Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1987, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1987, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987, 37 Sviðsljós Til vinstri sést Katherine Jackson eins og hún litur út i dag en til hægri sést hvernig Michael vill að hun líti út - eins og svört Liz Taylor. „Mamma, farðu í andlitslytoigu11 - segir Michael Jackson. Hann vffl að hún verði eins og svört Liz Taylor Það er margt skrítíð sem stór- tjömunni Michael Jackson dettur í lug og ekki nema von að hann sé ;allaður „Wacko Jacko“ af gárang- mum. Eins og kunnugt er hafa farið ram stórkostíegar breytingar á and- ití stjömunnar á síðustu árum og egja menn að nú sé ekki hægt aö, reina hvers kyns hann sé, á hvaða ldri eða af hvaða kynstofni. En allar þessar aðgeröir duga ekki 'VÍ nú hefur Jackson snúið sér að ðrum fjölskyldumeðlimum og vill enda þá í aögerðir. Fyrst á Usta er lamma gamla - Jackson hefur kom- st aö því að hún er bara alls ekki ógu sæt eins og hún er og því vill ann senda hana í vandlega yfir- alningu þar tíl hún verður eins og vört glæsiútgáfa að Elizabeth Tayl- Með Liz Taylor á heilanum Það er ekkert leyndarmál að Jack- son hefur ávallt verið með Taylor á heilanum og er með eitt herbergj- anna í glæsivillu sinni helgað kvikmyndagyðjunni. Þar hanga myndir af henni upp um alla veggi. En ætlar mamma hans að hlýða? „Michael er alltaf að segja: „Eliza- beth missti öll þessi kíló, af hvetju ættír þú ekki að geta það?“ Og hann bætir þá gjarnan við: „Ef þú lítur ekki nógu vel út er alltaf hægt að fara í andlitslyftíngu." En ég vil ekki fara í þannig aðgerð. Núna hjálpar Michael mér að velja fot og varalit og ég tel það alveg nógsegir Kat- herine, móðir Michaels. Hún hefur nú loksins úttalað sig um samband þeirra Michaels en hingað til hefur hún verið þögui sem gröfin um það viö fréttamenn. Hún játaöi að hún væri dálítiö sár yfir þeirri athygli sem Michael veitir Taylor en sagði þó að samband þeirra mæðgina væri gott. „Michael er ekki hommi“ Katherina hefur viðurkennt aö hún sé mjög sár yfir öllum þeim sögu- sögnum sem hafa verið í gangi um kynlíf Michaels. „Það er verið að segja aö hann sé hommi," segir hún og bætír við „það er bara alls ekki rétt því það væri í andstöðu við guð.“ Þá lýstí hún því yfir að hún Michael með goðinu Liz Taylor væri mjög ánægð meö að hinn 28 ára gamh sonur hennar byggi ennþá hjá henni. Þá neitar Katherine öllum sögu- sögnum um óeiningu innan fjöl- skyldunnar og segir að það sé gott samband á milli systkinanna. „Ef einhver á í erfiöleikum koma allir saman og reyna að leysa málið í sam- einingu.“ Hún játar þó að Michael sé óvenjulegastur systkinanna og það hafi hann verið alveg frá þriggja ára aldri þegar hann fór að koma fram með Jackson Five. Hvað er hann Kalli eiginlega að priia? Skildi hún móðir hans vita af þessu? Nei, auðvitað er öllu óhætt, Kalll er bara að leggja góðu mál- efni lið en hann leggur hér fyrsta stelnlnn þegar hafln var viðgerð á Salsbury dómkirkjunni f Englandi en áætlað er að verkið kosti 400 milljónir króna. Slmamynd Reuter _____________ - - - - Þær eru lögulegar þessar stúlkur sem stilltu sér upp fyrir Ijósmyndara Reuters en þær keppa nú um titilinn Ungfrú Asfa og Kyrrahaf en keppnin fer fram i Hong Kong. Þó að titiilinn sem sigurvegarinn fær að bera sé vissulega flókinn þá láta þær það ekkert á sig fá. Þessar þrjár stúlkur eru Ungfrú Thailand, Ungfrú USA og Ungfrú Tyrkland. Úrslitin liggja ekki fyrir fyrr en 30. september og munu stúlkurnar vera látnar leysa allskyns þraut- Ölyginn sagði... Gitte Stallone er þegar búin að fá arftaka enda gat varla farið svo að „ítalski folinn" yrði lengi kvenmannslaus. Sylvester er nú búin að finna sér aðra Ijósku, Cathy Davis og mun vera hin ánægðasti með það. Gitte þarf ekki að óttast verk- efnaleysi þó ólíklegt sé að hún leiki í fleiri myndum Stallone því hún getur að sögn valið úr kvikmyndatil- boðunum. Hún hefur nú tekið að sér að stjórna sjón- varpsþætti á Ítalíu. Skyldi Sylvester hafa kennt henni ítölsku?... Don Johnson veit vel af því að Miami Vice þættirnir standa og falla með honum og byggir hann launakröfur sínar á því. Ný- lega fékk hann væna launa- hækkun og nema nú laun hans tveim og hálfri milljón króna á viku. Félagi hans Michael Thomas er til færri fiska metinn því hann fær „aðeins" eina og hálfa milljón á viku. Tom Selleck hefur löngum verið talinn kynþokkafyllsti karlmaður Ameríku en nú er hætt við að ungmeyjahjörtun taki aukaslag því karl skellti sér í hnapphelduna í þyrjun ágúst. Brúðkaupið fór fram með leynd og því vissi Sviðsljósið ekki af þessu fyrr. Sú heppna heitir Jillie Mack.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.