Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1987, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987. Menning lifið komst upp á milli þeirra Oscar Wilde: Myndin af Dorian Gray. Sigurður Einarsson þýddi. Mál og menning, Reykjavík 1987 (2. útg. aukin og yfirfarin af Áma Oskarssynl). Þegar Myndin af Dorian Gray kom fyrst út á Englandi 1890 olli hún mikilli hneykslun gagnrýnenda og var nær einróma fordæmd fyrir sið- leysi. Höfundur bókarinnar var síöar dæmdur fyrir siðlaust lífemi sitt og varpað í fangelsi í refsingar- skyni. En verk hans lifðu og upp úr aldamótum varö hann mikill tísku- höfundur. Ungir menn hér á landi hrifust af verkum hans, Jón Thor- oddsen yngri játaði honum ást sína í ljóði, Ámi Hallgrímsson og Guð- mundur Kamban rituðu um hann langar greinar í tímarit á 3. áratugn- um, um svipað leyti og þýðing Yngva Jóhannessonar á De profundis kom út, og Steinn Elliði sækir í smiðju bókarinnar um Dorian Gray. Á Eng- landi mögnuðust vinsældir Wildes eftir stríð og leikrit hans voru stöð- ugt á sviði. I þeirri hrifhingarbylgju þýddi Sigurður Einarsson leikritið Salóme og síðan Myndina af Dorian Gray. Hvorugu verkanna var tekið vel af ritdómurum og Kristmann Guðmundsson kallaði t.d. Myndina af Dorian Gray „illa saminn reyf- ara“ og kvartaði yfir lélegum per- sónulýsingum og vondri útfærslu á annars geníal hugmynd. Vinsældir höfundarins döfhuðu þó ekki og skömmu síðar þýddu Haraldur Jó- hannesson og Jón Óskar ævisögu Pearsons um skáldið. Hvorki mórölsk né ómórölsk Sú bók sem nú er komin út lifir enn, kannski vegna þess aö ensku- deildir í skólum hafa ákveðið að kenna hana og þess vegna sjá útgef- endur um að hafa hana ávallt á markaði sem aftur verður til þess að enskudeildimar neyðast til að kenna bókina hvort sem þeim líkar betur eða verr því að aðrar bækur er ekki að hafa - ferh sem Kurt Vonnegut lýsti hér á bókmenntahá- tíð. Smám saman verður því ómögulegt að fussa yfir siðleysinu. Tíminn hefur þegar kveðið upp sinn dóm og ákveðið að þessi bók sé góð og þess verð að vera lesin áfram. - Á okkar dögum er að vísu örhtil von til að kvennavinir rísi upp og mót- mæh kvenhatri í bókum. Myndin af Dorian Gray er ágæt bók fýrir slík mótmæh. Oscar Wilde tilheyrir hópi höfunda frá seinni hluta 19. aldar og upphafi þeirrar 20. sem eru kenndir við hnignun (décadence) og tengjast mjög symbólistum. Þessir höfundar htu svo á að hstin væri lífinu æðri og fegurðin byggi í hnignuninni. í tengslum við þessa afstöðu sína réð- ust þeir mjög að borgaralegum dyggðum samtímans og sneru þar öhu á hvolf. Fegurðardýrkun höf- unda eins og Oscars Wilde leiddi hann langt í stílæfingum sem miðuð- ust við ofurvöndun á máh og fádæma nostur við lýsingar á klæða- burði, skrauti og úthti öhu. Þessi stfil hefur hlotið nafnið dandyism og Oscar Wilde nefndur sem einn helsti Bókmenntir Gísli Sigurðsson fuhtrúi hans. Þannig er bók hvorki mórölsk né ómórölsk, heldur vel eða Ula skrifuð eins og höfundur kemur að í fleygum frasa í formála (moral og immoral er raunar þýtt með ,góð‘ og ,slæm‘). Hneykslanlegur og frumlegur Oscar WUde skrifaði ekki einasta bækur útfrá þessari hugmyndafræði heldur gegnsýrði hún lif hans aUt. Hann var fegurðardýrkandi með af- brigðum og elti lika uppi hnignun þjóðfélagsins um leið og hann lagði allt sitt í að rugla prúða Englendinga í ríminu með stöðugum athuga- semdum um lífið, á skjön við hversdagslegt velsæmi, ekki ósvipað Henry lávarði í Myndinni af Dorian Gray. Hann var skemmtilegur sam- ræðuhstamaður, hneykslanlegur og frumlegur. En hvemig gekk svona manni aö koma skemmtUegheitunum og hug- Oscar Wilde. myndunum frá sér í bók? Myndin af Dorian Gray er í þeim stíl sem var rakinn hér að ofan: Hvort er raun- verulegra, lífið eða listin? Henry lávarður fylgist með atburðum og skemmtir okkur með samræðulist sinni og oflátungslegum skoðunum sem margar eru mótaðar í meitlaðar og afhjúpandi þversagnir - sem heimurinn er ekki ennþá búinn aö fá nóg af að japla á (við lestur hókar- innar hður manni stundum eins og þegar meður les Fjahræðuna - að sjá aUt þetta sem bergmálar stöðugt í kringum mann og er sjálfsagður hluti tílverunnar án þess að nokkur geri sér grein fyrir því hvaöan það er komið). í upphafi bókar er BasU málari að reyna að góma óumræðanlega feg- urð Dorian Gray á strigann. Hugmyndin er sú að listaverkið verði fyrirmyndinni fegurra eða að maður fari að umgangast fyrir- myndina eins og hstaverk, finna að formgöhum og htbrigðum sem mættu kamiski vera öðruvísi o.s. frv.! Myndin verður ímynd fullkom- innar fegurðar - sem er hægt að gera í bók og byggist á ímyndunar- afh lesandans (þess vegna er undar- legt að sjá skuggariss af myndinni á bókarkápu!) - rétt eins og Dorian Gray sem óskar sér að hann megi halda æskuþokka sínum og verða áfram eins og myndin, eUíft lista- verk. Nautnalíf í umsjá hjóna Af sjálfu leiðir að Dorian Gray verður ástfanginn af öðru listaverki: kvenpersónum í leikritum, en held- ur að hann elski leikkonuna sem fer með hlutverkin. Á hveiju kvöldi sit- ur hann í stúku og dáist að ástmey sinni. Leikur hennar er dásamlegur, ímynd fullkomnunar og lesandinn fær að leikstýra fullkomnu leikriti eins og hann fékk áður að mála fuU- komna mynd. Þau trúlofast en þegar leikkonan uppgötvar lífið og ástina utan listarinnar getur hún ekki leik- ið lengur og útheht tilfinningum sínum á sviði heldur gefur aht sitt í lífið utan sviðs. Þetta mislíkar hsta- verkinu elskhuganum og hann missir áhugann. Þannig rúhar örlagaboltinn af stað. Láf og list kallast á bókina á enda og hvort þeirra hefur betur fær lesandinn einn að vita. Á meðan hann les og híður eftir svari skemmt- ir orðskrúðið honum, hroðalegar afhjúpanir fýha hann skelfingu, nautnalíf í umsjá þjóna og umgjörð íburðarmikilla salarkynna veitir honum sælukennd... Hann nýtur þess m.ö.o. að lesa vel skrifaða bók. Þó má vera að hún henti ekki reynsluheimi allra. Ámi Óskarsson hefur séð um end- urútgáfu á þýðingu Sigurðar Einars- sonar frá 1949. Nokkru hefur verið bætt við og ýmislegt fágað af mikilli smekkvísi. Einnig eru settar neðan- málsgreinar til skýringar á vísunum sem ætla má að íslenskir nútímales- endur hafi ekki á hraðbergi. Er fengur að þessu. Malerískir gemingar Sýning Jakobs Jónssonar í Ásmundarsal Jakob Jónsson hstmálari hefur haldið fjórar einkasýningar á rúm- um áratug en til þessa ekki vakið þá athygli sem hann verðskuldar. Kannski er það vegna þess aö hann er maður hógvær, htt gefinn fyrir að veifa trjám, réttum eða röngum, á opinberum vettvangi. Verk Jakobs hafa þróast úr nokk- urs konar landslags-impressjón- isma, tilraunum til að festa á striga sjálfa sólstafina, þar sem þeir hða yfir hæðir, hóla og engi, og yfir í Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson óhlutbundna myndhst, þar sem ht- róf sólarinnar leikur aðalhlutverkið. í báðum tilfellum hafa verk Jakohs skorið sig úr annarri myndlist á ís- landi, bæði hinum formsækna landslags-expressjónisma og hinnii jaftiformsælaiu afstraktlist. Mála og stensla Jakob hélt sýningu í Lástasafiú al- þýðu fyrir fiórum árum sem ég botnaði ekki alveg í. Þar gerði hann hvort tveggja í senn, að mála á striga sinn og stensla htaða strigabúta á hann. Mér fannst ég verða var viö vissa togstreitu milli hins málaða og hins stenslaða í verkum hans, auk þess sem ég sá ekki hvað stenslunin hafði fram yfir álímingu, samkhpp. Á sýningu þeirri sem Jakob heldur nú í Ásmundarsal hggur ýmislegt í augum uppi sem áður var á huldu. Það kemur upp úr kafinu að lista- maðurinn er meiri naumhyggju- maður (mínímalisti) en margir hugðu og sem slíkur virðist hann vera að gera hið ómögulega, nefiú- lega að mála opnar og hvatlegar afstraktmyndir með kerfishundnum hætti. Austurlenskur þokki Eftir því sem ég kemst næst byrjar listamaðurinn á því að skipta mynd- fletinum niður í mismunandi stóra, ferhymda reiti. Hver reitur verður síðan aö vettvangi fyrir ákveðna maleríska geminga, nokkra hnit- miðaöa pensildrætti í frumhtunum. Oft og tíðum hafa þessir drættir til að bera átakalausan þokka jap- anskrar myndskriftar og raunar er þokkinn höfuðeinkenni á allri sýn- ingu Jakobs. í þessari skrift fer listamaðurinn alveg út á ystu nöf í naumhyggju og lætur nokkur fátæk- leg strhí um að bera uppi stórar myndir. Jakob hefur ekki gefið stenslunina upp á bátinn en nú em hinir stens- luðu strigabútar notaðir bæði til að styðja við og vera sem leikandi létt tilbrigði við megináherslur mynd- anna. Það sem helst stendur Jakobi fyrir þrifum em hinir skrautlegu útúr- dúrar hans, bróderingar á strigan- um. Þær dreifa áherslum um of, draga úr skilvirkni málverkanna og þar með hinnar annars þokkafiúlu myndsýnar. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.