logi Guðbrandsson.
Móðir Loga var Sigríður Bjama-
dóttfr, verkamanns í Finnbogahúsi
í Reykjavík, Sverrissonar, b. í Klauf
í Meðallandi, Magnússonar, b. á
Kársstöðum í Landbroti Jónssonar.
Móðir Bjarna var Gróa Jónsdóttir,
b. á Eystra-Hrauni í Landbroti, Ara-
sonar, Jónssonar, prests á Skinna-
stað Einarssonar. Móðir Sigríðar var
Ingibjörg Steinunn Brynjólfsdóttir,
vinnumanns í Hleiöargarði í Eýja-
firði, Ólafssonar. Móðir Ingibjargar
var Rannveig Kristjana Þorkelsdótt-
ir, vinnukona í Reykjavík.
Krfstbjörg Sigurðardóttir
Kristbjörg Sigurðardóttir, Karls-
stöðum, Beruneshreppi, er sextug í
dag. Kristbjörg er fædd að Skjöld-
ólfsstöðum í Breiðdal og alin þar upp
hjá foreldrum sínum til átján ára
aldurs. Þá fór hún til Reykjavíkur
og vann þar nokkur ár, m.a. sem
starfsstúlka á Hótel Skjaldbreið.
Hún fór svo aftur austur og fluttist
aö Karlsstöðum 1950 þar sem hún
hefur búið síðan. Kristbjörg gjftist
10. júní 1951 Sigmundi b. á Karlsstöð-
nm, f. 18.11. 1930, Þorleifssyni, en
Sigmundur hefur verið oddviti í
hreppnum í tólf ár. Móðir Sigmund-
ar er Stefanía Þorvaldsdóttir, Ólafs-
sonar, en kona Þorvalds var Mekkín
Eiríksdóttir. Faðir Sigmundar var
Þorleifur, b. og hreppstjóri í Foss-
gerði á Berufiarðarströnd Sigurðs-
son, b. í Fossgerði Þorleifssonar, b.
á Sléttabóli á Síðu Bergssonar. Móð-
ir Þorleifs var Katrín Jónsdóttir
eldklerks Steingrímssonar. Föður-
bróðir Sigmundar var Bergur, afi
Þórhildar Þorleifsdóttur alþingis-
manns, en Bergur, bróðir Sigurðar,
átti Bergshús á Skólavörðustíg og
leigði því Þórbergi, eins og frá er
greint í Ofvitanum.
Kristbjörg og Sigmundur eiga einn
son og sex dætur: Sigurður Amþór,
f. 1947, er rafvirkjameistari á Akur-
eyri. Hans kona er Sigríður Garðars-
dóttir og eiga þau tvo drengi.
Stefanía Mekkín, f. 1951, er læknarit-
ari í Hafnarfirði. Hennar maður er
Sveinn Elísson, starfsmaður Elli-
heimilisins Hvildar. Þau búa í
Hafnarfirði og eiga tvö böm. Sigríð-
ur Amleif, f. 1953, er gift Kára
Bessasyni skipasmið. Þau búa í
Reykjavík og eiga tvær dætur. Sól-
veig Þórhildur, f. 1957, býr í Hafnar-
firði. Hennar sambýlismaður er
Sigmundur Pétursson bifvélavirki
og eiga þau tvö böm. Sigrún Guð-
leif, f. 1958, býr á Seltjamamesi.
Hennar maður er Ólafur Ásgeirsson,
verkstjóri hjá SÍF. Þau eiga tvö böm.
Siggerður Olöf, f. 1963, er nemi í KÍ.
Hennar sambýlismaður er Stefán
Ásgeir Guðmundsson. Jóna Kristín,
f. 1967, býr á Djúpavogi. Hennar
maöur er Þór Jónsson sjómaður og
eiga þau einn son.
Kristbjörg á fjögur systkini og þar
af eina hálfsystur, sammæðra, sem
er elst. Sú heitir Margrét, f. 1909,
Helgadóttfr, en hún býr í Reykjavik.
Alsystkini Kristbjargar em: Guð-
mundur, f. 1919, var lengi utan-
búðarmaður á Breiðdalsvík og býr
þar nú. Bergþóra, f. 1922, býr einnig
á Breiðdalsvik og hennar maður er
Pétur Sigurðsson sem lengi hefur
starfað við frystihúsið á staðnum.
Hann og Sigmundur em systkina-
synir. Helga, f. 1923, á einn son og
býr með Margréti hálfsystur sinni í
Reykjavík.
Foreldrar Kristbjargar vora Sig-
uröur, f. 25.3. 1879, frá Kálfafelli í
Suðursveit, Sigurðsson, og kona
hans, Amleif ljósmóðir frá Löndum
í Stöðvarfirði, f.17.9.1882, Kristjáns-
dóttir b. í Löndum. Föðurafi Krist-
bjargar var Sigurður, b. og
hreppstjóri á Kálfafelli, sá er setti
ofan í við Guðlaug sýslumann, eins
og Þórbergur Þórðarson hefur greint
frá. Kona Sigurðar þessa var Berg-
þóra frá Homi Einarsdóttir.
Dagbjört H. Andrésdóttir
Dagbjört H. Andrésdóttir, Svefh-
eyjum, Flateyrarhreppi, sem nú
dvelur á St. Fransiskusspítalanum í
Stykkishólmi, er níræð í dag. Dag-
björt fæddist í Stykkishólmi og ólst
upp hjá foreldrum sínum í Bjarnar-
höfn og síðan í Bakkabæ í Bárar-
plássi í Eyrarsveit. Móður sína
missti Dagbjört 1913 og skömmu síð-
ar flutti hún til Stykkishólms og bjó
þar með manni sem Hannes hét en
þau slitu samvistum. Hún flytur síð-
an í Bjamareyjar og er þar vinnu-
kona í nokkur ár en ræður sig síðan
í Sviðnur á Breiðafirði þar sem hún
kynntist Jens, syni hjónanna þar.
Dagbjört og Jens bjuggu síðan í
Sviðnum þar til bærinn þar brann
1956. Þau fluttu þá til Reykjavíkur
og vom þar nokkra mánuði en flutt-
ust síðan út í Svefneyjar og bjuggu
þar síðan.
Jens var fæddur 21.5.1899 en hann
lést 1973. Foreldrar hans vora Niku-
lás Jensson úr Dölum og Klásína
Guöfinnsdóttir frá Saurbæ.
Dagbjört eignaðist þijá syni: Ragn-
ar, f. 1915, d. 1980, b. á Hraunhálsi í
Helgafellssveit, Hannesson. Eftirlif-
andi kona hans er Jónína Jóhannes-
dóttir og eignuðust þau fjögur böm.
Magnús, f. 1920, Guðmundsson, var
lengi b. á Kljá í Helgafeflssveit en
býr nú í Stykkishólmi. Kona hans
er Halldóra Þórðardóttir og eignuð-
ust þau sex böm. Nikulás Jensson,
f. 1935, var b. í Svefheyjum en er nú
verkstjóri í Fargelanda í Svíþjóð.
Fyrri kona hans var Jóhanna Þórar-
insdóttir en hún er látin. Með henni
átti hann eina dóttur en hann á svo
þijú böm með seinni konu sinni,
Dagbjört H. Andrésdóttir.
Aðalheiði Sigurðardóttur.
Ðagbjört flutti með syni sínum og
fjöldskvldu hans til Svíþjóðar 1979
en kom svo heim nokkrum árum
síðar og hefur veriö í Svefheyjum á
sumrin en hún er nú, eins og áður
sagði, á sjúkrahúsinu í Stykkis-
hólmi.
Dagbjört átti sex alsystkini og fjór-
ar hálfsystur. Af adsystkinum á
Dagbjört eina systur á lífi en auk
þess em hálfsystur hennar lifandi.
Dagbjört var elst systkinanna en síð-
an komu Guðríður, Sólveig, f. 1905,
sem býr á Hellisandi, Eiríkur, f. 1906,
Magnús, f. 1907, Ólafur, f. 1908, og
Jón Þorsteinn sem aflnn var upp á
Bíldudal en hann dó ungur. Hálf-
systur Dagbjartar, samfeðra, em
Pálína, Magdalena, Sigurlína og
Kristensa.
Foreldrar Dagbjartar vora Pálína
Benedikta úr Þormóðsey og Andrés
Jónsson.
Þórdís Bjömsdóttir
Þórdís Bjömsdóttir, Hjallaseli 55,
Reykjavík, sem nú dvelur á Dvalar-
heimiflnu Seljahlíð, er níræö í dag.
Þórdís fæddist í Tungu í Fáskrúðs-
firði en var frá níu ára aldri alin upp
á Hafranesi í Reyöarfiröi hjá Níelsi
Finnssyni b. þar og konu hans, Guð-
björgu Guðmundsdóttur. Þar var
Þórdís til tvítugsaldurs en fór þá til
Reykjavíkur og var þar í vist á vet-
uma en í kaupavinnu á sumrin, þá
m.a. í Biskupstungunum. Þórdís gifti
sig þegar hún var á tuttugasta og
fimmta árinu Jóhanni, f. 10.8.1897,
frá Skriðufelli, Ólafssyni, b. á
Skriðufelli, Bergssonar. Móðir Jó-
hanns var Margrét. Jóhann er nú
látinn fyrir nokkrum árum.
Þórdís og Jóhann eignuöust þijár
dætur og tvo syni. Þau em Hjalti,
Margrét, Biymdís, Bjöm og Bergný.
Þórdís átti þijár systur og einn
hálfbróður samfeðra en hún er nú
ein eftir úr systkinahópnum. Guðni
var lengi sjómaður á Fáskrúðsfirði.
Kona hans hét Kristín og áttu þau
tvö böm. Guðlaug var gift Stefáni
Olsen sjómanni. Þau bjuggu á Reyð-
arfirði. Sveinbjörg var ógift en Jóna
Elísabet lést á unglingsárum.
Foreldrar Þórdísar vom Bjöm
Bárðarson og Steinunn Sveinsdóttir,
ættuð úr Breiðdalnum.
Anna Margrét Jóhannesdóttir frá
Hvammstanga, til heimilis á
Knarrarbergi 1, Þorlákshöfn, an-
daðist í Vífilsstaðaspítala sunnu-
daginn 27. september.
Sigríður Sigurðardóttir, Aðalgötu
13, Sauðárkróki, andaðist- faugar-
daginn 26. september.
Bjarní össurarson, Norðurtúni 2,
Keflavík, lést í Sjúkrahúsi Kefla-
víkur aðfaranótt mánudags 28.
september.
Magnús Vilhjálmsson, Hamragerði
•7-I andaðist í Fjórðungssjúkrahus-
inu á Akureyri 27.þ.m.
Andlát
Þórir Þorkelsson, Smáratúni 14,
Selfossi, andaðist í Borgarspítalan-
um sunnudaginn 27. september.
Guðrún Benediktsdóttir Reyndal,
Sólvallagötu 33, andaðist á Öld-
runardeild Landspítalans, Hátúni
lOb, 27. september.
90 ára
Ólafur Benediktsson, fyrrum bóndi
á Háfelli í Miðdölum, nú til heimil-
is á Bergþórugötu 11A í Reykjavík,
er níræður í dag. Hann veröur að
heiman í dag.
50 ára
Sigurður Tryggvason, Hraunbæ
156, Reykjavík, er fimmtugur í dag.
Hann tekur á móti gestum næst-
komandi laugardag milli kl. 19 og
21.