Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1987, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987.
13
Neytendur
Fjölbreytt, hagnýtt
og skemmtilegt námsefni
Námsefni í heimilisfræðikennslu í
dag virðist vera bæði flölbreytt,
skemmtilegt og fyrst og fremst hag-
nýtt. Anna sýndi okkur námsskrá sem
notuð er í skólanum og einnig
kennslugögn úr grunnskólunum sem
eru mjög smekklega unnin og til þess
fallin að vekja áhuga nemenda. Við
eigum því von á vel upplýstum þjóð-
félagsþegnum í framtíðinni, vel
upplýstum neytendum sem geta gert
réttmætar kröfur.
í virðulegum rektorsbústað
Hússtjómakennaraskóh íslands er
til húsa í virðulegu einbýlishúsi að
Háuhiíð 9. Húsið var byggt sem íbúð
fyrir rektor Menntaskólans í Reykja-
vik á sínum tíma. Þetta er virðulegt
hús upp á tvær og hálfa hæð. Skóla-
stofur hafa verið gerðar úr svefn-
herbergjum og húsið allt er hið
vistlegasta. í kjallaranum er aðstaða
fyrir verklega kennslu.
Skólinn hefur verið til húsa í Háu-
hlíðinni M haustinu 1958.
Hússtjómarkennaraskólinn tók til
starfa árið 1942. Áður þurftu þeir sem
áhuga höfðu á hússtjórnakennara-
námi að sækja menntun sina til
útlanda og flestir stunduðu slíkt nám
á Norðurlöndunum.
Skóliim var til húsa í Háskólanum
til ársins 1956 er hann flutti í núver-
andi húsnæði. Síðustu hússtjómar-
kennaramir vom brautskráðir vorið
1977 en alls vom 183 hússtjómarkenn-
arar útskrifaðir úr skólanum. Þá hefur
maMðsmannadeild starfað við skól-
ann og brautskráð 4 maMðsmenn.
Haustið 1977 var fyrst boðið upp á
valgrein í hússtjóm í Kennaraháskóla
íslands. Kennaranámið þar er skipu-
lagt þannig að stúdentar stunda
þriggja veM nám og öðlast að því lo-
knu réttindi til þess að kenna við
grunnskóla allar almennar greinar og
að auki eina verklega grein ef þeir
hafa vahð hana.
Námið reiknast í heild sem 90 eining-
ar sem skiptast í þrennt; 30 einingar
kjamagreinar grunnskólans, 30 ein-
ingar uppeldis og kennslufræði og 30
einingar valgreinar, annaðhvort ein
verk- eða listgrein eða tvær bóklegar
valgreinar.
Þeir nemendur sem velja hússtjóm-
arvalgrein stunda nám sitt í Kennara-
háskólanum.
Eins og áður sagði er ekki hægt að
stunda nám sem veitir kennaramennt-
un í hússtj ómargreinum á framhalds-
skólastigi. Á sama tíma bjóða þó
margir framhaldsskólar val í hús-
stjómargreinum.
ítaktvið tímann
„Við reynum að fylgjast vel með
tímanum og sníðum námsefnið eftir
þvi sem við á á hveijum tíma,“ sagði
Anna. Markmiðið með kennaranámi
í hússtj ómarfræðum er aö veita kenn-'
aranemum þá þekkingu og þjálfun
sem nægir til þess að þeir verði færir
um að kenna heimilisfræði á grunn-
skólastigi og geti leiðbeint nemendum
um búsýslu eins og námskrá grunn-
skóla gerir ráð fyrir.
Hvað varðar kennslu í matargerð er
tekið mið af því sem efst er á baugi í
manneldismálum hveiju sinni. Einnig
er fjallað um mismunandi steftiur í
jurtafæði.
Kennt er hvemig á að matreiða rétti
M öðrum löndum eins og t.d. rúss-
neska súpu og blinis með rækjum og
kavíar, kínverskan mat, ristaffel M
Indonesíu, franska fiskisúpu, pítur og
mousaka M Grikklandi og lasagne M
Ítalíu. Auk þess er að sjálfsögðu kennd
öll almenn innlend matargerð og einn-
ig að flaka bolfisk.
Loks sýndi Anna okkur nýja
kennslubók sem notuð er í heimilis-
fræðikennslu í 6.-8. bekk í grunnskóla.
Bókin er gefin út af Námsgagnastofn-
un og er einkar skemmtileg og gagn-
leg. Eins og Anna benti réttilega á
ætti þessi bók að vera til á hverju
heimili, því í henni er að finna gagn-
legan fróðleik um hvaðeina sem
viðkemur heimilishaldi, næringar-
fræði, matvælafræði, heimilisbúnaði
og vinnuskipulagi, matreiðslu, fram-
reiðslu og hreinlætisfræði. Bók þessi
fæst í Skólavörubúðinni og kostar 1400
kr.
-A.BJ.
piiliit
■. -■ ;
: t:
Þrír ungir kennaranemar sem völdu sér hússtjórn sem valgrein. Þær eru að baka gerbrauð úr ýmsum tegundum af
grófu mjöli. Nemamir eru f.v. Eyrún Valsdóttir, María Ósk Steinþórsdóttir og Álfheiður Jónsdóttir.
Britax
COMFY RIDER BARNABÍLSTÓLL
HAUSTTILBOÐ
Höfum fengið takmarkað magn
af þessum viðurkenndu stólum á
sérlega hagstæðu verði.
Nú kr. 2.967 áður kr. 3.980
BENSÍNSTÖÐVAR SKEUUNGS H.F. ©
SKEUUNGSBÚÐIN SÍÐUMÚLA 33
n Jeep ri AMC
Gíhirlegur verðmunur
á íslensku kínakáli
Gífurlegur verðmunur getur verið
á vörutegundum milli verslana. í
síðustu viku var íslenskt kínakál
selt á 92 kr.í Hagkaup (á miðviku-
dag) en síðar í sömu vikunm kostaði
það 189 kr. kg. í Hólagarði (fóstudag).
Við höfðum samband við Niels
Marteinsson hjá Sölufélagj garð-
yrkjumanna og spurðum um heild-
söluverð á íslensku kínakáli.
Það kostaði í gær 135 kr. kg., hækk-
aði í síðustu viku úr 100 kr. kg.
Hagkaupsmenn hafa því selt sitt kál
undir heildsöluverðinu, en Hóla-
garðsmenn lagt ríflega á.
í síðustu viku var leyfður innflutn-
ingur á spergilkáli en það íslenska
er að detta út af markaðinum. Það
er þó enn til í mörgum verslunum.
Heildsöluverð á íslensku spergilkáh
var 175 kr. en þá kostaði það inn-
flutta 258 kr. í heildsöluþ Einnig er
byijað að flytja inn rauða papríku Islenskt kínakál kostaði 92 kr. kg í Hagkaupi um miðja síðustu viku en síðar
og er heildsöluverð hennar 20 kr. í vikunni kostaði það 189 kr. kg í Hólagarði
hærra en þeirrar mnlendu. Rauð papríkan íslenska kostar í heildsölu
íslensk papríka kostar 200 kr. í heild- 200 kr. kg.
sölu en sú innflutta 220 kr. Græna -A.BJ.
EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI
VARAHLUTIR - AUKAHLUTIR
Eigum fyrirliggjandi mikið úrval original
varahluta í AMC og Jeep bifreiðar. Einnig
aukahlutir fyrir Wagoneer og Cherokee árg.
'84-88, m.a. upphækkunarsett, toppgrind-
ur, mottusett, vindskeiðar, sílsalistar, stokk-
ar, útispeglar, varadekkspokar, safarígrindur
að framan, stuðarahlífar, dráttarbeisli, aur-
hlífar o.fl. o.fl.
Ath. sérpantanir á ca 2-3 vikum án auka-
kostnaðar. Hraðpantanir á ca 3 dögum.
EGILL VILHJÁLMSSON HF.,
Smiðjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77202