Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1987, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987. 7 Fyrirhugað er að fornleifauppgrefti á Bessastöðum Ijúki í lok þessa mánaðar. Fornleifafræðingar eru nú að grafa við kirkjugaflinn þar sem vitað er að rústir Amtmannsbústaðarins er að finna. DV-mynd GVA Fomleífauppgiöftur á Bessastöðum: Um 200 kíló af dýra- beinum og matarleHum - hafa verið send til greiningar í Bandaríkjunum Undanfama mánuði hafa staðið yfir miklar fomleifarannsóknir á Bessa- stöðum undir stjóm Guðmundar Ólafssonar fomleifafræðings. Nú er verið að rannsaka svæðið undir að- keyrslunni að forsetasetrinu en hún þótti orðin of lítil og er því fyrirhugaö að stækka hana. Þegar gólfið í Bessa- staðastofu var grafið upp fyrr á árinu fannst Landfógetabústaðurinn og hluti af Konungsgarðinum sem stóð á Bessastöðum allt fram á átjándu öld. Framhald Konungsgarðsins fannst síðan á hlaðinu undir aökeyrslunni að Bessastöðum. Að sögn Guðmundar Ólafssonar hafa ýmsir hlutir Mtiö dagsins ljós við uppgröftinn á Bessastöðum. Má þar nefna um 200 kíló af dýrabeinum og matarleifum sem nú hafa verið send til Bandaríkjanna til greiningar, yfir 1000 leirkerabrot og mikið af krítar- pípubrotum, ásamt fjölmörgum öðrum gripum. Seinnipariixm í haust og í vetur er fyrirhugað að unnið verði að frágangi rústanna undir Bessastaðastofu en þegar fram liða stundir er ætlunin að opna minjasafn undir gólfinu í stof- unni, þar sem ýmsir þeir hlutir verða til sýnis sem fundist hafa við upp- gröftinn. -jme Ársfundur Alþjóðabankans: Jón og Jóhannes fWashington Þeir Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra og Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri eru aðalfulltrúar íslands á ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins í Washington en fundurinn er haldinn í þessari viku. Norðurlöndin fimm starfa náið saman í þessum stofnunum og er á þeirra vegum flutt ein sameiginleg ræða um starfsemi hvorrar stofnunar fyrir sig. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra flytur ræðuna um sjóðinn en Palle Simonsen, fiármálaráðherra Dana, um bankann. -JGH Fréttir Þyski fískmarkaðurínn: Aftur á uppleið Svo virðist sem þýski fiskmarkaður- inn sé byijaður að rétta viö eftir ormafárið í sumar. Þrátt fyrir að boðaö hafi verið að allmikið magn af fiski verði á mörkuðunum í þessari viku seldi Viðey RE fyrir þokkalegt verð í gær. Skipið seldi 165 lestir af karfa og ufsa og fékk um 52 krónur í meðalverð fyrir karfa, sem telst gott. Fyrir ufsa fengust ekki nema 43 krónur sem meðalverð en Viðey seldi mjög lítið af ufsa. Vilhjálmur Vilhjálmsson hjá Lands- sambandi íslenskra útvegsmanna sagði að svo virtist sem þýski markað- urinn væri að byija að rétta við þótt of snemmt væri að fullyrða um slíkt vegna þessarar sölu Viðeyjar en verð- ið væri athyglisvert vegna þess að mikið framboð er boðað á mörkuðun- um í vikunni. Lítið hefur verið selt út í gámum héðan til Þýskalands að undanfómu en gámaútflutningur gæti hafist á ný ef verðið helst áfram jafhhátt og það er nú. -S.dór Fiskeldi á Sundunum: „Engin mengun“ „Hér er engin mengun, við höfum látið kafara kanna botninn undir kviunum og það hefur sýnt sig að fóðrið í fiskiim sest ekki á botninn, sjórinn er eins hreinn og hann getur verið, enda em það miklir straumar hér á Sundunum," sagði Sveinbjöm Runólfsson byggingaverktaki, einn nokkurra sem er með fiskeldi undan Gufunesbryggju skammt frá Geld- inganesi, um það hvort sjórinn á þessum slóðum væri mengaður vegna fóðurs sem sest hefði á botn- inn og úldnað. Þrír em með fiskeldi á þessum stað, Haflax hf„ íslenska fiskeldis- félagið og Sveinbjöm Runólfsson. Alls era sjókvíar þessara fyrirtækja um 25 talsins. Tvö ár er síöan fi- skeldi hófst þama. Reykjavikurborg úthlutaði þessu svæði enda er það á hafnarsvæði borgarinnar. Heilbrigðiseftirlitið kannar enn- fremur reglulega sjóinn á Sundun- um, hvort hann sé mengaður eða ekki. -JGH Hér er engin mengun segja (iskeldismenn á Sundunum. Raðgreiðslur VfSA-, ódýr og þægilegur greiðslumátí Léttið greiðslubyrðina með mánaðarlegum raðgreiðslum VISA í allt að 12 mánuði vegna stærri viðskipta eða við greiðslu eftirstöðva ferðakostnaðar.tryggingagjalda o.fl. Raðgreiðslur eru ódýrari greiðslumáti en venjulegir afborgunarsamningar og til muna þægilegri, bæði fyrir kaupanda og seljanda. Með Raðgreiðslum VISA bjóðast þér ferðir og ferðalög, heimilistæki, tryggingar, sportvörur, hljómtæki, húsgögn, byggingavörur, Ijósmyndavörur, tölvubúnaður, skrifstofutæki, steypa og jafnvel bílar. Fleiri og fleiri fyrirtæki bjóða nú þennan þægilega greiðslumáta. Þægindi og þjónusta eru aðalsmerki VISA. Korthafar VISA þekkja eftir- farandi hlunnindi. Ferðaslysatryggingu, sjúkratryggingu (erl.), viðlaga- þjónustu (erl.), bankaþjónustu (erl.), hraðbankaþjónustu (erl.), gisti- þjónustu, vildarkjör, tímaritið VILD. Nú eiga korthafar VISA enn fleiri kosta völ. VISA: Boðgreiðslur, Raðgreiðslur, Símgreiðslur. styrktaraðili úlympi'uliðs íslands V/SA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.